Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 31.10.2014, Qupperneq 88
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 52 SÍÐUSTU TVÖ TÍMABIL MEÐ FH (2013-14) 39 leikir 2164 mínútur 7 mörk + 6 stoðsendingar ÞÁTTUR Í 13 MÖRKUM SÍÐUSTU TVÖ TÍMABIL MEÐ FYLKI (2011-12) 37 leikir 3121 mínútur 17 mörk + 10 stoðsendingar ÞÁTTUR Í 27 MÖRKUM visir.is Meira um leiki gærkvöldsins FÓTBOLTI Ingimundur Níels Óskarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skrifuðu í gær undir samning við Pepsi-deildarlið Fylkis. Jóhannes Karl skrifaði undir eins árs samning og er að koma í Árbæinn eftir að hafa fallið úr deildinni tvö ár í röð, fyrst með ÍA 2013 og svo með Fram 2014. Ingimundur Níels Óskarsson er aftur á móti kominn aftur í Fylki eftir tveggja ára veru í FH en Ingimundur gerði þriggja ára samning. Ingimundur Níels byrjaði 14 af 20 leikjum sínum með FH í sumar, skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar. „Mig hefur lengi dreymt um að vinna Íslandsmeistaratitilinn en það tókst ekki í ár sem var grátlegt,“ sagði Ingimundur í samtali við Arnar Björnsson á íþróttadeild 365 í gær. Þegar Ingimundur kom í FH var liðið nýbúið að vinna titilinn en liðið fékk silfur bæði ár hans í Hafnarfirðinum. „Ég hefði viljað vera þar áfram en þeir voru að hugsa aðra hluti þannig að maður verður bara að taka því. Maður kemur því bara aftur hingað og reynir að gera eitthvað,“ sagði hann. Ingimundur er nú aftur kominn í Árbæinn þar sem hann fór á kostum fyrir þremur árum þegar hann var með 10 mörk og 6 stoðsending- ar í 21 leik. Það er athyglisvert að bera saman síðustu tvö árin hans hjá FH annars vegar (2013 og 2014) og Fylki hins vegar (2011 og 2012). Ingimund- ur spilaði tveimur leikjum færra með Fylki en skilaði samt yfir tvöfalt meira í sköpuðum mörkum. Ingimundur kom að 13 mörkum þessi tvö tímabil hjá FH (7 mörk og 6 stoðsendingar) en var maðurinn á bak við 27 mörk Fylkisliðs- ins sumrin 2011 og 2012 (17 mörk og 10 stoð- sendingar). Fleiri félög en Fylkir höfðu áhuga á Ingi- mundi en hann valdi á endanum að klæðast aftur appelsínugulu næsta sumar. Tölfræð- in sýnir að þar er strákurinn á heimavelli og Árbæingar trúa því og treysta að hann taki aftur upp fyrri siði næsta sumar. Mörkin hans ættu að hjálpa liðinu að forð- ast fallbaráttuna og það hljómar örugglega einkar vel í eyrum Jóhannesar Karls. „Síðustu tvö tímabil hafa verið svolítil vonbrigði og það hefur ekki verið neitt sérstaklega gaman að taka þátt í að falla tvisvar. Það er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á að gera aftur. Ég er alls ekkert að gefast upp. Það er hugur í mér og ég ætla að taka næsta tímabil með Fylki með trompi,“ sagði Jóhannes Karl við Arnar. - óój Skilaði tvöfalt meira hjá Fylki en hjá FH Ingimundur Níels Óskarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson sömdu báðir við Fylkismenn í gær. KOMNIR Í APPELSÍNUGULT Ingimundur Níels og Jóhannes Karl í Árbænum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR INGIMUNDUR AFTUR Í LIT NÆSTA SUMAR HANDBOLTI „Það er vissulega þægi- legt að byrja á svona leik. Ná úr sér mesta skrekknum,“ segir Dagur Sigurðsson sem stýrði sínum fyrsta alvöruleik hjá þýska landsliðinu í gær. Þjóðverjar unnu þá öruggan 30-18 sigur á Finnum fyrir framan fullt hús af fólki í Gummersbach. „Þetta var svona leikur eins og ég bjóst við. Strákarnir voru til- búnir og við gengum frá þessu frekar snemma. Ég get ekki kvart- að yfir þessari byrjun.“ Dagur fékk tvo æfingaleiki með liðið áður en alvaran byrjaði þann- ig að hann var aðeins búinn að venjast því að vera orðinn þjálfari þýska landsliðsins. „Það var svolítið skrítið í fyrsta leiknum. Að sjá fálkann á brjóst- inu og svona. Það var allt farið núna. Ég var ekkert meira stress- aður núna en fyrir einhverja aðra leiki þó svo vissulega væri tilefn- ið sérstakt. Maður er alltaf með smá fiðring fyrir alla leiki,“ segir Dagur en er hann búinn að læra þýska þjóðsönginn? „Nei, reyndar ekki. Ég hef nú aðeins gluggað í textann en er ekki alveg kominn á þann stað að vera byrjaður að humma með. Ég fer kannski að gera það ef ég end- ist meira en 20-30 leiki í starfinu,“ segir þjálfarinn léttur. Horfa á HM 2019 Hans hlutverk er að byggja upp nýtt landslið hjá Þjóðverjum en liðið hefur valdið stöðugum von- brigðum undanfarin ár. Nú á að horfa til lengri tíma í stað þess að tjalda til einnar nætur. „Við erum að horfa ansi langt og meðal annars á HM 2019 sem verður haldið í Þýskalandi og svo Ólympíuleikana árið eftir. Ég er með samning fram yfir leikana en auðvitað er hann uppsegjan- legur af beggja hálfu eftir ákveð- inn tíma eins og gengur og gerist,“ segir Dagur en mótið 2019 verður haldið bæði í Þýskalandi og Dan- mörku. „Það eru líka mörg stórmót á leiðinni. Þegar maður er kominn þangað vill maður gera einhverja hluti. Það þýðir ekkert að setja ein- hverja kjúklinga inn og segja að þetta blessist allt árið 2020.“ Þjálfarinn hefur fengið að vinna með mörgum mönnum í fyrstu verkefnum sínum. „Það er gott að hafa fengið að skoða marga leikmenn. Ég er með talsvert af nýjum mönnum eins og í skyttustöðunum. Þetta er smá púsluspil ennþá en ég vona að við lifum þetta af í fyrstu leikjunum. Ég fæ svo meiri tíma með liðinu í lok ársins og þá verður þetta von- andi orðið betra.“ Það var nokkuð umdeilt í Þýska- landi að útlendingur skyldi vera ráðinn sem landsliðsþjálfari. Hein er Brand, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, var á meðal þeirra sem vildu þýskan þjálfara. Finnur Dagur fyrir aukinni pressu út af því öllu? „Ég fæ alveg spurninguna, enda verið umræða um þetta. Ég hef svarað því þannig að ef það yrði ráðinn útlendingur á Íslandi þá væri líka umræða um það þar. Það er eðlilegt. Það er annars ekki mitt að ákveða hvaða þjálfarar eru ráðnir.“ Mætir gamla herbergisfélaganum Fyrsti leikurinn var eins og áður segir frekar auðveldur en læri- sveina Dags bíður erfiðara verk- efni um helgina er þeir sækja lið Austurríkis heim en því stýr- ir annar Íslendingur, Patrekur Jóhannesson. „Gamli herbergisfélaginn minn úr íslenska landsliðinu bíður. Ég fékk SMS frá honum í sumar þar sem hann óskaði mér til ham- ingju með starfið. Svo hef ég ekk- ert heyrt í honum. Það er búinn að vera kuldi á milli herbergisfélag- anna núna svo mánuðum skiptir,“ segir Dagur léttur en Patrekur hefur verið að gera flotta hluti með lið Austurríkis. „Ef maður á að vera heiðarlegur þá er það auðvitað mögnuð staða að við séum að mætast þarna hvor með sitt erlenda landsliðið. Það er alveg magnað og maður fattar það ekki alveg. Þetta er svipað og með Gumma Gumm og Alfreð sem voru líka herbergisfélagar í lands- liðinu.“ henry@frettabladid.is Kuldi á milli okkar Patreks Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að það hafi verið skrítið í fyrstu að sjá þýska fálkann á brjóstinu. Hann mætir fyrrum herbergisfélaga sínum hjá íslenska landsliðinu, Patreki Jóhannessyni, næst. FYRSTI SIGURINN Í HÖFN Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu til sigurs á móti Finnum í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI „Það er ekki komið neitt tilboð frá þeim enn sem komið er en ég veit að þeir hafa áhuga á mér,“ segir besti leikmaður Pepsi- deildarinnar í sumar, Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar, en hann fór á kostum á ævintýralegu tímabili Garðbæinga. Ingvar er staddur úti í Svíþjóð þar sem hann æfir með sænska úrvals- deildarfélaginu Åtvidaberg sem er í leit að nýjum markverði. Þar mun hann æfa með liðinu í vikutíma. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er lítið félag sem stendur sig vel. Þetta er mjög heimilislegur klúbbur, ekkert ólíkt Njarðvík,“ segir Ingvar léttur en hann er uppalinn hjá Njarðvík og kom þaðan í Garðabæinn. Hann segist vita af áhuga fleiri félaga á sér en það sé lítið meira en þreifingar eins og staðan sé í dag. Það er þó ein aðalástæða fyrir því að hann er að æfa í Svíþjóð. „Ég vil vera í toppstandi ef svo færi að ég yrði valinn í landsliðið fyrir næstu verkefni. Ég vonast til þess og ef það gerist þá verð ég klár. Það er mikil samkeppni. Ögmundur [Krist- insson] er farinn að spila þannig að maður verður að vera á tánum.“ - hbg Vill vera í toppstandi fyrir landsliðið ÖFLUGUR Ingvar er eftirsóttur þessa dagana. MYND/OLIMPIK Ég hef nú aðeins gluggað í textann en er ekki alveg kominn á þann stað að vera byrj- aður að humma með. Dagur um þýska þjóðsönginn. HANDBOLTI Atli Hilmarsson var í gær ráðinn þjálfari Akureyrar í Olísdeild karla. Hann tekur við starfinu af Heimi Erni Árnasyni sem óskaði sjálfur eftir því að verða leystur frá þjálfarastörfum sínum. Heimir Örn mun þó taka fram skóna á nýjan leik og stefnir að því að spila með liðinu út leiktíðina. Sverre Andreas Jakobsson verður áfram spilandi að- stoðarþjálfari Akureyrarliðsins sem hefur unnið aðeins þrjá af átta leikjum sínum í deildinni í haust. Liðið er í sjöunda sæti sem stendur. Atli er öllum hnútum kunnugur á Akureyri en hann þjálfaði liðið frá 2010 til 2012 auk þess sem hann stýrði liði KA frá 1997 til 2002. Hann stýrir sinni fyrstu æfingu í dag en Akureyri mætir topp- liði Aftureldingar á fimmtudag. - esá Atli tekur við Akureyri ÚRSLIT DOMINO’S-DEILD KARLA TINDASTÓLL - NJARÐVÍK 86-75 (41-37) Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 18/5 fráköst, Darrell Flake 17/7 fráköst, Myron Dempsey 14/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 7, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 stoðsendingar/5 stolnir, Viðar Ágústsson 2. Njarðvík: Dustin Salisbery 24/9 fráköst, Logi Gunnarsson 14, Ágúst Orrason 13, Mirko Stefán Virijevic 7/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2. KEFLAVÍK - KR 67-90 (31-48) Keflavík: William Thomas Graves VI 23/7 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 11/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 8, Reggie Dupree 7, Guð- mundur Jónsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3/6 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 2, Davíð Páll Hermanns- son 2, Gunnar Einarsson 0/4 fráköst, Valur Orri Valsson 0/4 fráköst. KR: Michael Craion 27/16 fráköst, Darri Hilmarsson 13, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst, Björn Kristjánsson 9, Helgi Már Magnússon 9/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Hörður Helgi Hreiðarsson 2, Finnur Atli Magnússon 0/6 fráköst. GRINDAVÍK - ÞÓR 90-85 (57-44) Grindavík: Joel Hayden Haywood 20/9 stoðsend- ingar, Ólafur Ólafsson 19/14 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 18/14 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/6 fráköst, Magnús Þór Gunnars- son 12, Daníel Guðni Guðmundsson 4, Þorsteinn Finnbogason 2, Hilmir Kristjánsson 2/5 fráköst. Þór Þ.: Nemanja Sovic 26/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 20/6 fráköst, Vincent Sanford 13/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 11/5 fráköst, Oddur Ólafsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 4/6 stoðsend- ingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 3/4 fráköst. SNÆFELL - STJARNAN 81-92 (46-43) Snæfell: William Henry Nelson 22/10 fráköst, Stefán Karel Torfason 22/11 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigur- geirsson 11, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/8 fráköst, Snjólfur Björnsson 4. Stjarnan: Jarrid Frye 28/9 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 18, Ágúst Angantýsson 12/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/12 fráköst, Marvin Valdimarsson 4/10 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 2, Sigurður Dagur Sturluson 2. FJÖLNIR - ÍR 75-81 (36-45) Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 27/5 fráköst, Ólafur Torfason 14/12 fráköst/6 stoðsendingar, Daron Lee Sims 10, Róbert Sigurðsson 9, Garðar Sveinbjörnsson 6, Sindri Már Kárason 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Davíð Ingi Bustion 2. ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 25, Kristján Pétur Andrésson 19/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13, Christopher Gardingo 12/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Ragnar Örn Bragason 2, Leifur Steinn Arnason 2. HAUKAR - SKALLAGR. 107-68 (52-40) Haukar: Alex Francis 31/20 fráköst/5 stoðsend- ingar, Haukur Óskarsson 20, Hjálmar Stefánsson 16/7 fráköst, Kári Jónsson 11, Kristinn Marinósson 9, Helgi Björn Einarsson 6, Emil Barja 4/11 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Steinar Aronsson 4, Sigurður Þór Einarsson 3, Kristján Leifur Sverrisson 3. Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 26/9 fráköst, Daði Berg Grétarsson 12, Sigtryggur Arnar Björnsson 11/6 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Atli Aðal- steinsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Egill Egilsson 2. STAÐAN Haukar 4 4 0 380-305 8 KR 4 4 0 370-320 8 Tindastóll 4 3 1 370-340 6 Stjarnan 4 2 2 349-327 4 Grindavík 4 2 2 351-360 4 Þór Þ. 4 2 2 348-358 4 Keflavík 4 2 2 295-309 4 Njarðvík 4 2 2 345-333 4 Snæfell 4 2 2 337-329 4 ÍR 4 1 3 319-343 2 Fjölnir 4 0 4 302-362 0 Skallagrímur 4 0 4 291-371 0 SPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.