Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 10
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Sími 585 4000 www.uu.is
19. – 27. NÓVEMBER - 8 NÆTUR
Verð frá aðeins 124.900 KR.
á mann í tvíbýli með morgunverði
á Hotel Zentral Center
Stórar Stelpur
Munið bílastæði bak við hús
HJÁLPARSTARF Magna Björk Ólafs-
dóttir hefur starfað á vegum
Rauða krossins á Íslandi í alþjóð-
legu teymi sem vinnur gegn
útbreiðslu ebólufaraldursins í
Síerra Leóne. Hún er nú í stuttu
stoppi á Íslandi þar sem hún held-
ur námskeið fyrir viðbragðsteymi
Landspítalans vegna ebólu.
Í Síerra Leóne vann hún að
fræðslu til þess að reyna að koma
í veg fyrir frekari útbreiðslu far-
aldursins. Ebólu faraldurinn sem
geisar nú í Vestur-Afríku er talinn
sá stærsti hingað til og erfitt hefur
reynst að koma í veg fyrir smit.
Magna var í eldlínunni og segir
ástandið slæmt en er sannfærð
um að hægt yrði að stöðva farald-
urinn, væri rétt staðið að. Neyðin
sé mikil og sjálfboðaliðar rekist
á marga veggi í starfi sínu. Fólk
sé oft hrætt við sjálfboðaliðana
og afneitun vegna sjúkdómsins
mikil. „Þarna kemur þetta upp á
þessu strjálbýla svæði þar sem
fólk þekkir ekki sjúkdóminn og
er í vissri afneitun á honum. Við
brugðumst líka ansi seint við,
þetta komst á góðan skrið áður
en alþjóðleg aðstoð tók að berast.
Það er gerlegt að stoppa þetta.
Við þurfum bara gífurlega mikið
af hjálparstarfsmönnum og pen-
ingum. Það þarf meiri pening og
líka góða stjórnun yfir þetta allt
saman.“
Hún hefur horft upp á marga
lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómn-
um og segir það vissulega erfitt
þó hún sé búin að koma sér upp
þykkum skráp.
„Dauðinn er aldrei skemmtileg-
ur. Það er mjög erfitt að sjá full-
orðna og börn deyja í massavís.
En þetta er vinna og á ákveðn-
um tímapunkti verður þú að líta
á þetta sem vinnu til þess að ná
ákveðnum markmiðum. Ef þú
gerir það ekki þá ertu bara heima
grátandi uppi í herbergi og það er
ekkert gagn að þér,“ segir Magna.
Undanfarna mánuði, eða frá því
hún kom frá Síerra Leóne, hefur
hún starfað í Sviss þar sem hún
hefur umsjón með námskeiðum
fyrir sendiboða á leið til starfa.
„Ég var kölluð heim vegna þess
að hlutirnir voru mjög óráðnir
hérna á Íslandi og ekki aðstaða til
að taka við mér ef ég myndi smit-
ast. Þá fór ég til Sviss til að vera
þar í 21 dag sem er meðgöngutími
þess að sjúkdómurinn komi fram.
Í kjölfarið fór ég í þjálfun hjá
Læknum án landamæra í Belgíu
og svo þróaðist það út í að þörfin
fyrir þjálfun var mikil, ég var á
staðnum og fór að sinna henni.“
Magna hefur frá árinu 2010
verið víða um heim í hjálpar-
starfi. Meðal annars á Haítí, í
Kenía og Írak. Hún segist sjald-
an óttast aðstæður eða að eitt-
hvað komi fyrir sig enda gefist
ekki tími í það þar sem neyðin
sé svo mikil. „Ég hafði ekki tíma
til þess að vera hrædd. Það komu
alveg stundir, sérstaklega í lok
dags þegar maður var kominn
í ró, að það poppaði upp í höfð-
inu á mér hvort ég hefði nokkuð
gleymt að þvo mér úr klór eftir
daginn, hvort ég hefði gert ein-
hver mistök. Það er algengt að
fólk leggist upp í rúm á kvöld-
in og reki slóðina yfir daginn,“
segir hún.
Fjölskylda Mögnu er heima á
Íslandi og segir hún að þótt þau
óttist vissulega um hana þá virði
þau störf hennar. „Þau eru alltaf
hrædd um mig þegar ég fer en
þau eru ótrúlega stuðningsrík og
virða það að þetta sé það sem ég
vil. Ég held að það sé oft erfiðara
fyrir þau en mig. Þau sitja eftir
og hlusta á fréttir meðan ég sé
hvernig þetta er í raunveruleik-
anum. En ég reyni að vera dugleg
að láta þau vita af mér.“
Magna heldur aftur til Sviss
eftir helgi þar sem hún held-
ur áfram að kenna á námskeið-
um. Hún vonast þó til að geta
farið aftur út. „Þar er þörfin
mest,“ segir hún og er staðráðin
í að halda áfram í hjálparstarfi.
„Þetta er það sem drífur mig
áfram og það sem ég vil gera.“
viktoria@frettabladid.is
Starfaði með fólki
smituðu af ebólu
Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur unnið hjálparstarf á vegum
Rauða krossins í Síerra Leóne til þess að hindra útbreiðslu ebólufaraldurs. Núna
heldur hún námskeið og fræðir sjálfboðaliða, bæði í Sviss og á Íslandi.
DÓMSMÁL „Samningaviðræður við
verktakana og tryggingafélag-
ið báru ekki árangur. Þess vegna
höfum við stefnt þeim.“ Þetta segir
Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir, íbúi á
Lágholtsvegi 15 í Reykjavík. Íbúar
þar og á Grandavegi 38 hafa höfð-
að mál á hendur verktakafyrir-
tækjunum Hagtaki og Þingvangi
og Vátryggingafélagi Íslands, VÍS,
vegna tjóns sem þeir telja sig hafa
orðið fyrir vegna sprenginga á svo-
kölluðum Lýsisreit þar sem reisa á
fjölbýlishús.
„Við viljum að þeir viðurkenni
skaðabótaskyldu og beri kostnað
af mati á tjóninu,“ segir Svanlaug
Rós.
Hún býr aðeins sex metrum frá
klöppinni þar sem sprengt var um
margra vikna skeið fyrr á þessu
ári eða frá 6. janúar til 31. mars.
Í viðtali við Fréttablaðið um miðj-
an febrúar sagði Svanlaug allt
hafa nötrað og skolfið fimm til sex
sinnum á dag frá því að byrjað var
að sprengja í janúarbyrjun og að
skemmdir hefðu orðið á húsi hennar.
Í stefnunum segir að spreng-
ingarnar hafi verið í andstöðu við
ákvæði reglugerða um sprengi-
efni.
Í kjölfar frétta af mótmælum
íbúa vegna sprenginganna síðast-
liðinn vetur sagði þáverandi for-
maður umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkurborgar, Páll
Hjaltason, í viðtali við Fréttablað-
ið að Reykvíkinga skorti þekkingu
á því hvernig byggja ætti í þéttri
byggð. Hann sagði þörf á skýrari
verklagsreglum. - ibs
Samningaviðræður íbúa í nágrenni Lýsisreits við verktaka og Vátryggingafélag Íslands um bætur hafa verið árangurslausar:
Stefna verktökum vegna tjóns af sprengingunum
SKEMMDIR
Svanlaug Rós
Óskarsdóttir, íbúi
á Lágholtsvegi við
Lýsisreitinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í STUTTU STOPPI HEIMA Magna Björk hefur um árabil sinnt hjálparstarfi víða um
heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Dauðinn er aldrei
skemmtilegur. Það er mjög
erfitt að sjá fullorðna og
börn deyja í massavís.
Magna Björk Ólafsdóttir,
starfsmaður Rauða krossins.
TYRKLAND, AP Tíu íraskir Kúrdar, allt liðsmenn Peshmarga-sveitanna,
héldu yfir landamærin frá Tyrklandi til Sýrlands í gær til þess að berjast
þar gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Þetta er í fyrsta sinn sem tyrk-
nesk stjórnvöld leyfa Kúrdum að fara yfir til Sýrlands til að taka þátt í
átökum. Tyrkneskir Kúrdar hafa ekki fengið slíkt leyfi.
Hörð átök standa enn yfir í bænum Kobani, skammt frá landamærum
Tyrklands. - gb
Tyrknesk stjórnvöld opna á hernað gegn vígasveitum:
Kúrdum hleypt yfir landamærin
FLÓTTAMANNABÚÐIR Í TYRKLANDI Kúrdi heldur á syni sínum í Rojova-flótta-
mannabúðunum í Suruc, skammt frá landamærum Sýrlands. NORDICPHOTOS/AFP
BORINN HINSTA
SPÖLINN
Verkamenn sem
sérhæfa sig í
greftrun þolenda
ebóluveirunnar
bera lík að gröf í
Síerra Leóne.
NORDICPHOTOS/AFP