Fréttablaðið - 25.10.2014, Síða 46
FÓLK|HELGIN
Heilsa og útlit að Hlíða-smára 17 býður upp á nýja afeitrunarmeðferð
sem nýtist fólki með hátt sýru-
stig í líkamanum, veikt æðakerfi,
bjúg, exem, gigt og appelsínu-
húð. Meðferðin hentar til dæmis
íþróttafólki, fólki í yfirþyngd og
reykingafólki en hún ýtir undir
hreinsun og bætir líðan. Með-
ferðin heitir Dermio Care og er
aðferð til að hlutleysa umfram-
birgðir af sýru í líffærum líkam-
ans. Heilsa og útlit býður nú
einnig upp á nýstárlega andlits-
meðferð sem kallast Dermiono-
logy. Þar er notast við einkarétt-
arvarinn jóna þrýsti, sem þrýstir
neikvæðum jónum úr andrúms-
loftinu í samþjöppuðu formi inn
í húðina með hinum sérstaka
„Dermio Top Head“. Meðferðin
bætir ásýnd húðarinnar og yngir
hana, gerir húðina stinnari og
blæs nýju lífi í efnaskiptaferli alls
líkamans.
„Í Dermio Care-meðferðinni
byrjum við á því að bera electro-
lyte-gel á viðskiptavininn en það
býr líkamann undir meðferð-
ina. Með því erum við að núlla
út súrt verndarlag húðarinnar
sem eykur einnig gegnumflæði
hennar þannig að jónaskiptin
ganga betur. Viðskiptavinurinn er
svo klæddur í svokallaðan detox-
poka en í honum eru neikvæðar
súrefnisjónir. Þær tengjast við
jákvæðu jónirnar í líkamanum
og núllstilla þannig sýrustigið,“
útskýrir Sandra Lárusdóttir,
eigandi Heilsu og útlits. Hún
segir fólk oft upplifa kitlandi til-
finningu í fótunum og fljótlega í
kjölfarið fer hreinsunin af stað.
Margir þurfa því á salerni strax
eftir meðferð. Meðferðin tekur 20
til 40 mínútur.
ALDREI HRESSARI FYRIR MÓT
Rósa Björg Guðlaugsdóttir æfir
fitness allt að tólf sinnum í viku
þegar hún er að búa sig undir
mót. „Þegar ég kom í fyrstu
meðferðina til Söndru í haust
var ég orðin langþreytt í líkam-
anum, sérstaklega fótunum
sem voru glerharðir. Ég fór í
nokkrar meðferðir og fann um
leið góða virkni. Meðferðin kom
á einhvern hátt jafnvægi á allan
líkamann. Þreytan hvarf líkt
og bjúgurinn og mér fannst ég
alveg endurnýjuð,“ segir Rósa
sem telur meðferðina einnig
hafa hjálpað sér við meltingar-
truflanir og latan ristil.
Rósa er að fara að keppa eftir
rúma viku og er því í miklum
niðurskurði. „Yfirleitt leggst ég
í rúmið einhvern tíma á þessu
niðurskurðartímabili, en í þetta
sinn hef ég haldið heilsu þótt
allir séu veikir í kringum mig,“
segir Rósa og þakkar það jóna-
meðferðinni.
Rósa áréttar að ekki sé nóg að
fara einu sinni til að ná einhverj-
um árangri. „Ég byrjaði á að fara
tvisvar í viku en núna er nóg fyrir
mig að fara vikulega eða þegar
álagið er mikið.“ Hún hefur einnig
prófað hina nýju andlitsmeðferð
sem boðið er upp á hjá Heilsu og
útliti. „Eftir meðferðina var húðin
hrein og geislaði af heilbrigði.“
Rósa mælir eindregið með báð-
um meðferðunum. „Ég hef allavega
aldrei verið hressari fyrir mót.“
KEMUR Á JAFNVÆGI Í LÍKAMANUM
HEILSA OG ÚTLIT KYNNIR Tvær nýjar meðferðir, Dermio Care og Dermionologie Facial. Rósa Björg Guðlaugsdóttir fitnesskepp-
andi hefur góða reynslu af meðferðunum. Þær komu á jafnvægi í líkama hennar og drógu úr þreytu og bjúg.
Í MEÐFERÐ Rósa Björg nýtur þess að fara í Dermio Care og Dermionologie Facial hjá Söndru í Heilsu og útliti. MYND/VILHELM
Erum hafin með lagersölu af eldri vöru frábær verð.
Komdu og gerðu frábær kaup á vandaðri vöru.
Vertu velkomin.
Sjáðu myndirnar facebook.com/Parisartizkan
Skipholti 29b • S. 551 0770
15%
afslát
tur af
allri v
öru
frá Max Mara. Max Mara Weekend,
Penny Black, Max Mara Code,
Marina Rinaldi og Persona
Æðisleg kóngablá lína komin í verslun.
Ný sending af
yfirhöfnum frá Basler!
Max Mara dagar.
Gæða yfirhafnir
á frábæru verði.
Ný verslun Smáralind.
facebook.com/CommaIceland.