Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 30
25. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Þetta virðist svo fjarlægt okkur, sem vinnum á gólf-inu. Það hefur aldrei verið meira að gera,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sókn-arprestur í Garðabæ, en hún og eiginmaður hennar, Bjarni Karlsson prestur og doktorsnemi í siðfræði, hafa starfað saman innan þjóðkirkjunnar í tæp þrjátíu ár. Undanfarið hefur mikið mætt á Þjóðkirkju Íslands þegar æ fleiri segja sig úr röðum hennar. Fyrir hvern Íslending sem fæðst hefur inn í þjóðkirkjuna síðastliðin fjög- ur ár hefur rúmlega einn sagt sig úr henni, samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár. Háværar gagnrýnisradd- ir hafa dunið á kirkjunni og sam- band kirkju og ríkis verið gagnrýnt, þó að drjúgur meirihluti þjóðarinn- ar sé enn skráður í þjóðkirkjuna. „Auðvitað kallar þetta á skoðun og samtal innan kirkjunnar. Það er jákvætt að fólk skuli taka afstöðu og velta þessum málum fyrir sér. En það er samt þannig að þegar fólk leitar til kirkjunnar er aldrei spurt um trúfélagsaðild eða hvort fólk greiði sóknargjöld til viðkom- andi kirkju,“ segir Jóna Hrönn og bætir við: „Ég hef reynslu af því að starfa með presti sem vissi það ekki fyrr en eftir sína prestsvígslu að hann tilheyrði fríkirkju af því að barn hefur alltaf fylgt trúfélags- skráningu móður og móðir hans var ekki í þjóðkirkjunni,“ heldur hún áfram. Jóna Hrönn segist muna eftir manni í sókninni sem kom að máli við hana og var mjög ósáttur við aðkomu yfirstjórnar kirkjunn- ar að kynferðisbrotamálum innan hennar. „Hann hafði sótt kirkju og einnig þegið sálgæsluþjónustu en ákvað, í ljósi þess að hann var ósátt- ur, að segja sig úr þjóðkirkjunni. Ég nefndi við hann að ef hann segði sig úr þjóðkirkjunni þá myndi það vera sóknarkirkjan hans og starfið þar sem myndi líða fyrir ákvörðunina. Ég sagði honum að mér fyndist að hann ætti að senda biskupi bréf og láta hann vita af ákvörðun sinni svo að skilaboðin kæmust alla leið. Ég veit að síðar gekk hann aftur í þjóð- kirkjuna þegar ákveðin mál voru frágengin.“ Bjarni bætir við: „Það sem marg- ir hugsa ekki út í er að ef fólk skráir sig úr þjóðkirkjunni þá renna sókn- argjöldin í ríkissjóð. Áður fóru þau til Háskóla Íslands, þannig að ef fólk er ósátt í Vestmannaeyjum við eitthvað í ákvörðunum yfirstjórnar þjóðkirkjunnar og segir sig úr þjóð- kirkjunni renna félagsgjöldin þeirra úr byggðarlaginu í ríkissjóð en það heldur kannski áfram að nýta sér þjónustu Landakirkju.“ Ekki hægt að senda alla heim En hvernig á að skilja kirkjuna? Er upplifun ykkar sú að kynferðisbrota- mál sem komu upp í biskupstíð Ólafs Skúlasonar, svo dæmi sé tekið, hafi eyðilagt fyrir starfi kirkjunnar? Jóna Hrönn: „Ef kæmi upp alvar- leg spilling innan KSÍ þá myndi eng- inn vilja banna börnum að iðka fót- bolta og láta þau þannig líða fyrir einhver slæm mál hjá yfirstjórn- inni – valta bara yfir fótboltavell- ina, taka loftið úr boltunum og senda alla heim. Það sama má segja um kirkjuna. Þó að erfið mál hafi komið upp í yfirstjórn kirkjunnar þá má ekki láta safnaðarstarfið í hverf- um og úti um landið líða fyrir það.“ Bjarni: „Kirkjan er ekki húsin með háu turnunum, ekki fólkið sem þar vinnur, hún er í innsta eðli sínu vinátta við Jesú Krist. Enda þótt kirkjan þurfi mikið skipulag og stjórnun vegna mannahalds og rekst- urs þá væri mikið vanmat að líta bara á hana sem fyrirtæki. Fólkið er kirkjan og þegar við komum saman er þetta eins og þegar fullveðja fólk mætir í mat til mömmu. Systkinin eiga öll sama rétt við matarborðið en það er enginn að fara að kenna neinum neitt eða segja til syndanna.“ Hvernig hefur kirkjan breyst á undanförnum árum? Bjarni: „Snertifletirnir við mann- lífið eru fleiri, hóparnir fjölbreyti- legri og raunar eru áratugir síðan sunnudagurinn hætti að vera hinn eini stóri kirkjudagur.“ Jóna Hrönn bætir við að um þús- und manns fari í gegnum Vídalíns- kirkju í Garðabæ á viku hverri og slíkt sé ekki einsdæmi. Barna- og unglingastarfið tekur rými, líka fjölbreytt tónlistarstarf, bænahóp- ar, 12 spora starf kirkjunnar og svo hýsir kirkjan ótal AA-fundi. „Einn- ig eru safnaðarheimilin notuð fyrir skírnarveislur, stórafmæli og brúð- kaupsveislur, fyrir utan allar erfi- drykkjurnar. Svo vorum við að kynna aðferð Pílagrímafélagsins á ráðstefnu á dögunum, þessi aðferð felst í því að lesa Biblíuna, kynnast boðskap Krists og lifa undir áhrif- um þess í heiðarlegu samtali og fyr- irbæn fyrir öðrum. Þetta er í raun aðferð sem hefur verið iðkuð innan kristninnar í gegnum aldirnar og er hluti af fegurð trúarinnar,“ útskýrir Bjarni. Þurfum ekki að vera í vörn Jóna Hrönn: „Þjóðkirkjan þarf ekki að vera í neinni vörn. Umræðuhefð þjóðarinnar byggist mikið á andúð og reiði. Í þeirri umræðu er kirkjan ekkert undanskilin. Margir þeirra sem tjá sig á opinberum vettvangi eru reiðir og beita andúðarrökum og það er kannski bara ástæða til að umvefja þá umræðu í stað þess að fara í vörn. Kannski eru þetta fæðingarhríðir að einhverju betra og heilbrigðara. Það er þannig með reiðina, hún getur orðið til þess að hreinsa til. En það er auðvitað hið versta mál ef fólk festist í henni, þá byrja hlutirnir að skemmast og þá skapast oft á tíðum einelti eins og við höfum stundum séð í þjóðfélags- umræðunni.“ Bjarni: „Ég held að við ættum bara öll að anda inn í aðstæðurnar og leyfa trúnni að vera það sem hún er. Trúmál þurfa ekki að vera þrætu- epli stjórnmála, enda er það nýlunda sem kannski endurspeglar bara það að við erum að fóta okkur sem fjölmenningarsamfélag. Við erum mörg og fjölbreytt með alls kyns hugmyndir um lífið og tilveruna og lausnin verður aldrei sú að taka eitt hugmyndakerfi, hvort sem það væri kristni, veraldlegur húmanismi eða hvað annað, og gera það að viðmiði fyrir restina. Um leið og við búum til norm sköpum við jaðarhópa. Með jaðarhópum nærist svo andúðin og skammirnar og allir tapa. Sannleik- urinn er sá að trúarbrögð heims- ins eiga umfram allt langa reynslu af friðsælli sambúð um veröldina. Í stað þess að þagga niður ólíkar raddir eigum við að halda hvert öðru ábyrgu í mannréttindamálum og umhverfismálum og reyna að skilja hvert annað. Það er góð trúmálapóli- tík. Ef kristin trú fær að fara að eðli sínu í samfélaginu þá er hún hvorki hugmyndakerfi né hagsmunahóp- ur heldur fjöldahreyfing sem hefur enga hagsmuni aðra en almannahag. Ef kristin kirkja rís upp til varna þá getur það með réttu einungis verið í því skyni að verja mannréttindi eða náttúru. Þess vegna þykir mér svo vænt um Pílagrímafélagið sem við vorum að kynna þvert á allar kirkju- deildir því þar er trúin bara iðkuð en ekki notuð sem tæki á annað fólk.“ Engin plastblóm í kirkjunni Jóna Hrönn: „Í þessu sambandi er gott að horfa til Agnesar bisk- ups. Þar fer jarðbundinn og hóg- vær leiðtogi sem er ekki í varnar- baráttu. Kirkjan vill að foreldrar sjái sóknar kirkjuna sína sem sam- herja að uppeldi barna, að hún sé vettvangur umræðu um mikilvæg gildi starfandi í virkum tengslum við listalífið. Þegar áföll verða í byggðarlögum kemur fólkið saman í sóknarkirkjunni til að finna sam- stöðu og styrk. Eins þegar gleðin ríkir. Messan er ekki klöppuð í stein en er á hverjum stað og tíma tjáning fólksins á sinni trú og menningu.“ Bjarni: „Þess vegna verður allt sem gerist í kirkju að vera ekta, til dæmis mega bara vera lifandi ljós og blóm á altarinu af því trúin snýst um heilindi. Þannig var það á Kristsdeginum í Hörpu, þar var allt ekta. Þó að athygli annarra hafi beinst að ferlega klaufalegu orð- færi á heimasíðu þá ljómaði húsið af þakklæti og kærleika. Öðrum megin í salnum sat ungur rappari í hettu- peysu, hinum megin nokkrar nunn- ur, öll með sams konar hvítar hettur á höfði. Mjög skemmtileg sýn sem lýsir því hvernig trúin getur sam- einað ef hún fær að vera það sem hún er.“ Kirkjan þarf ekki að vera normið Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson segja trúmál ekki þurfa að vera þrætuepli stjórnmála. Þau ræða stöðu þjóðkirkjunnar, segjast aldrei spyrja um trúfélagsaðild í starfi sínu en vilja leyfa trúnni að vera það sem hún er. SAMHELDIN HJÓN Bjarni og Jóna Hrönn eru bæði prestar og hafa starfað saman innan þjóðkirkjunnar í tæp þrjátíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef kæmi upp alvarleg spilling innan KSÍ þá myndi enginn vilja banna börnum að iðka fótbolta og láta þau þannig líða fyrir einhver slæm mál hjá yfirstjórninni, – valta bara yfir fótboltavell- ina, taka loftið úr boltunum og senda alla heim. Það sama má segja um kirkjuna. 636 manns sögðu sig úr þjóð kirkjunni á tímabilinu 1. júlí til 30. september í ár en aðeins 94 nýir með limir voru skráðir. ➜ Sex hundruð sögðu sig úr þjóðkirkjunni á þremur mánuðum Flestir skrá sig utan trúfélags Vöxtur var hjá öðrum trúfélögum, hjá fríkirkjunum þremur og hjá lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Langflestir þeirra sem skipt hafa um trúfélög undanfarin ár hafa þó skráð sig utan trúfélags. 17.607 manns skiptu um trúfélag frá apríl 2010 og út september 2014. Þar af voru langfl estir að segja sig úr þjóðkirkj- unni, eða 13.145 ein- staklingar. Þjóðkirkjan er enn lang stærsta trúfélagið á landinu. 244.440 manns eru meðlimir íslensku þjóðkirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.