Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 18
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18
Á EDDUNA í
opinni dagskrá á
Stöð 2 í kvöld
klukkan 19.40. Edda
Björg Eyjólfsdóttir er
kynnir hátíðarinnar.
Á NÝJA PLÖTU rapparans
Drake If You’re Reading This
It’s Too Late.
KILJUNA VIÐ eftir David
Nicholls, sama höfund og
skrifaði metsölubókina Einn
dagur.
Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINA
STOCKFISH og horfðu á
gæðamyndir á hvíta tjaldinu.
Til dæmis má ekki missa af Two Men
in Town með Forrest Whitaker og
Harvey Keitel.
Gaflaraleikhúsið frum-sýnir í dag barnafars-ann Bakaraofninn eftir Gunnar Helga-son og Felix Bergsson. Í þessu fjörlega verki
fyrir alla fjölskylduna opna Gunni
og Felix veitingastaðinn Bakara-
ofninn þar sem matargerð er lyst
og lenda í alls kyns vandræðum og
ævintýrum.
Leikarar ásamt þeim félögum
eru þau Elva Ósk Ólafsdóttir og
Ævar Þór Benediktsson, leikstjóri
er Björk Jakobsdóttir og tónlistin
er eftir Mána Svavarsson, þann
hinn sama og hefur samið alla tón-
list fyrir Latabæjarþættina.
„Við Felix höfum reyndar ekki
leikið saman á sviði síðan í West
Side Story árið 1995 þegar ég skaut
hann til bana í lok hverrar sýning-
ar,“ segir Gunni og hlær. „En nú
erum við aftur sameinaðir á svið-
inu og í brjáluðu stuði. Þessi skot-
árás í West Side Story hefur samt
setið eitthvað í Felix mínum því
um daginn henti hann í mig máln-
ingarfötu svo að vörin sprakk. Það
sprungu reyndar allir líka úr hlátri
og því var ákveðið að hafa þetta
með í sýningunni. Nú fæ ég fjórar
málningarfötur í fangið á hverri
sýningu og Felix lofaði að passa sig
betur,“ segir Gunni og hlær áður en
hann bætir við: „Þetta málningar-
fötuatriði er aðeins eitt af mörgum
áhættuatriðum í sýningunni. Við
erum í bráðri lífshættu við hvert
fótspor. Við erum svolítið undir
áhrifum frá Vesturporti og ætluð-
um að láta fólk fljúga alveg hægri
vinstri en lofthæðin er svo lítil í
Gaflaraleikhúsinu að við ákváðum
bara að búa til kjallara í staðinn og
ég fæ að henda Felix niður í hann.
Við sem erum í að skrifa fyrir
börn erum í bransanum að bjarga
mannslífum. Bækur og leikhús
fyrir börn eru svo mikilvægur
þáttur í þroska þeirra, námsmögu-
leikum og framtíð. Við teljum því
að það sé mörgum sinnum mikil-
vægara að gera gott barnaefni
en fullorðinsefni og við leggjum
okkur alla fram og við lofum góðri
fjölskylduskemmtun í Gaflaraleik-
húsinu á næstunni.“ - mg
Við erum í bráðri lífs-
hættu við hvert fótspor
Gaflaraleikhúsið frumsýnir barnafarsann Bakaraofninn með Gunna og Felix undir áhrifum frá
Vesturporti. Það verður því líf og fjör í Hafnarfirði um helgina.
HRESSIR SAMAN Felix Bergsson og Gunnar Helgason frumsýna barnafarsann Bakaraofninn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
900 g nautagúllas
2 msk. ólífuolía
1 laukur, hakkaður
4 hvítlauksrif, fínhökkuð
1 lítil bjórdós
2 msk. Worcestershire-sósa
4 bollar vatn
2 nautateningar
1 grænmetisteningur
½ bolli sólþurrkaðir tómatar,
hakkaðir
½ tsk. salt
½-1 tsk. paprika
½ msk. dijon-sinnep
Rauðar kartöflur, skornar
í fernt
Gulrætur, skornar í
sneiðar
Gómsætt gúllas með sólþurrkuðum tómötum
Það er fátt betra í miklum kulda líkt og þeim sem herjar á landið um helgina en kraft mikið og bragðgott
gúllas. Það hentar vel með réttinum að bera hann fram með nýbökuðu og góðu brauði með grófri skorpu.
Hitið ólífuolíu í stórum potti eða djúpri pönnu og
brúnið kjötið á öllum hliðum. Færið kjötið yfir á disk
og setjið lauk og hvítlauk í pottinn. Mýkið laukinn
og hellið bjórnum yfir. Hrærið í pottinum þannig
að krafturinn á botninum blandist í vökvann. Bætið
Worcest ershire-sósu, vatni, krafti, sólþurrkuðum tóm-
ötum, salti, papriku og sinnepi í pottinn og látið suðuna
koma upp. Bætið kjötbitunum í pottinn og lækkið hit-
ann í væga suðu. Látið lokið á og sjóðið við vægan hita
í tvær klukkustundir. Bætið kartöflum og gulrótum í
pottinn og sjóðið í 30 mínútur. Rétt áður en rétturinn
er borinn fram er tekinn 1 bolli af vökva úr pottinum,
hrærið 2 msk. af hveiti saman við og hrært aftur út í
pottinn. Þetta er gert til að þykkja sósuna.
Uppskrift fengin af Ljufmeti.com
HELGIN
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Magni Ásgeirsson söngvari
Reynir að ná heim fyrir konudag-
inn
„Í kvöld ætla ég ásamt þvílíkum hóp af
vitleysingum að skemmta á Norðlendingaball-
inu á Spot. Þetta er Hvanndalsstórfjölskyldan,
fyrrverandi og núverandi Hvanndalsbræður.
Síðan mun hin goðsagnakennda eitís-
hljómsveit Stuðkompaníið troða upp.
Ég stefni á að reyna, eins og síðustu
fimmtán ár, að ná heim á konudaginn
með eitthvað í farteskinu en miðað
við veðurspá verð ég sennilega bara á
Holtavörðuheiði.“
Gunnar Hansson leikari
Lokaður inni í klippiherbergi
„Ég verð alla helgina lokaður inni
í klippiherbergi að gera og græja
kvikmyndina mína Bakk. Hún er
væntanleg með vorinu. Það fer að
koma mynd á hana en við eigum
enn talsvert fínpúss eftir.“
Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrár-
gerðar kona á RÚV
Tek því rólega fram að Eddu
„Í dag mun ég taka því rólega með
strákunum mínum fram að Eddu-
hátíðinni sem fer fram í kvöld. Á
morgun mun ég líklega reyna að sjá
The Theory of Everything eða kíkja á
Stockfish-kvikmyndahátíðina.“
Rakel Garðarsdóttir, leikstjóri og
dagskrárgerðarkona á Hringbraut
Umfram allt að hafa gaman
„Í dag fer ég í tökur fyrir nýja þáttinn
minn sem fjallar um neytendamál og
svo fer ég á Edduna. Á morgun fer ég
í blaðaviðtal hjá Vikunni, kannski í
langþráðan göngutúr eða útihlaup. Það
veltur allt á veðri en spáin gæti orsakað
huggulega heimsókn til ömmu.“
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
E
0
-A
7
3
0
1
3
E
0
-A
5
F
4
1
3
E
0
-A
4
B
8
1
3
E
0
-A
3
7
C
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K