Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 16
21. febrúar 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 S jávarútvegsráðherra hefur gefist upp. Hann mun ekki freista þess að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn breytingum á gildandi lögum, og hefur betur. Þar með hefur flokkurinn náð fram vilja sínum og hagsmunum. Þar á bæ þykir betra að hafa núverandi lög óbreytt en með boðuðum breytingum ráðherrans. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sem sagt verið borinn ofurliði af samherjum sínum í ríkisstjórn. Ráðherrann vann samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, en þar segir meðal annars: „Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbund- in réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.“ Nú er ljóst að hér endar málið. Engar breytingar verða gerðar á lögum um stjórn fiskveiða, allavega ekki í næstu framtíð. Fyrsta grein í gildandi lögum er ótvíræð: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Og: „Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Vilji var til á meðal þingmanna, og sennilega þá líka ráðherra, Sjálfstæðisflokksins að kvótinn, það er veiðirétturinn, verði eign útgerðarinnar, kvótahafanna. Í hinu andvana frumvarpi ráðherrans var gert ráð fyrir að ekki færi á milli mála að aflaheimildirnar yrðu áfram eign þjóðarinnar. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna verður ekkert af breytingum á lögunum, ekki nú frekar en áður. Þótt lögin um stjórn fiskveiða verði óbreytt í næstu framtíð er víst að ágreiningurinn hverfur ekki. Fram undan eru átök um breytingar á veiðigjöldum. Svo kann að vera að ríkisstjórnarflokkarnir nái saman um breytt veiðigjöld. Það mun samt ekki duga. Stjórnarand- staðan mun búa sig undir harða varnarbaráttu. Fátt, jafnvel ekkert, veldur eins miklum deilum meðal þjóðarinnar og afgjald útgerðar- innar fyrir að fá að nýta sameiginlega auðlind okkar. Afdrif frumvarps Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra er skýrasta dæmið um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Einstaka stjórnarsinnar hafa á síðustu dögum reynt af veikum mætti að gera lítið úr ágreiningnum. Sigurður Ingi á hrós skilið fyrir að hafa sagt hlutina eins og þeir eru. Hér er tekist á um hugsjónir og mikla hagsmuni. Til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð sínu fram á kostnað Framsóknarflokks- ins. Víst er að það eykur ekki kæti Framsóknar en þrátt fyrir að framsóknarmenn fari með sjávarútvegsráðuneytið þurftu þeir að lúta í gras í málinu. Eflaust er það sárt. Hverjar afleiðingarnar verða fyrir stjórnarsamstarfið er of snemmt að segja til um. Það skýrist. Ríkisstjórninni veitir trúlega ekki af að berja í brestina eigi henni að takast að koma í gegn nokkrum veigamiklum málum á þeim um þrjátíu fundardögum sem eftir eru af þinghaldinu nú á vorþinginu. Þar má nefna breytingar á veiðigjöldum, tillöguna um að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka, breytingar á rammanum, að ná fram náttúrupassa auk annarra stórra mála. Víst er að eitthvað mun undan láta. Ríkisstjórnin á á hættu að verða undir í komandi baráttu.Að ná ekki fram sumum af sínum helstu málum og það þrátt fyrir að ríkis- stjórnin hafi drjúgan meirihluta á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Viðbrögðin við síðustu grein minni, Guð er ekki til, hafa verið gríðarlega mikil. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og víðar. Margir prestar hafa stigið fram og skrifað svargreinar bæði á visir.is og á tru.is. Mér finnst ég knúinn til að koma með andsvar, leiðrétta rangfærslur og misskiln- ing og útskýra afstöðu mína betur. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að alhæfa. Samt alhæfi ég ekki mikið í greininni. Flest sem ég segi byggi ég á persónulegri skoð- un, reynslu og upplifun og tek það skýrt fram. Ég segi aldrei að trú stríði gegn heilbrigðri skynsemi held- ur skynsemi minni. Þar er stór munur á. Ég meira að segja takmarka það við trúna á persónulegan guð. Ég segi ekki að trú og vísindi séu andstæð- ur heldur að þau séu það oft. Kemur það á óvart? Ég get nefnt þróunar- kenningu Darwins og umræður um loftslagsmál af mannavöldum eða stofnfrumurannsóknir og svona mætti lengi telja. Margir telja að taugarannsóknir verði sú grein vís- inda sem muni verða í hvað mestri andstöðu við ríkjandi trúarbrögð í heiminum á næstu árum því þar stíga vísindamenn inn á einkalóð trúarbragða og heimspeki; manns- andann sjálfan. Það er alveg rétt hjá mér að vísindin hafi velt trúar- brögðunum af þeim stalli sem þau sátu eitt sinn á. Þau eru ekki lengur það ægivald sem þau voru. Guð © Varðandi mannréttindi held ég varla að ég þurfi að tíunda allt það óréttlæti og mannréttindabrot sem framin eru í heiminum í nafni trúarbragða. Reglulega fara fram mótmæla- göngur í Frakklandi og víðar til að mótmæla samkynhneigðum. Þar eru áhrif trúar og kennisetn- inga mjög áberandi. Þeir sem sjá það ekki vilja einfaldlega ekki sjá það. Staða kvenna er annað dæmi. Mér og mörgum öðrum finnst trúar brögðin gjarnan gera lítið úr konum og setja þær skör lægra en karlmenn. Þetta staðfestist hræði- lega með afstöðunni til fóstureyð- inga. Þar víkja sjálfsögð réttindi kvenna til að ráða yfir sínum lík- ama gjarnan fyrir trúarkredd- um. Árið 2012 lést Savita Halapp- anavar á spítala á Írlandi vegna fóstur missis. Læknar hefðu líklega getað bjargað lífi hennar en gátu ekki samkvæmt lögum sem banna fóstur eyðingar. Að halda því fram að mannrétt- indi séu í fullkominni harmóníu við hinn svokallaða kærleiksríka guð reynist því ekki standast skoðun. Alhæfingar presta um annað reyn- ast innantómar þversagnir. Séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, segir til dæmis í svargrein sinni Guð og Jón Gnarr 17. febrúar að „Afstaða til samkynhneigðra sé t.d. oft- ast fremur menningarmál en mál trúar“. Ég er ekki sammála því. Auk þess er það afstaða þjóðkirkj- unnar að „Hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða“. Og er það ekki þannig úti um allan heim? Hommar og konur verða aldrei páfar Margir þeirra sem tjá sig segja að þeim finnist ég ekki hafa rétt á að tjá mig á þennan hátt, ég hafi hvorki mennt- un né vit til að ræða um þessi mál, „hvorki siðferðilegan né vitsmuna- legan rétt“, eins og séra Sigurður Árni segir í grein sinni. Bæði hann, séra Bjarni Karlsson og fleiri virðast líka þeirrar skoðunar að ekki megi gera grín að trú fólks. Það þykir mér hættulegt viðhorf. Erum við örugg- lega ekki að grínast með það? Flestir gera alvarlega athugasemd við að ég skuli alhæfa að guð sé ekki til. Samt alhæfa þeir sjálfir hið gagnstæða á hverjum degi og hafa gert lengi. Guð er ekki bara til, hann er kær- leikur og hann er svona og hinsegin. Hvað er það sem gefur þeim rétt til þess en meinar mér þess sama? Ég get ekki fallist á það. Ég get heldur ekki fallist á þá niðurstöðu margra að þótt ég hafi ekki fundið guð þá hafi guð fundið mig. Séra Sigurvin Jónsson, prestur í Neskirkju, gerði grein mína að umtalsefni í prédikun sinni 15. febrúar og sagði meðal ann- ars: „Hugmyndin um persónulegan Guð er ekki fjarlæg og óskynsamleg, heldur aðgengileg öllum sem eru fús að leita hans í bæn.“ Þarna er verið að snúa út úr og svara alhæfingu með annarri alhæf- ingu. Það er líka verið að hæðast að minni sögu og gera lítið úr minni lífsskoðun. Það skipti engu máli hvað mér finnst því guði finnst annað og eina ástæðan fyrir að ég hafi ekki fundið hann sé að ég sé rati og hafi ekki leitað nógu vel. Ég vil minna trúmenn á að trú- leysi er lögvarin lífsskoðun á Íslandi. Ég er meðlimur í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista. Ég er stolt- ur húmanisti. Ég hef nákvæmlega sama rétt og hver annar til að tjá mig um lífsskoðanir mínar og tjá mig á hvern þann hátt sem mér sýn- ist. Ólíkt mörgum öðrum er ég svo heppinn að vera borgari í lýðræðis- samfélagi sem virðir tjáningar- frelsið. Guð er ekki einkamál presta. Þeir eru engir rétthafar að guðshug- takinu. Prestar hafa atvinnuöryggi sitt og lífsafkomu af því að tala um og boða trú. Þeir nýta þann rétt eins og þeim þykir þurfa. Ég þekki þessa presta alla og að góðu einu og bið þá, og aðra trúaða, um að virða minn rétt, eins og þeir virða önnur trúar- brögð. Ég hef atvinnu og lífsafkomu af gríni. Ég geri grín að því sem mér þykir þurfa að gera grín að, á þann hátt sem ég vil og þegar ég vil. Ég er Charlie! Grín er dauðans alvara Komdu í yoga Lækkar blóðþrýstinginn Betri svefn Áhersla á mjóbak og axlir Rétt öndun góð slökun Kennt í Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði - Sími: 691 0381 - Kristín Björg Hjónaafsláttur Yoga l /stólar • Ertu með vefjagigt • Ertu Í yfirþyngd • Ertu að ná þér eftir veikindi • Ertu komin á efri árin Yoga ll • Aukinn liðleiki • Aukinn kraftur • Aukinn styrkur • Aukið jafnvægi Yoga lll Ertu að æfa en vilt ná lengra með krefjandi yogaæfingum Mikill skoðanamunur innan ríkisstjórnarinnar: Ráðherra varð heimaskítsmát 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 0 -9 8 6 0 1 3 E 0 -9 7 2 4 1 3 E 0 -9 5 E 8 1 3 E 0 -9 4 A C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.