Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 25.10.2014, Qupperneq 100
25. október 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 72 © GRAPHIC NEWS Luis Suarez: Snýr aftur úr fjögurra mánaða leikbanni eftir HM-bitið Neymar: Hefur staðið sig vel í ár og tengir betur við Messi Lionel Messi: Tveimur mörkum frá því að bæta markametið í deildinni Toni Kroos: Lykilmaður á miðjunni sem kom frá Bayern James Rodriguez: Tvö mörk og þrjár stoðsendingar á fyrsta tímabili Cristiano Ronaldo: Getur ekki hætt að skora Real Madrid – Barcelona Santiago Bernabéu, Madríd Tölfræðin á þessu tímabili Lykilleikmenn 30 9 147 5147 12 22 0 137 5904 12 Skoruð mörk Mörk fengin á sig Skot Sendingar Gul spjöld Leikir liðanna (allar keppnir) Síðustu leikir í spænsku deildinni Real 91 Barcelona 89 J48 Þjálfari Carlo Ancelotti Fyrirliði Iker Casillas Markhæstur í deildinni Cristiano Ronaldo, 15 La Liga 2014/15 Þjálfari Luis Enrique Fyrirliði Xavi Hernandez Markahæstur í deildinni Neymar, 8 La Liga 2014/15 2013 2014 Barcelona Real Real Barcelona 2-1 3-4 S6 J0 T2 S7 J1 T0 Myndir: Getty Images SPÆNSKU RISARNIR KLÁRIR Í EL CLÁSICO FÓTBOLTI Knattspyrnuleikir í Evr- ópu gerast ekki stærri en El Clás- ico. Þar mætast tvö af stærstu og bestu liðum heims; Real Madrid og Barcelona. Fyrsta viðureign þessara fornu erkifjenda fer fram á laugardaginn klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta er bara knatt- spyrnuveisla. Þetta er það geggj- aðasta sem sést í fótboltanum á hverju tímabili,“ segir Guðmund- ur Benediktsson, knattspyrnulýs- andi á Stöð 2 Sport, um leikinn við Fréttablaðið, en Gummi Ben mun að sjálfsögðu lýsa þessum stórleik. Sálfræðistríðið hefur verið í fullum gangi fyrir leikinn; Börs- ungar þar duglegri að láta gamm- inn geisa en óvinir þeirra úr höf- uðborginni. Fréttum fyrir leikinn fækkaði reyndar alveg um 30 pró- sent eða svo þegar José Mourinho lét af störfum sem þjálfari Real. Honum leiddist aldrei að skjóta á Börsunga, reyndar leiðist honum bara ekkert að tala yfirhöfuð. Forseti brasilíska félagsins Santos lét heyra í sér í vikunni og sagði að Neymar hefði kosið sjálf- ur að spila fyrir Barcelona frekar en Real Madrid. Hjálp í sálfræði- hernaðinum úr óvæntri átt en vel þegin. Suárez, Suárez, Suárez Allt í kringum El Clásico að þessu sinni snýr að úrúgvæska fram- herjanum Luis Suárez sem Barce- lona keypti fyrir fúlgur fjár frá Liverpool í sumar. Það vissi að þar væri á ferð strákur sem á við erfiðleika að stríða, en það bjóst nú væntanlega við að hann væri búinn að spila leik fyrir félagið áður en hann gerði endanlega allt vitlaust í knattspyrnuheiminum. Þeir sem eru með módem heima hjá sér og hafa internet-aðgang eða lesa dagblöð vita vel að Luis Suár ez hefur verið í löngu keppn- isbanni eftir að smakka ítalskt á HM í Brasilíu í sumar. Luis Enrique, þjálfari Barce- lona, er búinn að gefa það út að Suárez muni koma við sögu í leikn- um. Ekki vænkast hagur mótherja Barcelona þegar Messi, Neymar og Suárez verða komnir á fullt, en það er einmitt spurningin. Hversu mikið getur Luis Suárez gefið af sér í leiknum? Það er ekkert grín að spila alvöru fótboltaleik eftir fjögurra mánaða frí og hvað þá einn stærsta leik ársins. Munurinn er vissu- lega sá að hann er ekki að koma úr meiðslum og þurfti enga endur- hæfinu; Suárez hefur verið að æfa og spila æfingaleiki allan tímann. Deilt hefur verið um í hversu góðu formi Suárez er, en hann var úthrópaður silakeppur af spænskum fjölmiðlum þegar hann spilaði fyrsta æfinga- leikinn. „Suárez er ekki í yfirvigt. Alls ekki. Þetta eru bara þið, fjöl- miðlarnir. Hann er í eðlilegri þyngd eins og hjá Liverpool,“ sagði En rique, sem var ekki skemmt. Auðveldari vika hjá Barca Bæði Barcelona og Real Madrid spiluðu í Meist- aradeildinni í vikunni, og hefur Crist- iano Ronaldo látið óánægju sína í ljós með að El Clásico-fari fram á laug- ardegi þegar Real spilaði á mið- vikudegi. Vikan var nefnilega öllu auð- veldari fyrir Barcelona sem mætti Ajax á þriðjudaginn og það á heimavelli. Luis Enrique vildi ekki viðurkenna að hann væri að hvíla menn fyrir El Clásico, en samt voru Jérémy Mathieu, Sergio Busquets og Gerard Pique hvíldir. Þá tók Enrique Messi, Neymar og Iniesta út af við fyrsta tækifæri. Real Madrid þurfti að spila stór- leik í sínum riðli gegn Liverpool á Englandi. Það vann auðveldan sigur, en fékk degi minna í hvíld, þurfti að fljúga aftur heim og spila á sínu besta liði. Múrað fyrir– skora mikið Bæði Barcelona og Real Madrid hafa verið þekkt fyrir öflugan sóknarleik und- anfarin ár og það hefur ekki breyst. Luis Enrique hefur aftur á móti látið sína menn í Barcelona prófa nýjan hlut; að fá ekki á sig mark. Þegar átta umferðum er lokið í deildinni er Barcelona búið að vinna sjö leiki, gera eitt jafntefli, skora 22 mörk og fá ekki á sig eitt einasta. Þar munar mikið um komu franska varnarmannsins Jérémy Mathieu frá Valencia; mið- vörður af gamla skólan- um sem gerir þetta ein- falt. Engar krúsídúllur; bara stendur sína vakt og sparkar boltanum burt ef það eru vandræði. Hann og Javier Mascherano mynda öflugt miðvarðapar. Real Madrid hefur aðeins fengið á sig rétt rúmt mark í leik að meðal- tali, en skorar eins og enginn sé morgun- dagurinn. Þrjátíu mörk komin í átta leikjum og er annað hægt með svona stormsveit fyrir framan miðlínuna? Ronaldo skorar í hverj- um leik og hinn gríðarlega van- metni Karim Benzema blómstrar með aðstoð Toni Kroos og James Rodríguez. Barca vinnur með Suárez „Ég myndi láta Luis Suárez byrja leikinn,“ segir Guðmundur Bene- diktsson, beðinn um að spá í spilin fyrir þennan stórleik. „Ég myndi vera með Messi í hol- unni, Suárez frammi með Neym- ar vinstra megin og Ivan Rakitic hægra megin. Busquets og Iniesta á miðjunni, Xavi er búinn,“ segir Guðmundur sem vill sjá Real-lið- ið óbreytt fyrir utan að Frakkinn ungi Rafael Varanë þarf að víkja fyrir Sergio Ramos í vörninni. Guðmundur telur Barcelona sig- urstranglegra þrátt fyrir að vera á útivelli. Það hefur reyndar unnið níu af síðustu sautján leikjum á Bernabéu og þekkir því vel að vinna í Madríd. Möguleikar Barce- lona liggja þó í því að spila Suárez sem mest. „Barcelona vinnur með Suárez í byrjunarliðinu. Ég held að press- an fremst á vellinum verði bara of góð með hann þarna því hann getur hlaupið endalaust. Þarna er Barcelona líka komið með mann sem getur leitt línuna. Hann býr til pláss fyrir Messi sem hefur verið í erfiðleikum með að finna það und- anfarið. Varnarmennirnir geta bara hópað sig í kringum hann,“ segir Guðmundur, en Real-liðið segir hann sterkara á miðjunni. „Eftir komu Toni Kroos er Real með sterkari miðju. Hann er alveg frábær, en hann og Modric spila mjög vel saman með Isco og James eiginlega á köntunum í 4-4-2 eins og á Anfield. Þar fékk Ronaldo bara að leika lausum hala. Það hentar honum líka ágætlega,“ segir Guðmundur Benediktsson. Verður Suárez bitlaus eft ir bannið? Fyrsti El Clásico-leikur vetrarins á milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd á laugardaginn klukkan 16.00. Stóra sagan er endurkoma úrúgvæska framherjans Luis Suárez sem losnar úr fj ögurra mánaða keppnisbanni skömmu fyrir leikinn. Luis Enrique, þjálfari Barcelona, snýr aftur á Santiago Bernabéu í fyrsta sinn sem þjálfari á laugardaginn þegar El Clásico fer fram. Enrique hóf leikmannsferil sinn með Sporting Gíjon, en gekk í raðir Real Madrid árið 1991. Hann spilaði 213 leiki fyrir Madrídarliðið á fimm árum. Enrique hóf ferilinn sem framherji, en var mikið notaður sem bakvörður hjá Real. Undir lokin var hann lítið notaður og vildi losna frá liðinu. Hann fór 1996 og gerði það sem ekki má eftir að spila með Real; semja við Barcelona. Enrique skapaði usla strax á fyrsta blaðamannafundi sem Börsungur þegar hann sagði: „Mér líkaði aldrei við að sjá sjálfan mig í búningi Real. Mér líður mun betur í litum Barcelona.“ Eftir það varð ekki aftur snúið. Enrique er hataður af stuðnings- mönnum Real Madrid, og ekki hjálpaði til að hann fagnaði mörkunum fimm sem hann skoraði á móti Real með Barcelona af þvílíkum krafti að annað eins hefur varla sést. „Ég á engar góðar minningar frá tíma mínum hjá Real Madrid,“ sagði Luis Enrique einu sinni. Honum verður ekki vel tekið á Bernabéu. Þjálfari Barcelona hataður í Madríd Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is + + NEYMARLIONEL MESSI LUIS SUAREZ MARKAVÉL Cristiano Ronaldo skorar að vild. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.