Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 21.02.2015, Blaðsíða 112
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 68 KÖRFUBOLTI Bikarúrslita dagur er runninn upp í körfu boltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýnd- ir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleik- urinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR- liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Kefl- víkingar eiga í smá meiðslavand- ræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavík- ur, er meidd og verður líklega ekki með. Hrafn röngum megin? KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálf- ari liðsins þá var Hrafn Kristjáns- son sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikar- sigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Sverrir enn og aftur í Höllinni Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Kefla- vík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlings dóttir (2004) og Ingibjörg Jakobs dóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeist- arar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálf- ari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslita- helginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grinda- víkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töp- uðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur. Getum bara hægt á þeim „Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögu- leika á að vinna KR,“ segir Just- in Shouse, leikmaður Stjörnunnar. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikar- úrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherj- inn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inni í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flest- um stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin. Fyrir fimm árum fór Justin fyrir Stjörnu- liðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikar- úrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðar- son innanborðs. „Maður lærir af svo- leiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin. Stjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kana- skiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leikn- um sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó að þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Gott fyrir ferilskrána „Við erum rosalega spennt- ar og það er góð stemning í mann- skapnum,“ segir Pálína Gunn- laugsdótt- ir, leik- maður Grinda- víkur. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mætt- ust 11. febrú- ar í gen er al- prufu fyrir úrslitaleik- inn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sér- staklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína. Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefð- bundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleik- inn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum.“ Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörin besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Kefla- vík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grinda- víkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir.“ SPORT FULLTRÚAR LIÐANNA FJÖGURRA SEM SPILA TIL ÚRSLITA Í DAG Talið frá vinstri: Brynjar Þór Björnsson (KR), Sandra Lind Þrastardóttir (Keflavík), Pálína Gunnlaugsdóttir (Grindavík) og Dagur Kár Jónsson (Stjarnan). FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Fréttablaðið fékk sex leikmenn úr sex liðum úr bæði Dominos-deild karla og kvenna í körfubolta til að spá um úrslita- leikina í Powerade-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag. Fimm af sex spá KR-liðinu sigri í karlaleiknum og það er aðeins Þórsarinn Grétar Ingi Erlendsson sem hefur trú á Stjörnuliðinu. Það er útlit fyrir mjög spenn- andi úrslitaleik því það eru jafn margar sem spá Keflavík sigri og spá Grindavík sigri. Snæfell- ingurinn, Haukakonan og Blikinn spá Keflavík sigri en Valsarinn, Hamarsstelpan og KR-ingurinn hafa meiri trú á Grindavík. - óój KARLALEIKURINN KL. 16.00 PÉTUR RÚNAR BIRGISSON, TINDASTÓL KR vinnur með 7 stigum Maður leiksins: Michael Craion, KR LOGI GUNNARSSON, NJARÐVÍK KR vinnur með 7 stigum Maður leiksins: Helgi Már Magnússon, KR EMIL BARJA, HAUKUM KR vinnur með 9 stigum Maður leiksins: Michael Craion, KR GRÉTAR INGI ERLENDSSON, ÞÓR ÞORL. Stjarnan vinnur með 2 stigum Maður leiksins: Marvin Valdimarsson, Stjörnunni JÓHANN ÁRNI ÓLAFSSON, GRINDAVÍK KR vinnur með 4 stigum Maður leiksins: Helgi Már Magnússon, KR SIGURÐUR ÞORVALDSSON, SNÆFELLI KR vinnur með 16 stigum Maður leiksins: Michael Craion, KR KVENNALEIKURINN KL. 13.30 HILDUR SIGURÐARDÓTTIR, SNÆFELLI Keflavík vinnur með 13 stigum Maður leiksins: Birna Valgarðsdóttir, Keflavík AUÐUR ÍRIS ÓLAFSDÓTTIR, HAUKUM Keflavík vinnur með 8 stigum Maður leiksins: Carmen Tyson-Thomas ef hún spilar en annars Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík GUÐBJÖRG SVERRISDÓTTIR, VAL Grindavík vinnur með 7 stigum Maður leiksins: Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík SALBJÖRG SÆVARSDÓTTIR, HAMRI Grindavík vinnur með 3 stigum Maður leiksins: Petrúnella Skúladóttir, Grindavík BJÖRG GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, KR Grindavík vinnur með 5 stigum Maður leiksins: Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík JÓHANNA SVEINSDÓTTIR, BREIÐAB. Keflavík vinnur með 4 stigum Maður leiksins: Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Hvernig fer í Höllinni í dag? Ekki hægt að stoppa KR Bikarúrslitin í körfunni fara fram í dag. Kefl avík mætir Grindavík í kvennafl okki og KR og Stjarnan eigast við í karlafl okki. Búist er við spennuleik hjá konunum en eins og 2009 er Stjarnan litla liðið hjá körlunum. MEÐ STJÖRNUNNI FRÁ 2008 Justin Shouse í leik með Stjörnunni fyrir sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKÍÐAGANGA Sævar Birgisson skíða- göngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda og missti af mörgum mótum. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanad- íska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður- Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annaðhvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað- hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almenni- legum árangri,“ segir hann. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Held áfram næstu þrjú árin eða hætti VILL KOMAST TIL SUÐUR-KÓREU Sævar var fánaberi Íslands á Vetrar- ólympíu leikunum í Sotsjí. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Bakvörðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur við að hætta og mun spila með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deild karla í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað með KR allan sinn feril fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð. „Ég ætlaði að hætta en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér,“ sagði Guðmundur Reynir við Vísi í gær en Egill Jónsson verður í láni hjá Ólafsvíkingum auk þess sem Torfi Karl Ólafsson gekk til liðs við félagið frá KR í vetur. „Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur en hann samdi við Víking til 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR sumarið 2016. Það er enn óvíst.“ - esá Guðmundur Reynir orðinn Ólsari 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 E 0 -D 8 9 0 1 3 E 0 -D 7 5 4 1 3 E 0 -D 6 1 8 1 3 E 0 -D 4 D C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.