Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 22

Fréttablaðið - 31.10.2014, Side 22
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Svarið er nei. Danir eru ekki að framleiða íslenskt sjúkrahúsdrama. Það eru yfirhöfuð ekki stórkostlegar líkur á því að útlendingar hafi áhuga á að gera íslensku samfélagi eða menn- ingararfi skil í formi kvikmynda nema í litlum mæli. Ef á að segja þess- ar sögur þá verðum við að gera það sjálf. Og við eigum að gera það – við eigum nægt sagnaefni og mannskap til að framleiða gott sjónvarpsefni, eftirspurnin er til staðar því það er staðreynd að það sem áhorfendur vilja helst sjá er innlend framleiðsla – það eina sem vantar er vett- vangurinn og stuðningurinn. Að blóðmjólka niðurskorna kú Ef RÚV væri mjólkurkýr væri löngu búið að ávíta húsbænd- urna fyrir illa meðferð og lík- lega stefndi allt í að þeir yrðu dæmdir óhæfir til að annast skepnuna. Erfið fjárhagsstaða ríkisfjölmiðilsins hefur staðið þróun íslensks sjónvarpsefn- is fyrir þrifum um langa hríð. Það sem helst er að sliga RÚV eru íþyngjandi lífeyrisskuld- bindingar, há fasteignagjöld og sú skammarlega staðreynd að útvarpsgjaldið skilar sér ekki til fulls. Forsvarsmenn RÚV hafa sagt að bara sú ráðstöfun, að Ríkisútvarpið fengi útvarps- gjaldið óskert, nægði til þess að komast á réttan kjöl. Ef stjórn- völd bregðast ekki við með því eina rétta í stöðunni, að hætta að klípa af þessum skatti, þá er ljóst að viljinn til að mæta vand- anum er hreinlega ekki til stað- ar. RÚV hefur nú boðað metnað- arfull markmið um að stórauka hlut íslensks efnis í dagskránni, enda á sérstaða ríkisfjölmið- ils að liggja í vandaðri og fjöl- breyttri sjónvarpsdagskrá þar sem nýtt leikið sjónvarpsefni er skrautfjöðrin. Það er kom- inn tími á bætta búskaparhætti og að stjórnvöld átti sig á þeim miklu verðmætum og möguleik- um sem felast í sterku Ríkisút- varpi. Skandinavíska æðið Skandinavískt sjónvarpsefni vinnur nú hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Sérstaklega hafa danskar þáttaraðir náð áður óþekktum vinsældum og útbreiðslu og merki eru um að Norðmennirnir séu að skríða yfir alþjóðaþröskuldinn líka. Athygli umheimsins er núna á þessum heimshluta – okkar heimshluta. Einhver gæti komið með þau mótrök að við getum ekki borið okkur saman við stóru frændþjóðirnar, aðstöðu- munurinn sé of mikill. En það er rangt. Það er talsverð eftir- spurn eftir íslensku sjónvarps- efni í útlöndum. Fjölmörg verk- efni í þróun hafa þegar verið seld til norrænna sjónvarps- stöðva og erlend framleiðslu- fyrirtæki sýna íslenskri kvik- myndagerð mikinn áhuga. Þessi verkefni gætu þannig átt greiðan aðgang að stærri mörk- uðum hjá nágrannaþjóðunum en til þess þarf að sjálfsögðu að vera hægt að framleiða efnið. Allt strandar á hversu bakland- ið hér heima er veikt, á meðan bæði RÚV og Kvikmyndasjóð- ur eru höfð í svelti. Við gætum svo hæglega nýtt okkur þann mikla meðbyr sem Skandinavía hefur um þessar mundir en ef RÚV verður skorið meira niður getum við gleymt því. Þá getum við bara haldið áfram að horfa á dönsku þættina sem við erum öll svo hrifin af. Hvað þarf til? Af hverju skyldu Danir hafa náð svona langt? Það skyldi þó aldrei vera að í Danmörku ríki talsvert meiri skilningur á mikilvægi danskrar kvik- myndagerðar og sterkum ríkis- fjölmiðli sem leggur rækt við menningarlega sérstöðu? Dan- irnir eru búnir að finna sína olíu, sjónvarpsþáttagerð, sem í augnablikinu skapar gríðar- leg verðmæti, bæði menningar- leg og efnahagsleg. Við sitjum hér á vannýttri endurnýjanlegri orkulind og RÚV er virkjun sem er að drabbast niður. Það er mín einlæg ósk að stjórnvöld átti sig á því hversu mikils við förum á mis ef þróuninni með RÚV verður ekki snúið við hið snar- asta. Gerið nú það eina rétta – í upphafi árs var boðuð stórsókn í íslenskri kvikmyndagerð, sýnið það í verki áður en Áramóta- skaupið brestur á! Dönsk sjónvarpssería um Bráðamóttökuna? Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknar þátta- raðir danska ríkissjón- varpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikil- vægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutnings- vara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarps- efnis er ekki tilviljun. Metnað- arfull þróun og þroski þess var menningarpólitísk og fjárhagsleg ákvörðun tekin fyrir rúmum ára- tug út frá einföldum spurningum; Hver erum við sem einstaklingar og sem samfélag? Hvernig viljum við sjá okkur í okkar sjónvarpi? Íslensk þjóð gladdist í vor þegar nýr útvarpsstjóri var ráðinn, maður sem hafði unnið kraftaverk í leikhúsum lands- ins. Tilfinningin var að nú ætl- uðu stjórnvöld að styrkja og efla menningarhlutverk RÚV, það yrði blásið í lúðra og fánar reist- ir. En í dag mæla misvitrir enn og aftur fyrir frekari niðurskurði og harmonera þannig við stefnu sem framfylgt er í löndum sem okkur langar ekki að bera okkur saman við. RÚV er meginvettvangur íslenskrar menningar, útvarp og sjónvarp í almannaþágu. Þar opnast okkur fjölbreytt heimsýn, ólíkar radd- ir, straumar og stefnur öllum aðgengilegar, sama á hvaða aldri, hvar sem er á landinu. RÚV er einnig stærsti spegill þjóðarinnar, þar hljómar og birtist fjöl- breytileiki hennar og andi. Sé andinn sem þar birtist fátæklegur verð- um við enn fátækari í anda. Við erum rétt rúmlega 320.000 sem tölum þetta einstaka tungu- mál og hvað gerir hóp að þjóð annað en tungan og menningin? Styrkja þarf sérstöðu RÚV með áherslu á metnaðarfulla dagskrárgerð, sérstaklega er það mikilvægt þegar kemur að leiknu efni. Þar eru fræ mörg í jörð en spíra ekki nema hlúð sé að og vökvað. Skammsýni Mikill niðurskurður hefur orðið á RÚV á síðustu árum með aðhaldsaðgerðum og uppsögnum í kjölfarið. Aðhald er gott þegar skórinn kreppir en líta ber upp og hugleiða þegar skerðing verður að skaða. Staðreyndin er sú að hið lög- bundna útvarpsgjald, sem við öll greiðum og er sambærilegt við löndin í kringum okkur, renn- ur stórskert til sjónvarps allra landsmanna. Það var kannski skiljanlegt korteri eftir hrun en ekki í dag. Ofan á niðurskurð og skert framlög hefur RÚV lengi verið að sligast undan eldgömlum líf- eyrisskuldbindingum sem ríkið hefur fyrir löngu aflétt af öðrum menningarstofnunum. Framkvæmdastjóri Sambands útvarps og sjónvarpsstöðva í Evrópu benti nýlega á að flestar siðmenntaðar menningarþjóðir í kringum okkur tryggja sínum almannafjölmiðlum stöðugleika með traustu fjármagni bundnu til lágmark fjögurra ára í senn. RÚV getur hinsvegar ekki sett sér langtímamarkmið vegna þeirrar óvissu sem skapast ár hvert þegar framlög eru háð geð- þóttaákvörðunum fjárlagaárs. Allt tal um frekari niðurskurð í einstrengingslegri hugsun um hallalaus fjárlög ber merki um skammsýni. Ég skora á stjórn- völd að búa þannig um hnútana að RÚV verði eflt þjóðinni til hagsbóta og í framhaldi spyrj- um við svo; Hver erum við sem einstaklingar og sem samfélag? Hvernig viljum við sjá okkur í okkar sjónvarpi? Sjónvarp í almannaþágu Í desember árið 2012 gekkst ég undir hjarta- skurðaðgerð á Landspítal- anum. Læknar og hjúkr- unarfólk, sem stenst samanburð við það besta sem gerist í öðrum lönd- um, stundaði mig og kom mér til góðrar heilsu á ný. Ég hafði fyrir þessi veik- indi ekki áttað mig á því hve hart hefur verið geng- ið fram í niðurskurði heil- brigðisþjónustunnar á und- angengnum árum. Eftir að hafa verið mjög heilsuhraustur alla tíð og í góðu líkamlegu formi, átti ég þrautagöngu milli margra lækna í heil tvö ár, áður en lagt var í dýrar rannsóknir sem loks leiddu sjúkdóminn í ljós. Langur biðlisti var í hjartaþræð- ingu. Ástæðan var gamall og bil- aður tækjabúnaður og skortur á sérfræðingum til að framkvæma þessa aðgerð. Loks komst ég í hjartaþræðinguna, en þá vildi ekki betur til en svo að í miðri aðgerð- inni bilaði hjartaþræðingatækið. Þarna lá ég með þráðinn, sem lá eftir æðakerfinu frá úlnlið og inn að hjarta og beið meðan tækni- menn dreif að til að gera við tækið. Umhyggjusam- ur læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni fullvissaði mig um að engin hætta væri á ferðum, en ég get ekki sagt að ég hafi verið rólegur meðan verið var að gera við þræðingatækið. Niður- staðan eftir hjartaþræð- inguna var að ég þurfti að fara í skurðaðgerð. Margra vikna bið var eftir aðgerð. Ég þurfti að treysta á lyf og bráðamót- töku hjartadeildar ef veikindin ágerðust. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir öllum þeim fjölda sérfræðinga sem kemur að jafn stórri aðgerð og ég þurfti að gangast undir. En ég fékk mikið traust á öllu þessu fólki. Þegar ég vaknaði eftir skurð- aðgerðina og opnaði augun, eftir margra klukkutíma svæfingu, sá ég að kerfisloftið fyrir ofan rúmið í herberginu hafði verið rifið niður og við blöstu berar víraflækjur og pípulagnir. Dagana á eftir, þegar ég fór að jafna mig eftir aðgerðina, tók ég eftir álaginu sem var á starfs- fólkinu. Læknar og hjúkrunarfólk var á sífelldum þönum, hljóp bein- línis eftir göngunum. Yfirlæknir skurðdeildarinnar birtist á öllum tímum til að líta eftir sjúklingum sínum. Það leyndi sér ekki að álagið var mikið. En umhyggjan var líka mikil. Örfáir dagar voru til jóla og auðvitað vann þarna fjölskyldufólk. Ég var mjög bjartsýnn eftir síð- ustu alþingiskosningar. Það urðu kynslóðaskipti í pólitíkinni og ég bjóst satt að segja við nýrri for- gangsröðun. En sú kynslóð stjórn- málamanna sem tekin er við virðist helst þjóna þröngum hags- munum. Hefur lítinn áhuga á sjúk- lingum og þeim sem minna mega sín. Kannski hefði fólk í ríkis- stjórninni gott af því að dvelja um tíma meðal sjúklinga á Landspít- alanum og kynnast á eigin skinni fjársveltinu, sem er að skerða hættulega mikið gæði heilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Hjartasjúklingur segir frá Jörðin okkar er að drukkna í rusli. Sóun á hráefnum er ennþá miklu meiri en þarf að vera. Þegar vistsporin okkar Íslendinga eru skoð- uð kemur í ljós að margar jarðir þyrfti til ef allir í heiminum myndu tileinka sér okkar lífsstíl. Smám saman verður vit- undarvakning um þetta og menn byrja að flokka ruslið sem er hægt að endurvinna. Þetta er auðvitað mjög jákvætt en meira þarf til: Refuse – reduce – recycle. Það er: Neita sér um – minnka neysluna – endurvinna. Efst stendur að geta neitað sér um hluti sem maður þarf ekki að eiga, það fer best með hráefnin og jörðina okkar. Þarf ég að kaupa nýja hluti þegar gamla dótið dugar? Þarf ég að kaupa einnota þegar ég get keypt margnota? Get ég valið eitthvað í einföldum og vistvænum umbúðum í staðinn fyrir eitthvað marginnpakkað? Næst á skalanum er að minnka neysluna. Þarf ég að eiga svona marga hluti? Gerir þetta mig ánægðari með lífið og tilveruna? Get ég nýtt betur það sem ég fæ? Get ég til dæmis skipu- lagt mig betur þannig að ég þarf ekki að henda mat? Að endurvinna er neðst á skalanum og gott að við gerum það sem mest. Við getum gefið hlutun- um nýtt líf. Endurvinnanleg efni eru verðmæti sem eiga ekki að fara í urðun eða brennslu. Sem kennari í grunnskóla blöskr- ar mér hversu hugsunarlaust marg- ir foreldrar velja nesti handa börn- unum sínum. Við erum að vísu að flokka rusl en mun betra væri að það kæmi ekki svona mikið rusl inn. Óteljandi plastdollur og litl- ar drykkjarfernur safnast í hverri viku, flest allt sett samviskusam- lega í plastpoka þar að auki. Það væri svo einfalt mál að láta börn- in koma í staðinn með margnota brúsa undir drykki og góðar sam- lokur og ávexti í nestisboxi. Það þarf bara aðeins að koma sér upp úr þægindagírnum, en það venst. Svona heimatilbúið nesti kostar töluvert minna. Auk þess er margt sem fólk kaupir í fernum og doll- um ekki sérlega hollt, sykurbland- að sull. Í sumum skólum er farið að banna einfaldlega slíkt nesti. Heim- urinn er að drukkna í plasti og rusli en við gætum hjálpað til að stíga skref í rétta átt. Margt smátt gerir eitt stórt. Komandi kynslóðir munu þakka okkur. Umbúðaþjóðfélagið UMHVERFI Úrsúla Jünemann kennari og leiðsögumaður HEILBRIGÐIS- MÁL Sigurður Björnsson viðskipta- og stjórn- sýslufræðingur RÚV Ragnar Bragason leikskáld og kvikmyndahöf- undur ➜ Við sitjum hér á vannýttri endurnýjan- legri orkulind og RÚV er virkjun sem er að drabbast niður. Það er mín einlæg ósk að stjórnvöld átti sig á því hversu mikils við förum á mis ef þróuninni með RÚV verður ekki snúið við hið snarasta. RÚV Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og hand- ritshöfunda ➜ Margt smátt gerir eitt stórt. Komandi kynslóðir munu þakka okkur. ➜ Þarna lá ég með þráðinn, sem lá eftir æðakerfi nu frá úlnlið og inn að hjarta og beið meðan tæknimenn dreif að til að gera við tækið. ➜ RÚV er meginvett- vangur íslenskrar menn- ingar, útvarp og sjónvarp í almannaþágu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.