Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 14

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 2013 Mussudagar ff f f f 50% afsláttur af öllum mussum, fimmtudag, föstudag og laugardag Ármúla 18 Húsi Máls og menningar s. 511 3388 s. 511 3399 Flott í jólapakkann Ljósin tendruð á jólatrénu Ljósin verða tendruð á jólatrénu við hátíðlega athöfn, laugardaginn 7. desember kl. 16:00 Að þessu sinni verður tréð staðsett fyrir framan Byggðasafnið að Görðum vegna vinnu við breytta ásýnd Akratorgs Góðir Akurnesingar! Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakross- um í kirkjugarðinum nú í byrjun aðventunnar. Afgreiðslutímar að þessu sinni verða laugardaginn 30. nóvember kl. 11-16, sunnudaginn 1. desember kl. 11-16 og laugar- daginn 7. desember kl. 13-16. Ákveðið hefur verið að verð fyrir hvern kross verði kr. 6.000. Lions- klúbbur Akraness hefur frá árinu 1958 styrkt Sjúkrahúsið á Akra- nesi, nú Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi með tækjagjöf- um. Lionsklúbburinn mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til stuðnings Heilbrigðisstofnun Vest- urlands. Upplýsingar um útleigu krossanna gefa Valdimar Þorvalds- son í síma 897-9755 og Ólafur G. Ólafsson í síma 844-2362. Þá má panta krossa á netfangið olafurg@ sjova.is og valdith@aknet.is Um leið og við Lionsmenn þökk- um kærlega fyrir frábæran stuðning undanfarin ár vonumst við til þess að sá stuðningur haldi áfram. Bestu kveðjur, Lionsklúbbur Akraness. Slökkviliðsmenn heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Alltof mörg heim- ili eru berskjölduð fyrir eldsvoð- um. Slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í Eldvarnaátaki Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna, LSS, í aðdrag- anda hátíðanna. Þeir hvetja al- menning til að efla eldvarnir á heimilum en kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyrir eldsvoð- um. Ungt fólk og leigjendur eru þar í mestri hættu samkvæmt könnunum sem Capacent Gal- lup hefur gert fyrir LSS og Eld- varnabandalagið. Allt of mörg heimili hafa engan eða of fáa reykskynjara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næturlagi. Innan við helming- ur heimila er með eldvarna- búnað sem slökkviliðsmenn telja lágmarksbúnað. Það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heim- ilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúð- arráðstafana. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Slökkvitæki við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á sýnileg- um stað nálægt eldavél. Mjög vant- ar á að þessi lágmarksbúnaður sé al- mennt á heimilum landsmanna. LSS efnir því til átaks um að fræða fólk um eldvarnir og mikil- vægi þeirra dagana 21.-29. nóvem- ber. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land á fimmta þúsund átta ára börn í grunnskólum til að fræða þau og fjöl- skyldur þeirra um eld- varnir. Þeir birta einn- ig auglýsingar í fjöl- miðlum til að minna fólk á mikilvægi reyk- skynjara. Slökkviálfarn- ir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu- Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarn- ir fá einnig handbók Eld- varnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim. Helstu styrktarað- ilar Eldvarnaátaksins eru Mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið Bruna- bótafélag Íslands, TM og slökkviliðin í landinu, segir í tilkynningu vegna eldvarnarátaks- ins. þá Ljósakrossunum komið fyrir í kirkjugarðinum á Akranesi Slökkviliðsmenn hvetja fólk til að efla eldvarnir á heimilum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.