Fréttablaðið - 31.10.2014, Page 87
FÖSTUDAGUR 31. október 2014 | LÍFIÐ | 51
Íslandsmeistaramótið í póker 2014
fer fram í Hótel Borgarnesi um
helgina.
Í tilkynningu segir að mótið hafi
aldrei verið glæsilegra heldur en í
ár enda sé póker í mikilli uppsveiflu
hérlendis. Sérstaklega eftir að IFP
(International Federation of Poker)
sendi Pókersambandi Íslands bréf
þess efnis að Match Poker væri hug-
aríþrótt og þar með lögleg íþrótt.
Því bréfi hefur verið komið til við-
eigandi aðila hérlendis þar sem
krafist er viðurkenningar á Match
Poker sem löglegri íþrótt hérlend-
is. Íslandsmeistarinn í póker hlýtur
um þrjár milljónir króna í verð-
laun, silfurarmband og sérmerktan
glerbikar ásamt þeim titli að verða
fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn í
póker.
Sökum staðfestingarinnar frá IFP
og Sport’s Accord mun Pókersam-
band Íslands senda landslið til að
keppa í fyrsta sinn á heimsmeistara-
móti í Match Poker á komandi ári og
fer Íslandsmeistarinn 2014 að sjálf-
sögðu þangað í boði sambandsins.
Pókermeistari fær þrjár milljónir í verðlaun
Íslandsmeistaramótið í póker verður haldið í Borgarnesi um helgina. Sigurvegarinn kemst í landsliðið.
VERÐUR Á
STAÐNUM
Davíð Þór
Rúnarsson,
formaður Pók-
ersambands
Íslands, verður
í Borgarnesi
um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ Þrjár staðreyndir
um Íslandsmótið
í póker
55
Grínarinn Jim Carrey var gestur
Davids Letterman í spjallþætt-
inum The Late Show á miðviku-
dagskvöldið. Ákvað spéfuglinn að
ganga úr skugga um að Letter-
man væri örugglega ekki sýktur
af ebóluveirunni.
Carrey var með hitamæli á
sér og athugaði hvort spjall-
þáttakóngurinn væri með hita á
meðan hann spurði hann nokk-
urra spurninga. Spurði Carrey
hvort Letterman hefði ferðast til
útlanda nýlega og svaraði spjall-
þáttakóngurinn neitandi. Þegar
Carrey hins vegar spurði hvort
hann hefði kysst apa eða sleikt
flugvélasæti þurfti Letterman
að hugsa sig um. Eftir smástund
sagði Letterman að það gæti hafa
gerst einhvern tímann og upp-
skar hann mikil fagnaðarlæti frá
áhorfendum. - lkg
Lét Letterman
taka ebólupróf
UPPÁTÆKJASAMUR Jim Carrey er
engum líkur. NORDICPHOTOS/GETTY
Vaxmyndasafnið Madame Tuss-
auds opnar útibú í Orlando í
Bandaríkjunum snemma á næsta
ári. Nú er búið að tilkynna hvaða
stjarna verður fyrst til að fá vax-
mynd af sér á safninu en það er
engin önnur en leik- og söngkonan
Selena Gomez.
Selena er hvað þekktust fyrir
að leika í þáttum á sjónvarpsstöð
Disney, en hún hefur einnig verið
mikið á milli tannanna á fólki síð-
ustu ár fyrir að vera í „haltu mér
slepptu mér“ sambandi við popp-
prinsinn Justin Bieber, en vax-
mynd af honum mun án efa einnig
prýða nýja safnið í Orlando. - lkg
Vaxmynd
af Gomez
STEYPT Í VAX Aðdáendur Selenu í
Orlando eru eflaust ánægðir með frétt-
irnar. NORDICPHOTOS/GETTY
þúsund krónur
kostar inn.
125 kepp endur eru nú
þegar skráðir til leiks sem
eru töluvert fl eiri en
undanfarin ár.
Mótið verður tekið
upp og búinn til
sjónvarps þáttur upp úr
efninu.