Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 34

Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 34
FÓLK|JÓLAHLAÐBORÐ JÓLAMATSEÐILL Leifur Kolbeinsson, matreiðslumeistari og einn eigenda Kolabrautarinnar, segir að starfsfólkið sé að komast í jólaskap og hlakki mikið til að taka á móti gestum í hátíðarmatinn. „Við vorum með svipaðan jólamatseðil í fyrra sem gestir voru ákaflega ánægðir með. Þess vegna ákváðum við að vera á sömu nótum núna,“ segir Leifur. „Gestir byrja á því að velja sér einn aðalrétt af fjór- um, nautafilet, lynghænu, fisk eða grænmetisrétt. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þegar búið er að velja aðalréttinn byrjar veislan,“ segir Leifur. „Fimm tegundir af forréttum eru bornir á borð, einn af öðrum. Byrjað er á léttari forréttum, til dæmis græn- metisrétti með svartri radísu og endað á hreindýra- tartar og villigæsasúpu,“ útskýrir Leifur og bætir við að þetta sé ekki hefðbundið jólahlaðborð. „Við viljum að gestirnir sitji lengi og njóti réttanna. Þetta er mikill matur og þess vegna erum við ekkert að flýta okkur. Eftir aðalrétt kemur síðan eftirréttabomba, það er úrval af jólaeftirréttum. Ég get lofað því að það gengur enginn svangur frá borði.“ Kolabrautin hefur verið starfandi í tæp fjögur ár og hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af bestu veit- ingastöðunum í borginni. Þar fyrir utan geta gestir notið fallegs útsýnis yfir Reykjavík og höfnina á meðan veitingarnar renna ljúflega niður. „Við erum hófsöm í skreytingum hér innandyra en gestir geta virt fyrir sér jólaskreytingar í borginni út um gluggana hjá okkur.“ Tíu rétta jólamatseðill kostar 9.500 krónur á mann. Ef fólk vill sérvalið vín með réttunum kosta herlegheitin 18.800 krónur, en innifalið eru fjögur mismunandi létt- vín og hvítt jólaglögg með eftirréttunum. Hinn frábæri vínsérfræðingur Kolabrautarinnar, Alba E.H. Hough, aðstoðar fólk við val á víni ef þess er óskað. Best er að panta borð sem fyrst en jólamatseðill- inn verður í boði alla daga frá 20. nóvember. Kolabrautin er á efstu hæðinni í Hörpu, sími 519 9700. Hægt er að skoða matseðla á www.kolabrautin.is. JÓLAMATUR FYRIR ALLA SÆLKERA Á KOLABRAUTINNI KOLABRAUTIN KYNNIR Kolabrautin í Hörpu býður upp á glæsilegan jólamatseðil frá 20. nóvember. Tíu rétta hátíðarseðil þar sem gestir geta valið sér aðalrétt. Jólamatur sem ætti að kitla bragðlauka allra sælkera. JÓLAGLEÐI Starfsfólk Kolabrautarinnar hlakkar mikið til að taka á móti gestum í tíu rétta jólamatseðil. MYND/PJETUR FORRÉTTIR ● Villigæsasúpa með lakkrísrjóma ● Hreindýratartar á stökku brauði með kóngasveppa-aioli og lauk ● Svart radísusalat með granatepli, sauðaosti og sítrus-vinaigrette ● Kjúklingalifrarfrauð með krækiberjahlaupi ● Hægeldaður lax með fennelsultu og mascarpone-sósu AÐALRÉTTIR ● Girini með rauðvíni, gráðaosti, furuhnetum og rauðsalati ● Sjávarrétta-burrida úr fersku sjávarfangi með rouilli og grilluðu súrdeigsbrauði ● Grilluð lynghæna með grænkáli, seljurótarmauki og granatepli ● Nautafilet með kremuðu svepparagú, graskeri og perlulauk EFTIRRÉTTIR ● Tiramisu-ís, omnom súkkulaði- og möndlufrauð, sítrónubaka og jólaávaxtasalat KOLABRAUTARINNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.