Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 46
LG G3 var svo byltingarkenndur að hann seld-ist í fimm sinnum meira upplagi þegar hann kom út í sumar í Suður-Kóreu en Samsung Galaxy S5 þegar hann kom út, en fyrir þá sem ekki vita er Suður-Kórea heimaland Samsung og LG,“ segir Guðni Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Actus. „LG kom á óvart með útgáfu LG G2 í fyrra. Endaði með því að hann var valinn snjallsími ársins 2013 og nýtur hann mikilla vinsælda enn í dag. LG G2 er enn þá mjög öflugur snjallsími og ekki skemmir fyrir að við náðum frábærum samningum við LG um sérstakt verð á honum sem er nú í gangi hjá flestum endur- söluaðilum fram til jóla. LG G3 mögulega snjallsími ársins 2014 Sigurför LG heldur áfram því marg- ir hafa nefnt LG G3 sem snjall- síma ársins 2014. „LG G3 var sett- ur á markað í sumar og var fyrstur til að fá „Quad HD“-skjáupplausn en Samsung Galaxy S5 er með helm- ingi minni upplausn og Apple er að koma með fjórum sinnum minni upplausn í iPhone 6 miðað við LG G3.“ Hjá LG er lögð mikil áhersla á raf- hlöðuendingu og eru allir snjall- símarnir frá LG með yfirburða raf- hlöðuendingu sem dugar allan dag- inn og fyrir marga nokkra daga á einni hleðslu. „LG G3 er með hröð- ustu myndavélina sem skilar frábærum gæðum og er mjög einföld í notkun. Til að ná þessum hraða þurfti nýja tækni sem heitir „Laser Auto Focus“. Þessi tækni hefur ekki verið notuð áður í símtæki en henni svipar til laser-byssunnar sem lögregl- an notar til að hraðamæla, sem sumir ættu að kannast við,“ útskýrir Guðni. Ótrúlega einfaldir Að sögn Guðna endurhannaði LG allt stýrikerfið í G3 og einfaldaði allt fyrir notandann. „Það má eig- inlega segja að það sé ekkert sem ekki er hægt að aðlaga að þörfum hvers og eins í tækinu. Sem dæmi er búið að sameina mörg lík öpp og einnig getur notandinn valið að eyða út óþarfa öppum sem komu með tækinu upp úr kassa. Þessi valmöguleiki hefur ekki verið í boði áður og í mörgum tilfellum hefur notandinn þurft að sitja uppi með mörg óþarfa öpp sem f lækjast fyrir og taka einnig upp geymslu- pláss og vinnsluminni.“ Slagorð LG G3 er „Simple is the new smart“ og LG leggur upp með einfaldleikann að vopni enda G2 og G3 með marga eiginleika sem einfalda hlutina til muna. Sem dæmi má nefna að þegar síminn hringir er nóg að taka hann upp og leggja hann að eyranu og hann svarar sjálfur. LG að taka fram úr hinum? „LG fékk titilinn „Most innovative handset maker of the year 2014“ á virtustu ráðstefnu símaframleið- enda MWC í Barcelona þar sem allir símarisarnir mæta og kynna sínar vörur. Þennan titil færðu ekki nema að þú sért að gera eitthvað framúrskarandi enda telja margir að LG sé búinn að taka fram úr hinum risunum,“ segir Guðni. LG G3 – Væntanlega besti snjallsími í heimi LG G3 hefur farið sigurför um allan heim og hefur hann selst í metfjölda eintaka og fengið eina bestu gagnrýni sem sími hefur fengið, jafnt erlendis og hér heima. LG fékk titilinn „Most innovative handset maker of the year 2014“. KOSTIR NÝJA LG G3 „Quad HD“-skjáupplausn Hröð myndavél Frábær rafhlöðuending Einfalt stýrikerfi Glæsileg hönnun Nýtt LG G úr í nóvember Fyrir stuttu kom út LG G Watch, sem er fyrsta snjallúrið sem skartar Android Wear-stýrikerf- inu. Þetta þýðir að hægt er að nota úrið með öllum Android-símum með Android-útgáfu 4.3 eða hærra, Samsung Gear gengur til dæmis einungis við ákveðna Samsung-síma. Fyrir utan að sýna tímann er úrið í grunninn framlenging af símanum, þar sem allar til- kynningar sem berast í símann birtast á úrinu. Hægt er að stjórna vissum smáforritum, til dæmis tónlistarspilaranum, með úrinu, svara símtölum og tölvupósti, skoða SMS og margt f leira. Í úrinu er einnig skrefateljari, tenging við öll helstu Google-smáforritin, raddleit í gegnum Google, skeiðklukka og margt fleira. Ný útgáfa af LG G Watch, G Watch R, er væntanleg í verslanir á Íslandi um miðjan nóvem- ber. Það úr verður svipað fyrirrennara sínum að mörgu leyti, en verður sérstakt að því leyt- inu til að það verður hringlaga. Þetta er í fyrsta sinn sem skjár á snjallúri er alveg hringlaga. Kappkostað var að gera LG G Watch R líkara venjulegu úri en snjallgræju. Guðni Kristjánsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.