Fréttablaðið - 31.10.2014, Síða 90
31. október 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 54
FÓTBOLTI Það er ekki á hverjum
degi sem þjálfarar fá strax tæki-
færi í úrvalsdeildinni nokkrum
vikum eftir að þeir féllu með lið
sitt úr deildinni og Bjarni Guðjóns-
son, nýráðinn þjálfari KR-inga,
bættist því í fámennan hóp þegar
hann skrifaði undir samninginn í
Frostaskjóli á þriðjudaginn.
Átta prósent þjálfara
Aðeins átta prósent þjálfara sem
hafa fallið með lið sitt hafa fengið
starf í efstu deild fyrir næsta tíma-
bil, eða bara 5 af 63. Að auki bæt-
ast við tuttugu aðrir þjálfarar sem
hættu með lið á fallsumri og fengu
ekki lið í efstu deild árið eftir.
Það er því afar sjaldgæft að
þjálfarar fái slíkt tækifæri eftir
vonbrigðin sumarið á undan, hvað
þá að fá eitt allra eftirsóttasta
þjálfarastarfið í íslenska boltan-
um eins og Bjarni. KR-ingar hafa
mikla trú á sínum gamla fyrirliða
og láta frumraunina með Fram
ekki trufla sig.
Pressa á öllum sem þjálfa KR
„Það er alltaf pressa á öllum þeim
sem koma og starfa fyrir KR.
Þannig viljum við hafa það. Við
horfum bara á okkur. Við erum
KR – ekki Fram, með fullri virð-
ingu fyrir þeim,“ sagði Krist-
inn Kjærne sted, formaður knatt-
spyrnudeildar KR, í samtali við
Vísi.
„Við þekkjum Bjarna enda var
hann lengi hér sem leikmaður. Við
vitum fyrir hvað hann stendur og
treystum honum í verkið. Það eru
alltaf skiptar skoðanir á þjálfara-
ráðningum KR og þannig er það
sjálfsagt nú,“ bætti Kristinn við.
Það hefur gengið vel hjá þrem-
ur af fjórum „fall“-þjálfurum sem
hafa fengið strax aftur tækifæri
í úrvalsdeildinni. Undir stjórn
tveggja þeirra hækkaði liðið sig í
töflunni á milli ára og hjá einum
hélt liðið sama sæti í efri hlutan-
um. Ekkert gekk hins vegar upp
hjá þeim fjórða sem bæði þurfti að
taka pokann sinn og horfa á eftir
liði falla annað árið í röð.
Hörður Hilmarsson og Logi
Ólafsson eru þeir „fall“-þjálfarar
sem komust næst titli ári eftir að
hafa farið með lið niður um deild.
Hörður féll með Blikana haustið
1992 eftir að hafa tekið við liðinu
fyrir 9. umferð en tók síðan við liði
FH sem hoppaði upp um fjögur
sæti og endaði í öðru sæti á eftir
sterku Skagaliði sumarið 1993.
Logi fór niður með Selfoss sum-
arið 2012 en tók við Stjörnumönn-
um nokkrum vikum eftir mótið.
Stjarnan hækkaði sig um tvö sæti
í töflunni (úr 5. sæti í 3. sæti) og
fór í bikarúrslitaleikinn annað árið
í röð.
Þorlákur Árnason féll með Vals-
liðið sumarið 2003 en fékk strax
starf hjá Fylki sem undir hans
stjórn endaði í fjórða sæti annað
sumarið í röð.
Andri Marteinsson sker sig úr
í hópnum en hann féll með Hauk-
ana sumarið 2010 og var í næst-
neðsta sætinu og nýbúinn að tapa
fyrir neðsta liðinu í deildinni
þegar hann var rekinn um mitt
mót. Víkingsliðinu tókst ekki að
bjarga sæti sínu og Andri átti því
þátt í að lið féllu úr deildinni tvö
sumur í röð.
Ólafur með aukaaðild
Ólafur H. Kristjánsson fær síðan
aukaaðild að klúbbnum því hann
tók við A-deildarliði um mitt næsta
sumar. Ólafur fór niður með Fram
haustið 2005 en tók síðan við liði
Breiðabliks í byrjun júlí þegar
Bjarni Jóhannsson sagði upp. Ólaf-
ur fór með Blikana upp um fjögur
sæti á síðustu níu umferðunum og
átti síðan efir að þjálfa Kópavogs-
liðið út maí 2014 þegar hann tók
við danska liðinu Nordsjælland. Á
þeim tíma unnu Blikar sína fyrstu
og einu stóru titla í karlaflokki.
Það er orðið meira en hálf öld
síðan sami maður náði því að
vinna Íslandsbikarinn bæði sem
fyrirliði og þjálfari hjá KR. Hvort
Bjarni nái að endurtaka afrek Óla
B. Jónssonar frá fimmta og sjötta
áratugnum kemur ekki í ljós fyrr
en síðar. ooj@frettabladid.is
Ekki allir sem fá annan séns
Bjarni Guðjónsson fékk á þriðjudaginn eitt eft irsóttasta þjálfarastarfi ð í íslenska boltanum þrátt fyrir að
hafa fallið með Fram á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Með því að taka við KR kemst Bjarni í fámennan hóp.
FYRSTU SKREF ÞJÁLFARA EFTIR FALL ÚR EFSTU DEILD 1984-2014
Hættu með liðið eftir tímabilið 41 65%
Héldu áfram með liðið 22 35%
Fengu starf í A-deild 5 8%
Héldu áfram með liðið í B-deild 22 35%
Fengu annað starf í neðri deildum 6 10%
Fengu ekkert starf í meistaraflokki 29 46%
Þjálfari: Logi Ólafsson
Féll með: Selfoss 2012
Tók við: Stjarnan 2013
- Gengi á nýjum stað -
Sæti árið áður: 5. sæti
Sæti með hann: 3. sæti
Niðurstaða: Hækkaði sig um tvö sæti
Þjálfari: Andri Marteinsson
Féll með: Haukar 2010
Tók við: Vikingur 2011
- Gengi á nýjum stað -
Sæti árið áður: Kom upp úr B-deild
Sæti með hann: 11. sæti– rekinn eftir 11 leiki
Niðurstaða: Rekinn og liðið féll
Þjálfari: Þorlákur Árnason
Féll með: Valur 2003
Tók við: Fylkir 2004
- Gengi á nýjum stað -
Sæti árið áður: 4. sæti
Sæti með hann: 4. sæti
Niðurstaða: Hélt sama sæti
Þjálfari: Hörður Hilmarsson
Féll með: Breiðablik 1992
Tók við: FH 1993
- Gengi á nýjum stað -
Sæti árið áður: 6. sæti
Sæti með hann: 2. sæti
Niðurstaða: Hækkaði sig um fjögur sæti
AÐEINS FJÓRIR FALL-ÞJÁLFARAR HAFA FENGIÐ TÆKIFÆRI Í EFSTU DEILD SUMARIÐ EFTIR
AFTUR Í
KR Bjarni
Guðjónsson
er nýr þjálfari
KR-liðsins. FRÉT-
TABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Þótt allt hafi gengið
upp innan vallar í Laugardalshöll-
inni á miðvikudagskvöldið þegar
strákarnir okkar rúlluðu yfir
Ísrael í fyrsta leik liðsins í undan-
keppni EM 2016 í handbolta þá var
gleðin ekki jafn mikil utan vallar.
Eftirlitsmaður evrópska hand-
knattleikssambandsins hafði út
á ýmislegt að setja, t.a.m. klukk-
una í Höllinni sem hikstaði öðrum
megin og þrengsli þeim megin sem
heiðursstúkan er.
„Það er bara hægt að setja núm-
erin 4-15 á klukkuna sem hentar
engan veginn fyrir handbolta og
svo stoppaði hún nokkrum sinn-
um en hélt svo áfram. Hún fékk
algjöra falleinkunn,“ segir Róbert
Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við
Fréttablaðið.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, segir sam-
bandið hafa beðið eftirlitsmanninn
um að taka út húsið til að vita hvað
þurfi að laga. „Höllin er bara barn
síns tíma. Það eru orðnar meiri
kröfur í kringum alþjóðlega leiki
sem húsið ræður ekki við.“
Áður hafði verið kvartað yfir
því að leikvöllurinn væri of nálægt
áhorfendapöllunum í stóru stúk-
unni og þurfti því að færa völlinn
um 80 cm til suðurs. Var það gert
til að tryggja öryggi áhorfenda
þannig að hægt sé að rýma húsið
fljótlega komi eitthvað upp á.
„Það var eitthvað sem við réðum
ekkert. En þegar það vandamál
var leyst varð til annað hinum
megin þar sem það voru alltof
mikil þrengsli í kringum heiðurs-
stúkuna og sætin á vængjunum.
Við vorum að sjá leik núna í fyrsta
skipti eftir að völlurinn var færður
og þetta var niðurstaðan. Svona er
bara staðan á þessu húsi; það upp-
fyllir ekki nútímastaðla,“ segir
Einar.
Róbert Geir sagði við Vísi að
HSÍ mætti búast við skýrslu frá
eftirlitsmanni sem hann er nú
búinn að skila inn til EHF, en hvort
sektir fylgi eða önnur refsing á
eftir að koma í ljós.
Á dögunum var haldið glæsi-
legt Evrópumót í hópfimleikum
í frjálsíþróttahöllinni í Laugar-
dalnum þar sem leigð var stúka
sem myndaði flottan keppnisvöll.
Þetta er eitthvað sem HSÍ var að
spá í fyrir nokkrum árum.
„Við fórum í svona hönnun í
Egilshöll í kringum 2008. Það sorg-
legasta við frjálsíþróttahöllina er
bara lofthæðin. Hún er ekki nema
níu metrar sem sleppur í hand-
bolta, en minni má hún ekki vera.
Þetta leit mjög vel út og umgjörðin
var flott. Menn þurfa því að spyrja
sig ýmissa spurninga eftir þetta,“
segir Einar.
Komið hefur til tals að stúkan
verði eftir hér á landi en HSÍ hefur
að minnsta kosti ekki tekið þátt í
þeim umræðum.
„Ef þú myndir leigja svona
stúku sex sinnum held ég það
borgi sig að kaupa hana. Það er
mikill kostnaður í kringum svona
stúku. En það er líka mikill kostn-
aður að setja hana upp fyrir svona
leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði
verið hægt fyrir leiki eins og gegn
Svíum hér um árið og fleiri leiki
þegar hefði verið hægt að fylla
Höllina oft,“ segir Einar. - tom
Hvert vandamálið rekur annað með umgjörð hallarinnar
Eft irlitsmaður EHF setti út á umgjörðina í Laugardalshöllinni sem er barns síns tíma að sögn Einars Þorvarðarsonar hjá HSÍ.
FÆRÐIR Leikvöllurinn í Laugardalshöll var færður 80 cm frá áhorfendum af öryggis-
ástæðum, en það skapaði bara vandamál hinum megin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Hæstiréttur staðfesti í
gær úrskurð Héraðsdóms Reykja-
ness sem gerði knattspyrnudeild
Grindavíkur að greiða Guðjóni
Þórðarsyni 8,4 milljónir króna í
skaðabætur fyrir vangoldin laun.
Guðjóni voru einnig dæmdar 500
þúsund krónur vegna málskostn-
aðar í Hæstarétti og 400 þúsund
krónur vegna málskostnaðar í
héraðsdómi.
Guðjón var ráðinn í nóvem-
ber 2011 til að þjálfara meist-
araflokk karla hjá Grindavík en
knattspyrnudeild félagsins sagði
honum upp störfum eftir að liðið
féll úr efstu deild karla haustið
2012. Launalið í samningi Guð-
jóns var þá sagt upp en mánaðar-
laun hans voru 400 þúsund krón-
ur auk afnota af íbúð í Grindavík,
bifreiðar til afnota, bensínkorts
og 10 þúsund króna í símakostnað
á mánuði.
Guðjóni bauðst að vera áfram
á launaskrá en gegna engum
skyldum. Fyrir það átti hann að
fá 65 þúsund krónur en héraðs-
dómur taldi tilboðið ekki trúverð-
ugt og mat svo að uppsögnin á
launaliðnum hefði verið uppsögn
á samningi Guðjóns í heild sinni.
Grindvíkingar höfðu ekki heimild
til þess.
Guðjón fór upphaflega fram á
12,5 milljónir króna en í þeirri
upphæð var 3,7 milljóna króna
skaðabótagreiðsla vegna húsa-
leigu á samningstímanum en
héraðsdómur varð ekki við þeirri
kröfu.
Guðjón var landsliðsþjálf-
ari 1997-1999 en hafði þar áður
þjálfað ÍA, KA og KR með góðum
árangri. Eftir að hann hætti með
íslenska landsliðið hefur hann
stýrt Stoke, Barnsley, Notts
County og Crewe á Englandi,
Start í Noregi en einnig Keflavík,
ÍA, BÍ/Bolungarvík og nú síðast
Grindavík. Hann er 59 ára gam-
all. - esá
Uppsögnin
ólögmæt
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Var þjálfari
Grindavíkur sumarið 2012 en liðið féll
þá úr efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI