Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGHúðflúr LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 20152
Ólafía Kristjánsdóttir er húðf lúrari á Reykjavík Ink. Hún er sjálf með mörg
húðflúr, öll í black and grey-stíl.
„Mér finnst lituð flúr mjög falleg
en fannst passa best við mig að
hafa allt black and grey.“
Hún segist stundum fá skrítn-
ar hugmyndir inn á borð til sín
en þar stendur upp úr húðflúr
af tveimur pylsum með remúl-
aði. „Sama hver hugmyndin er
þá reyni ég alltaf að útfæra flúr-
ið á flottan og faglegan hátt. Ferl-
ið í því að fá sér tattú er þannig að
fólk kemur og við ræðum saman
og þróum hugmyndina. Ég teikna
svo flúrið upp eftir ósk viðkom-
andi, síðan er búinn til stensill
sem er límdur á og þá er byrjað að
flúra. Tíminn sem það tekur fer
eftir stærð húðflúrsins og hversu
mikil smáatriði eru. Minnstu flúr-
in geta tekið um það bil fimmtán
mínútur en sumir eru í stólnum
alveg í sex til átta tíma. Verkin eru
stundum það stór að það er betra
að skipta þeim niður og fólk kemur
í nokkur skipti.“
Ólafía segist ekki eiga í nein-
um erfiðleikum með að f lúra í
svo langan tíma í einu. „Þetta er
svo skemmtilegt að ég gleymi
mér alveg og hugsa ekki um neitt
annað. Maður verður bara að
passa að taka sér pásur til að næra
sig,“ segir hún og hlær.
Nýtur þess að vera í vinnunni
Húðflúraranum Ólafíu Kristjánsdóttur finnst svo gaman að flúra að hún gleymir sér stundum við verkið. Hún sérhæfir sig í
svokölluðum black and grey realistic-húðflúrum.
Ólafía er sjálf með mörg húðflúr.
Ólafía Kristjánsdóttir er húðflúrari á Reykjavík Ink. Henni finnst svo skemmtilegt að flúra að hún gleymir sér við verkið. MYNDIR/VILHELM
Á Reykjavík Ink vinna marg-ir húðflúrarar sem sérhæfa sig í alls kyns stílum. „Við
hér á Reykjavík Ink gerum allar
gerðir af húðflúri, „walk in’s“, lítil,
stór og lögum húðflúr sem aðrir
treysta sér ekki í, en mest erum
við í sérhönnuðum flúrum. Fólk
kemur hingað inn með alls kyns
hugmyndir og svo er unnið út frá
þeim. Viðkomandi fær tíma og
spjall með húðflúrara sem teikn-
ar að ósk viðskiptavinarins og úr
því verður fallegt húðflúr,“ segir
Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, annar
eigenda Reykjavík Ink, en hún og
eiginmaður hennar, Össur Haf-
þórsson, eiga stofuna.
Linda Mjöll segir þau á Reykja-
vík Ink gera mikið af svokölluð-
um cover-up-húðflúrum en þá eru
gömul flúr löguð eða annað flúr
sett yfir. „Við erum þekkt fyrir að
laga ýmislegt sem aðrir treysta sér
ekki til að gera. Fólk þarf virkilega
að vanda valið þegar það velur sér
húðflúr þar sem þetta er varan-
legt.“
Á Reykjavík Ink koma erlend-
ir gesta húðf lúrarar í hverjum
mánuði. Þeir koma með nýjustu
strauma og stefnur, reka sjálf-
ir stofur í sínum heimalöndum
og vita hvað þeir eru að gera, að
sögn Lindu Mjallar. „Við leggjum
upp úr því hér að vera ekki með
langa biðlista og reynum að hafa
ekki meira en viku bið í flúr. Hér er
opið frá tólf til tíu alla daga nema á
sunnudögum.
Að sögn Lindu Mjallar er húð-
flúrmenning á Íslandi, líkt og ann-
ars staðar, orðin miklu almenn-
ari en áður var. „Það eru allir með
húðflúr, að minnsta kosti mjög
margir. Alls konar fólk í öllum
stöðum og stéttum kemur hingað
til að fá sér flúr. Þetta er alls ekki
Fallegt tattú er eins og skartgripur
Á Reykjavík Ink vinna margir húðflúrarar sem sérhæfa sig í alls kyns stílum en mest eru þeir þó í því að gera sérhönnuð húðflúr. Á
stofuna koma erlendir gestahúðflúrarar í hverjum mánuði með nýjustu strauma og stefnur.
Margir karlmenn fá sér svokallaða sleeve
eða ermi.
Linda Mjöll segir konur vera orðnar
óhræddari við að fá sér stór tattú.
Fallegt tattú og mikið um smáatriði.
Black and grey-myndir eru vinsælar.
Linda Mjöll og Össur Hafþórsson, eiginmaður hennar, eiga Reykjavik Ink. MYNDIR/VILHELM
Húðflúrin sem Ólafía gerir eru listaverk.
bundið við einhverja ákveðna
hópa eins og raunin var kannski
áður. Ég hef mjög gaman af því hve
margar konur eru orðnar óhrædd-
ar við að fá sér stærri og meira
áberandi húðflúr. Að mínu mati er
fallegt tattú eins og fallegur skart-
gripur. Maðurinn minn segir að
það sé orðið staðalbúnaður að vera
með eitt slíkt, “ segir hún og brosir.
Það er oft sagt að þeir sem fái sér
eitt húðflúr fái sér annað áður en
langt um líður. Linda Mjöll sam-
sinnir þessu og segir að f lest-
ir sem komi til þeirra komi aftur.
Hún segir ákveðna staði á lík-
amanum vera vinsælli en aðra.
„Konur fá sér oft „half a sleeve“,
tattú undir brjóstin, á síðuna, á
öxlina eða fallegt stykki á lærið.
Karlmenn fá sér svokallaða sleeve
eða ermi, bakstykki, fá húðflúr á
kálfann eða á bringuna.“
Aðspurð segir hún alla stíla
vera í gangi en vissulega séu tísku-
bylgjur í þessu eins og öðru. „Trib-
al-tattúin eru sem betur fer dottin
úr tísku. Einhverjir bera þau alveg
en við erum mikið í því að breyta
þeim fyrir fólk í dag. Það er alveg
hægt að breyta húðflúrum og fólk
þarf því ekki að skammast sín fyrir
þau eftir tuttugu ár.“
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
E
0
-F
B
2
0
1
3
E
0
-F
9
E
4
1
3
E
0
-F
8
A
8
1
3
E
0
-F
7
6
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K