Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 86
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 42
Heilabrot
Er einhver brekka nálægt þér
þar sem þú getur rennt þér
þegar snjórinn er, Hávar Darri?
Ekki nálægt heimilinu mínu en
það er brekka fyrir ofan skólann
minn, Vatnsendaskóla í Kópa-
vogi, og þar renni ég mér.
Finnst þér gaman í skólanum?
Já, það er fínt.
Hver er uppáhaldsnámsgreinin
þín? Þær eru tvær, íþróttir og
stærðfræði.
Áttu gæludýr? Nei, en mig
langar í hund.
Hvernig leikur þú þér mest? Ég
leik mér mjög mikið í fótbolta og
svo förum við vinirnir stundum
saman í feluleik og eltingaleik.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að fara í afmæli
í Smáratívolí, í útilegur með
fjölskyldunni, í GoKart og að
æfa mig í fótbolta. Ég æfi hjá
HK og er í 6. flokki. Mér finnst
skemmtilegast að spila í sókn.
Hvaða liði heldur þú með í
enska boltanum og hver er
uppáhaldsleikmaðurinn þinn?
Ég held með Liverpool og uppá-
haldsleikmaðurinn minn er
Sturr idge.
En hver er uppáhaldsfótbolta-
maðurinn þinn í heiminum?
Eiginlega bara Ronaldo hjá Real
Madrid í spænsku deildinni.
Lestu bækur? Já. Fótboltabæk-
urnar hans Gunnars Helgasonar
eru í uppáhaldi. Ég er núna að
lesa Rangstæður í Reykjavík en
fékk Gula spjaldið í Gautaborg
í jólagjöf og ætla að lesa hana
næst.
Áttu systkini? Já, ég á tvö
systkini. Ég er í miðjunni. Ég og
stóra systir mín erum ekkert
alltof góðir vinir af því hún er
sex árum eldri en ég. Litli bróðir
minn er svolítið skemmtilegur.
Við erum alveg fínir vinir en
hann er samt bara þriggja ára.
Ertu farinn að spá í hvað þig
langar að verða þegar þú verð-
ur stór? Já, mig langar að reyna
að verða atvinnumaður í fót-
bolta en annars verð ég kannski
þjálfari í fótbolta.
Finnst skemmtilegast
að spila í sókn
Hinn tíu ára Hávar Darri Vignisson leikur sér mikið í fótbolta en fer líka
stundum í feluleik og eltingaleik með vinum sínum og rennir sér í snjónum.
1. Hvað hefur stúlka á hægri
hendi þegar hún gengur á
skíðum?
2. Hvað er það sem stendur í
eldinum án þess að brenna
sig?
3. Hvaða bergtegund hefur tvær
raddir?
4. Hvenær hafa menn jafn mörg
augu og dagar eru í árinu?
5. Veiðimaður sá tólf rjúpur sitja
undir runna. Hann skaut tvær
þeirra, hvað voru þá margar
eftir?
6. Hvaða ártal á síðustu öld var
eins hvort sem það var lesið
rétt eða þegar það stóð á
höfði.
1. Fimm fingur, 2. Bókstafirnir í orðinu eldur, 3. Bas-alt, 4. 2. janúar,
5. Engin. Hinar flugu burt, 6. 1961.
FÓTBOLTASTRÁKUR „Ég held með Liverpool og uppáhaldsleikmaðurinn minn er Sturridge,“ segir Hávar Darri.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bragi Halldórsson
136
„Þetta er nú skrýtni karlinn,“ sagði Kata hneyksluð. „Það er eins og það sé andlit á
nefinu á honum.“ Og hún bætti við. „Já og þarna og þarna“. „Það er einmitt þrautin,“
sagði Lísaloppa. „Geti þið fundið 9 andlit í þessari mynd? sagði hún ánægð, enda
þegar búin að sjá nokkur. „Uuuuuu,“ umlaði Róbert. „Eitt, uuuuuu, tvö, uuuuuu, nei
ég segi pass.“ Konráð aftur á móti var búinn að sjá mörg andlit en ekki ennþá búin að
finna 9 andlit. „Þau gætu meira að seg ja verið fleiri,“ sagði Lísaloppa og glotti. Kata
leitt snökt á hana. „Er eitthvað að vera að stríða manni hér,“ sagði hún. „Nei, nei,“
sagði Lísaloppa. „Það stendur bara í leiðbeiningunum.“ „Leyniandlit,“ sagði Konráð.
Hann var þegar búin að finna þó nokkur andlit en skildi hann geta fundið fleiri en 9?
Getur þú fundið 9 andlit í þessari mynd? Eða eru jafnvel fleiri? Hver veit.
Hinn uppátækjasami hrútur Hreinn kom fyrst fram á sjónarsviðið
árið 1995 í stuttmynd sem heitir A Close Shave. En fyrsti þátturinn
í sjónvarpsseríunni um Hrein og hinar kindurnar, svínin og hund-
inn Bitzer var sýndur á bresku BBC-stöðinni í mars árið 2007. Í dag
er búið að framleiða 130 slíka þætti og sýna þá á sjónvarpsstöðv-
um í 180 löndum.
Nú er komin heil kvikmynd í bíó um þessa vinsælu dýrahjörð. Hún
gerist að mestu utan dalsins sem er heimkynni dýranna. Hjólhýsi
sem bóndinn á bænum sefur í rennur nefnilega stjórnlaust af stað
eina nóttina með hann innanborðs og hverfur inn í stórborgina. Hrút-
urinn Hreinn bregst skjótt við, vekur nokkrar kindur og fær þær með
sér í björgunarleiðangur, ásamt Bitzer. Dýrin lenda í alls konar hætt-
um í borginni eins og nærri má geta en fá hjálp frá munaðarlausum
hundi. Úr öllu verður hið mesta ævintýri.
Hrúturinn Hreinn
og hjörðin
Leyfishafanámskeið fólks-
og farmflutninga
Með vísun til laga nr. 73/2001
gengst Vegagerðin fyrir námskeiði fyrir
fólks- og farmflutninga í Ökuskólanum í Mjódd
9. mars – 14. mars 2015
Þátttaka tilkynnist fyrir föstudaginn 6. mars
til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
E
0
-F
B
2
0
1
3
E
0
-F
9
E
4
1
3
E
0
-F
8
A
8
1
3
E
0
-F
7
6
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K