Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 18
31. október 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur
blaðagreinum fyrir skömmu rakið fram-
gang lánveitingar Seðlabankans til Kaup-
þings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði
Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur,
um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs
Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréf-
um bankans í dönskum banka að sögn for-
stjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir
hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo
mikill að ekki vannst tími til að ganga frá
formlegum lánssamningi. Lánið var veitt
í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trú-
lega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu
fjármálamarkaði heimsins – annars hefði
lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt.
Upplýst hefur verið að bankastjórn
Seðlabankans tók ákvörðun um lánveit-
inguna að höfðu samráði við þáverandi for-
sætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu
til landsmanna síðar sama dag bað guð að
blessa Ísland.
Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp
til svokallaðra neyðarlaga tekið til með-
ferðar á Alþingi og samþykkt með hraði.
Undirritaðir telja útilokað annað en að for-
sætisráðherrann hafi vitað um undirbún-
ing þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun
var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt
verður að telja að formaður bankastjórnar
Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta
á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru
bankainnstæður gerðar að forgangskröfum
við skipti, en fram að þeim tíma voru þær
almennar kröfur. Slík röskun á hagsmun-
um kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til
gjaldfellingar lánasamninga erlendra lána-
stofnana, en ljóst var að enginn íslensku
viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér.
Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna
til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt
6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvara-
sjóðs landsins, brann upp þá um nóttina.
Getur það verið að þeir menn sem tóku
ákvörðun um lánveitinguna 6. október
2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu
fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi
í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi
til neyðarlaganna? Getur verið að efni
neyðarlaganna hafi komið til tals í símtal-
inu fræga sem þessir menn áttu í aðdrag-
anda lánveitingarinnar og þeir vilja alls
ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta
upplýst ef menn ætla sér á annað borð
að brjóta til mergjar öll stóru málin sem
tengdust hruninu 2008.
Hver vissi hvað?
FJÁRMÁL
Ragnar Hall
Helgi Sigurðsson
hæstaréttarlög-
menn
➜ Getur verið að efni neyðarlag-
anna hafi komið til tals í símtalinu
fræga sem þessir menn áttu í að-
draganda lánveitingarinnar og þeir
vilja alls ekki birta?
Löggan slapp fyrir horn
Í nýrri skoðanakönnun MMR um
viðhorf fólks til einstakra stofnana í
samfélaginu kemur fram að lögreglan
nýtur meira trausts en aðrar stofnanir.
Hugsanlega hefur lögreglan sloppið
fyrir horn, þar sem ólukkan hefur elt
hana síðustu daga, dagana eftir að
könnunin var gerð. Þar má nefna hríð-
skotabyssumálið og svo njósnaskýrslu
Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi
yfirlögregluþjóns, hversu klaufalega
tókst til hjá lögreglunni. Eins
og allir vita mistókst að
afmá nöfn í skýrslunni og
í ofanálag missti lögreglan
hana á netið þar sem hver
sem vill getur nú lesið. Athygli
vekur að safnað var saman
persónuupplýsingum um
almenning.
Alþingi situr í súpunni
Alþingi gengur illa að auka traust
til sín hjá þjóðinni. Einar Kristinn
Guðfinnsson, forseti þingsins, og
aðrir sem þar starfa verða að sætta
sig við að innan við þrettán prósent
svarenda í könnun MMR, segjast
bera traust til Alþingis og tæplega 55
prósent segjast ekki bera traust til
þingsins. Annað er eftirtektarvert, en
það er að stjórnarandstaðan nýtur
mun meira trausts en ríkisstjórnin og
eins vantreysta mun fleiri ríkisstjórn-
inni en stjórnarandstöðunni. Á
ekki löngum tíma hefur orð-
ið algjör viðsnúningur hvað
þetta varðar. Þeir flokkar sem
nú skipa stjórnarandstöðuna
þóttu ekki par fínir
fyrir ekki löngu
síðan.
Alþingi og ebólan
Margir hafa velt fyrir sér niður-
stöðum könnunar MMR um traust
til stofnana samfélagsins. Þeirra á
meðal er Gunnar Smári Egilsson
sem fann nýja nálgun, ekki síst
vegna slæmrar stöðu Alþingis og
stjórnmálamanna. Hann skrifar
á Facebook: „Traust til stofnana
mjakast eilítið upp– nema til ríkis-
stjórnar og Alþingis. Traust á þessum
fyrirbrigðum fellur aftur eftir örlítinn
bata í fyrra. Það er spurning hvort
MMR eigi ekki að bæta við
fyrirbrigðum eins og Íslamska
ríkinu, ebólu eða einhverju
slíku svo við fáum raunhæfan
samanburð á trausti íslensku
þjóðarinnar til stjórnvalda og
stjórnmálamanna.“
sme@frettabladid.is
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Í
slenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við
nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður
starfsmanna.“ Svo segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar. Engu að síður er það ekkert launungarmál og líklegast
nokkuð óumdeilt að staðan í heilbrigðismálum á Íslandi hefur
farið hríðversnandi frá hruni. Landflótti lækna ógnar kerfinu og
Læknafélagið hefur um árabil varað við niðurskurði í greininni.
Fáir læknar ef einhverjir sækja um lausar stöður. Heimilislækna
vantar sárlega til starfa á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð-
inni eru fáir fastráðnir læknar. Á
Landspítalanum er mikil undir-
mönnun og þá sérstaklega í sér-
greinum, eins og krabbameins-
lækningum. Miðað við spár um
brottflutning sem og hækkun
meðalaldurs lækna er ljóst að
læknaskortur er orðinn við-
varandi vandi. Ofan á það bætist
að aðstaða á þjóðarspítalanum er algerlega óviðunandi. Fréttir af
plássleysi, biluðum tækjabúnaði, myglu eða leka á ýmsum við-
kvæmum deildum spítalans eru orðnar eins fastur liður og fréttir
af fyrstu snjókomunni eða lóunni.
Læknar halda því fram að kjör þeirra séu engan veginn sam-
bærileg við kjör sem þeim standa til boða erlendis og þeir hafi
dregist aftur úr í samanburði við aðrar háskólamenntaðar stéttir.
Af þeim sökum boðuðu þeir til verkfalls sem hefur nú staðið yfir í
tæpa viku. Verkfallið er skipulagt í tveggja daga hollum þar sem
ákveðnir hópar lækna skiptast á að fara í verkfall tvo daga í senn.
Fresta hefur þurft aðgerðum sem ekki teljast til bráðatilfella, þar
á meðal hjartaaðgerðum. Enn verri staða verður uppi í næstu viku
þegar svæfingar- og skurðlæknar leggja niður störf í beit, þá mun
meðal annars þurfa að fresta krabbameinsaðgerðum. Læknar
hafa hingað til passað vel upp á að aðgerðir þeirra stofni ekki
lífi sjúklinga í hættu. Barátta þeirra felur hins vegar í sér óhjá-
kvæmilegar tafir á meðferð fjölda fólks og því lengur sem þessar
aðgerðir vara þeim mun meiri hætta er á að þær hafi alvarlegar
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaka sjúklinga.
Það er því áhyggjuefni að staðan í viðræðum deiluaðila virðist í
fullkomnum hnút. Læknar krefjast, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins, allt að 36 prósenta hækkunar, á meðan ríkið er tilbúið að
hækka laun þeirra um 2,5 til 3 prósent. Himinn og haf er þarna á
milli og því líklegast langt í að niðurstaða fáist. Það þarf varla að
taka það fram að samkeppnishæf laun eru lykilatriði til að stöðva
landflóttann og manna þær stöður sem vantar upp á í heilbrigðis-
kerfinu. Þá verður að tryggja að annar aðbúnaður sé í það minnsta
boðlegur. Miðað við fyrirheit stjórnvalda sem boðuð voru við
myndun ríkisstjórnarinnar vorið 2013 hljóta læknar að eiga von á
því að komið verði til móts við þá í þessum kjaraviðræðum.
Í ræðu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra sagði Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra: „Við getum ekki boðið sjúkling-
um né starfsfólki í heilbrigðiskerfinu upp á viðvarandi niðurskurð
og óöryggi. Ekkert okkar vill horfa upp á hnignun á þessu sviði.
Öll eigum við heilbrigðiskerfinu skuld að gjalda.“ Ef staðan í
þjóðarbúinu er sú að ekki er hægt að hækka laun lækna um tugi
prósenta verða stjórnvöld allavega að sýna fram á vilja til að bæta
aðstæður og kjör þeirra til framtíðar. Boð um 2,5 til 3 prósenta
hækkun lýsir ekki slíkum vilja. Hnignun heilbrigðiskerfisins er
staðreynd. Það er komið að skuldadögum.
Það verður að bæta aðstæður og kjör lækna:
Skuldadagar