Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 118
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74
„Maðurinn minn er alsæll
með þetta. Ég borða fyrir tvo
og hann drekkur fyrir tvo.“
KEIRA KNIGHTLEY UM ÞAÐ HVAÐ
EIGINMANNI HENNAR FINNST UM
MEÐGÖNGUNA Í SPJALLÞÆTTI
ELLEN DEGENERES.
Á yfirlitssýningu Bjarkar Guð-
mundsdóttur á Museum of Mod-
ern Arts, eða MoMA-safninu í
New York, verður meðal annars
að finna búning sem Gjörninga-
klúbburinn gerði fyrir plötuna
hennar Volta. „Við gerðum þenn-
an búning fyrir hana árið 2007 en
hún er í honum inni í umslaginu á
Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir, ein
af myndlistarkonunum í Gjörn-
ingaklúbbnum, en með henni eru
þær Eirún Sigurðardóttir og Sig-
rún Hrólfsdóttir myndlistarkonur.
Mikil vinna fór í að gera bún-
inginn fyrir Björk. „Það tók okkur
þrjár nokkra mánuði að gera hann,
en þetta er stór og þungur heklað-
ur keipur. Búningurinn var aðal-
lega gerður fyrir plötuumslagið,
en hún notaði hann nokkrum sinn-
um í upphafi tónleika á Volta-tón-
leikaferðalaginu og fór svo fljótt
úr honum því hann er mjög þung-
ur og heitur,“ segir Jóní.
Innblásturinn segir hún hafa
komið frá plötunni sjálfri. „Volta
er mjög rytmísk og takturinn er
oft þungur. Þessi þungi og massi
skilar sér í búningnum, sem er
meðal annars innblásinn af Afr-
íku og mjög litríkur,“ segir hún.
Samstarfið milli þeirra og Bjarkar
kom til eftir að Björk sá sýninguna
„Cardiac Circus“ sem þær gerðu
2004 í gallerí i8. „Þar var meðal
annars verk sem samanstóð af
heklaðri grímu, nælonsokkabuxna-
brjósti og hekluðum stígvélum,
sem var eins og fuglshamur fyrir
manneskju,“ segir Jóní.
Búningurinn fyrir Volta var
mikil samvinna. „Björk kom með
sínar hugmyndir og athugasemdir
út frá tilfinningu plötunnar, hún
vissi alveg hvað hún vildi, við
tókum það svo áfram og unnum
út frá okkar hugmyndum og verk-
fræði. Það var alveg ótrúlega
gaman og mikill heiður að vinna
með henni,“ segir Jóní.
Fyrir MoMA-sýninguna hefur
Gjörningaklúbburinn unnið ný
verk sem meðal annars tengjast
Volta-búningnum og Volta-tón-
leikaferðinni. Þau verk eru gerð
eingöngu fyrir MoMA og Bjarkar-
sýninguna. „MoMA keypti þessi
verk sem er frábært og skemmti-
legt fyrir okkur. Vonandi leið-
ir þetta allt eitthvað meira og
skemmtilegt af sér,“ segir Jóní.
adda@frettabladid.is
Búningar Bjarkar
sýndir á MoMA
Búningur sem Gjörningaklúbburinn hannaði og heklaði fyrir Björk Guðmunds-
dóttur fyrir plötuna Volta verður til sýnis á MoMA-safninu í New York.
BÚNINGURINN Björk Guðmundsdóttir í búningnum, en myndin var á plötuumslagi Volta.
MYND/ INEZ VAN LAMSWEERDE OG VINOODH MATADIN.
Þann 8. mars opnar yfirlitssýning Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-
safninu í New York. Sýningin spannar tuttugu ára feril Bjarkar og á henni
verða allar plöturnar hennar átta ásamt myndum og myndböndum sem
hún hefur gert.
➜ Á fyrstu hæðinni verða til sýnis hljóðfærin sem notuð voru á Biophilia-
plötunni.
➜ Á annarri hæðinni verða tvö rými. Í öðru þeirra verður nýtt mynd-
bandsverk sýnt við lagið Black Lake af nýju plötunni hennar, Vulnicura. Í
hinu verða öll tónlistarmyndbönd Bjarkar sýnd.
➜ Á þriðju hæðinni verða lagatextar Bjarkar og ljóð. Þar verður einnig
hægt að hlusta á allar plöturnar hennar.
➜ Búningar og kjólar Bjarkar verða einnig til sýnis á þriðju hæð, meðal
annars vélmennabúningurinn sem Chris Cunningham hannaði fyrir „All
Is Full of Love“, svanakjóllinn frægi frá Óskarnum 2001 og svo auðvitað
búningurinn sem Gjörningaklúbburinn hannaði og gerði fyrir Björk.
Um yfirlitssýningu Bjarkar á MoMA
Búningurinn var
aðallega gerður fyrir
plötuumslagið, en hún
notaði hann nokkrum
sinnum í upphafi tón-
leikanna og fór svo úr
honum því hann er mjög
þungur og heitur.
GEFUR ÚT SKÁLDSÖGU
Blaðamaðurinn Valur Grettisson
hefur skrifað undir út-
gáfusamning hjá Bjarti
forlagi. Hans fyrsta
skáldsaga mun koma
út í vor. „Þetta eru nú
aldeilis athyglis verð
tímamót. Bjartur
gefur mína
fyrstu skáldsögu
út í vor. Ég
dálítið stoltur
og rosalega
spenntur.
Eða öfugt,“
sagði Valur
á Facebook-
síðu sinni.
- asi
FENGU STYRK FRÁ
KVIKMYNDASJÓÐ
Þeir félagarnir Bergur Ebbi Bene-
diktsson og Halldór Halldórsson,
betur þekktur sem Dóri DNA,
fengu í gær seinni handritsstyrk frá
Kvikmyndasjóði Íslands til að
klára handrit að íslensku
jólamyndinni Þú komst
með jólin til mín. „Við
erum mjög spenntir
fyrir þessu. Handritið er
komið vel á veg og
nú ættum við að
geta klárað það,“
segir Bergur Ebbi,
en myndin á
að fanga hinn
sanna íslenska
jólaanda. - asi
SJEIKINN EYÐILAGÐI
LAKKIÐ
Marta María Jónasdóttir á Smartlandi
er áhugakona um bíla og líkams-
rækt. Hún blandaði sér í umræðu um
fæðubótarefni sem verið hefur síðan
Kastljós fjallaði um innihald þeirra.
„Vegna umræðunnar um fæðubótar-
efni langar mig að deila því
með ykkur að fyrir nokkrum
árum missti ég próteinsjeik
yfir bílinn minn með þeim
afleiðingum að lakkið
eyðilagðist. Síðan þá hef
ég látið allt duft eiga
sig og get staðfest að
það hefur ekki með
nokkru móti komið
niður á líkamlegum
styrk.“ - kbg
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
E
0
-A
C
2
0
1
3
E
0
-A
A
E
4
1
3
E
0
-A
9
A
8
1
3
E
0
-A
8
6
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K