Fréttablaðið - 25.10.2014, Side 46

Fréttablaðið - 25.10.2014, Side 46
FÓLK|HELGIN Heilsa og útlit að Hlíða-smára 17 býður upp á nýja afeitrunarmeðferð sem nýtist fólki með hátt sýru- stig í líkamanum, veikt æðakerfi, bjúg, exem, gigt og appelsínu- húð. Meðferðin hentar til dæmis íþróttafólki, fólki í yfirþyngd og reykingafólki en hún ýtir undir hreinsun og bætir líðan. Með- ferðin heitir Dermio Care og er aðferð til að hlutleysa umfram- birgðir af sýru í líffærum líkam- ans. Heilsa og útlit býður nú einnig upp á nýstárlega andlits- meðferð sem kallast Dermiono- logy. Þar er notast við einkarétt- arvarinn jóna þrýsti, sem þrýstir neikvæðum jónum úr andrúms- loftinu í samþjöppuðu formi inn í húðina með hinum sérstaka „Dermio Top Head“. Meðferðin bætir ásýnd húðarinnar og yngir hana, gerir húðina stinnari og blæs nýju lífi í efnaskiptaferli alls líkamans. „Í Dermio Care-meðferðinni byrjum við á því að bera electro- lyte-gel á viðskiptavininn en það býr líkamann undir meðferð- ina. Með því erum við að núlla út súrt verndarlag húðarinnar sem eykur einnig gegnumflæði hennar þannig að jónaskiptin ganga betur. Viðskiptavinurinn er svo klæddur í svokallaðan detox- poka en í honum eru neikvæðar súrefnisjónir. Þær tengjast við jákvæðu jónirnar í líkamanum og núllstilla þannig sýrustigið,“ útskýrir Sandra Lárusdóttir, eigandi Heilsu og útlits. Hún segir fólk oft upplifa kitlandi til- finningu í fótunum og fljótlega í kjölfarið fer hreinsunin af stað. Margir þurfa því á salerni strax eftir meðferð. Meðferðin tekur 20 til 40 mínútur. ALDREI HRESSARI FYRIR MÓT Rósa Björg Guðlaugsdóttir æfir fitness allt að tólf sinnum í viku þegar hún er að búa sig undir mót. „Þegar ég kom í fyrstu meðferðina til Söndru í haust var ég orðin langþreytt í líkam- anum, sérstaklega fótunum sem voru glerharðir. Ég fór í nokkrar meðferðir og fann um leið góða virkni. Meðferðin kom á einhvern hátt jafnvægi á allan líkamann. Þreytan hvarf líkt og bjúgurinn og mér fannst ég alveg endurnýjuð,“ segir Rósa sem telur meðferðina einnig hafa hjálpað sér við meltingar- truflanir og latan ristil. Rósa er að fara að keppa eftir rúma viku og er því í miklum niðurskurði. „Yfirleitt leggst ég í rúmið einhvern tíma á þessu niðurskurðartímabili, en í þetta sinn hef ég haldið heilsu þótt allir séu veikir í kringum mig,“ segir Rósa og þakkar það jóna- meðferðinni. Rósa áréttar að ekki sé nóg að fara einu sinni til að ná einhverj- um árangri. „Ég byrjaði á að fara tvisvar í viku en núna er nóg fyrir mig að fara vikulega eða þegar álagið er mikið.“ Hún hefur einnig prófað hina nýju andlitsmeðferð sem boðið er upp á hjá Heilsu og útliti. „Eftir meðferðina var húðin hrein og geislaði af heilbrigði.“ Rósa mælir eindregið með báð- um meðferðunum. „Ég hef allavega aldrei verið hressari fyrir mót.“ KEMUR Á JAFNVÆGI Í LÍKAMANUM HEILSA OG ÚTLIT KYNNIR Tvær nýjar meðferðir, Dermio Care og Dermionologie Facial. Rósa Björg Guðlaugsdóttir fitnesskepp- andi hefur góða reynslu af meðferðunum. Þær komu á jafnvægi í líkama hennar og drógu úr þreytu og bjúg. Í MEÐFERÐ Rósa Björg nýtur þess að fara í Dermio Care og Dermionologie Facial hjá Söndru í Heilsu og útliti. MYND/VILHELM Erum hafin með lagersölu af eldri vöru frábær verð. Komdu og gerðu frábær kaup á vandaðri vöru. Vertu velkomin. Sjáðu myndirnar facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770 15% afslát tur af allri v öru frá Max Mara. Max Mara Weekend, Penny Black, Max Mara Code, Marina Rinaldi og Persona Æðisleg kóngablá lína komin í verslun. Ný sending af yfirhöfnum frá Basler! Max Mara dagar. Gæða yfirhafnir á frábæru verði. Ný verslun Smáralind. facebook.com/CommaIceland.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.