Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 2
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Mallorca Vikulegt flug í allt sumar Verð frá 79.900 kr.* *Flugsæti til Palma – báðar leiðir. VITA – Skógarhlíð 12 – Sími 570 4444 DÓMSMÁL Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. Sérfræðingarnir tveir, geðlæknir og lagaprófess- or, munu meta hvort og þá hvaða afleiðingar gæslu- varðhaldið hafði á Einar, en hann sat í gæsluvarð- haldi í sex mánuði þegar hann var grunaður um að hafa skipulagt hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður árið 2012 bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Einar stefndi íslenska ríkinu til greiðslu rúm- lega 74 milljóna króna í skaðabætur, en því máli var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um tjónið sem Einar telur sig hafa orðið fyrir. Nú hyggst hann hins vegar sanna tjón sitt með mati sérfræðinga. Í stefnunni kom fram að Einari leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð og samkvæmt læknis- vottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi. - fbj Einar Ingi Marteinsson telur sig hafa hlotið mikið tjón af gæsluvarðhaldi: Meta andlegt tjón Einars Boom Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík á miðvikudag þar sem DAS- hljómsveitin lék fyrir dansi á öskudags- balli. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfs- afmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmónikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum. Fjör á öskudagsballi Hilmar J. Malmquist, for-stöðumaður Náttúruminja- safns, sagði að leigusamn- ingi þess hefði verið sagt upp og algjör óvissa væri um öll húsnæðismál safnsins. Staðan væri verri en nokkru sinni. MENNING Íslenskur kvikmyndaiðn- aður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, hand- ritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störf- uðu átta konur við búninga en eng- inn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu hand- rit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karl- ar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðar kona sem hefur starfað við tugi kvik- mynda, auglýsinga og sjónvarps- þátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðn- aðurinn er kynjaskiptur á alheims- vísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breyt- ast, þær konur sem starfa í þess- um iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmynda- gerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærn- ari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórn- unarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðl- ar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmynda- tökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvik- myndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í land- inu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stutt- myndagerð. En stærstu peningarn- ir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ kristjanabjörg@frettabladid.is Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Kvennastörf eru lægra metin en karlastörf í íslenskri kvikmyndagerð. Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona segir tækin og tólin meira metin en farða og flíkur í heimi kvikmyndanna. KJARAMÁL Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, segir mikla vinnu hafa verið unna varðandi nýtt vinnu- mat hjá kennurum. Það yrðu því vonbrigði ef kennarar sam- þykktu ekki þann legg kjara- samninganna sem að þeim snýr. Komið hefur fram að deilt er innan kennarastéttarinnar um vinnumatið. Ef kennarar fella ákvæðið verða samningar lausir. „Ég vonast auðvitað til að þetta verði samþykkt því að ég held að það verði til mikilla bóta fyrir skólastarfið,“ segir Illugi. - kóp Vonast eftir samþykki: Segir breytingu bæta skólastarf STJÓRNSÝSLA Fangelsismálastofnun er flutt úr Borgartúni 7 í rýmra húsnæði að Austurströnd 5 þar sem Landlæknir var til ársins 2011. Sérstök viðtalsherbergi eru á nýja staðnum. „Í Borgartúni komu skjólstæðingar í misjöfnu ástandi inn á skrif- stofur starfsfólks og jafnvel undir áhrifum fíkniefna. Það gátu skapast óþægilegar aðstæður,“ segir Páll. Hann getur þess að til standi að sameina stofnanir sem eru með skrifstofur í Borgartúni 7. „Fjármálaráðuneytið kannaði afstöðu okkar til að flytja og við vildum auðvitað vera liðleg,“ segir fangelsismála- stjóri. Ríkið gerði árið 2002 óuppsegjanlegan leigusamning við Neshús ehf. um húsnæðið að Austurströnd, sem er 937 fm, til 25 ára. Mánaðar- leigan er um 2,3 milljónir króna. - ibs Rýmra um Fangelsismálastofnun sem er komin á nýjan stað: Vildu vera liðleg við ráðuneytið PÁLL WINKEL Fangelsismálastjóri er ánægður með betri aðstöðu á nýjum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKAÐABÓTAMÁL Einar Boom sat í sex mánuði í gæsluvarð- haldi en var sýknaður á báðum dómstigum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ➜ Sigrún Magnúsdóttir um- hverfisráðherra velti því upp hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingar Evróputilskipana. Hún sagði reglugerðafarg- anið sem bærist í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, lengi hafa verið eitur í beinum Fram- sóknarmanna og annarra. Dögg Mósesdóttir, for- maður Wift, samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, segir ákveðinn valdastrúktúr í kvikmyndagerð sem flestir séu blindir á. Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í íslenskri kvik- myndagerð árið 2014. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra greindi frá vilja sínum til að selja ríkiseignir til að greiða fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ríkið ætti umtalsverðar eignir sem koma mætti í verð. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, las upp úr tölvupósti á bæjarstjórnarfundi þar sem fram kom að í tvígang hefði verið reynt að finna út hver rætt hefði við tiltekinn bæjarstarfsmann úr símkerfi Hafnarfjarðarbæjar. FIMM Í FRÉTTUM SAFN Á GÖTUNNI OG MILDARA ORÐALAG HLUTIRNIR BREYTAST HÆGT Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona tekur undir að kvikmyndaiðnaður sé kynjaskiptur en segist merkja breytingar. GRIKKLAND Fjármálaráðherr- ar evruríkjanna nítján reyndu á neyðarfundi að finna lausn á skuldastöðu Grikklands eftir að ný ríkisstjórn landsins hafn- aði skilmálum lánasamninga við Evrópska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Grikkir vildu sex mánaða framlengingu á afborgunum lána á gjalddaga næstu mánaðamót en fengu fjögurra mánaða frest. „Við erum ekki einu sinni að fara fram á að þau mæti okkur á miðri leið heldur aðeins hluta leiðarinn- ar,“ sagði Yanis Varoufakis, fjár- málaráðherra Grikklands. - kbg Samkomulag við Grikki: Fengu frest í fjóra mánuði Leikstjórar 7 karlar 0 konur Handritshöfundar 13 karlar 0 konur Kvikmyndataka 8 karlar 0 konur Klipping 5 karlar 2 konur Tónlist 7 karlar 0 konur Hljóðhönnun 10 karlar 0 konur Leikmynd 7 karlar 2 konur Búningar 0 karlar 8 konur Gervi 0 karlar 6 konur Brellur 4 karlar 0 konur ÖLL LISTRÆN STÖRF UTAN LEIKS 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 0 -9 D 5 0 1 3 E 0 -9 C 1 4 1 3 E 0 -9 A D 8 1 3 E 0 -9 9 9 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.