Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 34
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGINTÆKNI | 34 lengi að gera vart við sig (HIV). Við værum varnarlaus gegn veiru sem sameinar þessa þætti. Þrátt fyrir öflugar sjúkdómavarnir er aukið þéttbýli vandamál og öflugri sam- göngur opna á nýjar og alvarlegri smitleiðir. 4. Hrun vistkerfa Aldauði er hugtak sem notað er yfir atburð þegar yfirgnæfandi meirihluta einstaklinga af ákveð- inni tegund drepst. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum, til dæmis með risaeðlunum. Út frá gífurleg- um fjölda tegunda sem er útrýmt á ári hverju eru margir sem full- yrða að við lifum núna á nýju skeiði aldauða. 5. Hrun samfélaga Hér er vísað til efnahagskreppu og félagslegs glundroða sem fylgir í kjölfarið. Höfundarnir benda á að heimsskipan stjórnmála og fjár- mála byggist á nokkrum stórum kerfum sem öll reiða sig hvert á annað til að þrauka. Ekki vænlegt til árangurs. 6. Árekstur við smástirni Við fáum heimsókn frá stóru smá- stirni (5 km í þvermál) á 20 milljóna ára fresti eða svo. Blessunarlega þekkjum við þessa ógn nokkuð vel. Sjálfur áreksturinn yrði alvarlegur en stóra vandamálið verður rykský- in sem leggjast yfir jarðkringluna og kæfa gróður og menn. 7. Ofureldstöð Þær þekkjum við líka vel. Rétt eins og vandamálið með smástirnið þá eru það gosagnir sem þyrlast upp í andrúmsloftið sem verða stóra vandamálið með tilliti til samgangna og fæðuframleiðslu. Við vitum um tuttugu ofureldstöðvar sem stendur. 8. Líftækni Við erum rétt að fóta okkur í spenn- andi heimi líftækninnar. Þrátt fyrir að erfðabreytt matvæli gefi góða raun er regluverkið í þessum bransa ungt og máttlítið þegar frumkvöðl- ar eru annars vegar. Hættan á stór- felldum breytingum á vistkerfum er sannarlega áhyggjuefni, svo ekki sé minnst á þróun efnavopna. 9. Nanótækni Önnur tækni sem við skiljum ekki nægilega vel en möguleikarnir eru stórkostlegir. Rannsakendur benda á hættuna á þróun véla sem framleiða eftirlíkingar af sjálfum sér sem mögulega geta yfirtekið umhverfi sitt. 10. Gervigreind Raunveruleg gervigreind, ekki meðalsnjallar vélar heldur vélar með yfirburðagreind eru fyrir- bæri sem við munum, eðli málsins samkvæmt, ekki skilja. Hvernig stjórnum við því sem við skiljum ekki? Hvað ef velferð mannanna skiptir ofurgreinda vél ekki nokkru máli? PODCAST Mér finnst huggulegt að geta hlustað á fína örþætti á meðan ég labba á milli staða. Mæli sérstaklega með þáttunum This American Life og Freakonomics. QUIZUP Þetta íslenska spurningakeppnisapp hefur löngu sannað sig sem frábær tímaþjófur. Ég bíð spennt eftir nýju útgáfunni. TWITTER Ég var lengi hrædd við Twitt er en við að ná smám saman tökum á því sýnist mér það vera skemmtilegasti samfélagsmiðillinn. NIGHT SKY Sniðugt app fyrir okkur sem lærðum aldrei almennilega hvernig Karlsvagninn lítur út með því einfaldlega að beina símanum til himins. DUOLINGO Tungumálakennsluapp þar sem þú verður að ná ákveðinni færni til að komast áfram eins og í tölvuleik. Skemmtilegt að læra ítölskuna sem mig hefur alltaf langað til að kunna. UNTAPPD – DISCOVER BEER Samfélagsleg viðbót við aukna bjórmenn- ingu landans þar sem bjóráhugamenn geta deilt myndum og staðsetningu bjórsöturs með athugasemdum og einkunnagjöf. PERIOD TRACKER Fyrsta appið sem ég fékk mér á eftir Facebook. Sniðugt app sem lærir inn á tíða- hring hverrar konu betur en hún sjálf, sem getur aldeilis verið nytsamlegt. MENIGA Skynsamlegt app þótt það sé svolítið erfitt að hætta að vera í fullkominni afneitun um hvað ég eyði peningunum mínum í. Þróun í rétta átt EVOLVE ★★★★ ★ Turtle Rock Studios/ XBOX ONE/PS4 SPENNA Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í satan- íska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömu- leiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóð- nemann. - khn T. S. Eliot veltir fyrir sér í stórvirki sínu The Holl-ow Men tilgangsleysi mannsins, vonleysinu sem sífellt gerir vart við sig í skúmaskotum mannshugans. Eliot fullyrðir í lokin að heimurinn farist ekki með hvelli, heldur kjökri. Mögulega sá Eliot ekki stóru myndina. Mögulega er enginn tilgangur annar en að bæta heiminn. Þetta er að minnsta kosti það sem Dennis Pamlin og Stuart Armstrong, rannsakendur hjá Global Challenge Foundation og Fut- ure of Humanity-stofnuninni lögðu til þegar þeir skráðu tíu líklegustu sviðsmyndirnar fyrir ragnarök út frá vísindalegum heimildum. Hætt- urnar eru til staðar og munu líklega raungerast. Það er markmið okkar að koma í veg fyrir það. 1. Stórfelldar loftslagsbreytingar Þetta ætti ekki að koma á óvart. Óvissuþættirnir eru margir (þiðnun sífrera o.fl.) og gera það að verkum að erfitt er að segja til um hversu mikið hitastig kemur til með að hækka. Bjartsýnismenn segja 2°C, aðrir gera ráð fyrir 4°C og 6°C á næstu öldum. Slík hækkun mun hafa ólýsanleg áhrif á vistkerfi jarðar. Fótunum er kippt undan til- vist mannsins. Það sem meira er þá vitum við að loftslagsbreytingar hafa verið orsökin fyrir hruni sið- menninga áður. 2. Kjarnorkustyrjöld Gömul og góð hugmynd. Hér er áhersla lögð á samskipti kjarnorku- veldanna, hvernig þeim er háttað og líkur á átökum. Styrjöld sem þessi og kjarnorkuveturinn sem fylgir mun að öllum líkindum raska fæðu- framleiðslu heimsins. T.S. Eliot hefði verið hrifinn af þessu. Í kjarnorku- styrjöld sveltum við. 3. Hnattræn farsótt Við þekkjum pestir sem eru ólækn- anlegar (ebóla), banvænar í meiri- hluta tilfella (hundaæði), gríðarlega smitandi (venjulegt kvef) og eru Stórfelldar loftslagsbreytingar líklegasta orsök heimsendis Hvernig ferst heimurinn? Ný rannsókn byggð á vísindalegum gögnum útlistar líklegustu ástæður heimsendis. Markmið rannsóknarinnar er að hvetja fólk til umhugsunar um hætturnar. EVOLVE Leikurinn er ný nálgun á skotleiki. 1 9 23 6 UPPÁHALDS ÖPPIN8 Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is 3G 9:41 AM NightSky Twitter PeriodTracker QuizUp PodCast DuoLingo Untappd Meniga 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 0 -E C 5 0 1 3 E 0 -E B 1 4 1 3 E 0 -E 9 D 8 1 3 E 0 -E 8 9 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.