Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 18

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Uppsala-Edda Klúður eða kennslubók? Heimir Pálsson flytur Heimir er ritstjóri bókarinnar Uppsala-Edda. Handritið DG 11 4to, sem Snorrastofa gaf út á árinu í samvinnu við bókaúgáfuna Opnu. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudaginn 3. des. 2013 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Falleg föt á góðu verði ff f f f Aðalfundar Umhverfisvaktarinn- ar við Hvalfjörð var haldinn 12. nóvember síðastliðinn. Á fundin- um voru samþykktar fimm tillögur sem óskað hefur verið eftir að birt- ust í Skessuhorni: Styrkur flúors mældur 1. Aðalfundur Umhverfisvaktar- innar við Hvalfjörð, haldinn 12. nóvember 2013, skorar á um- hverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra að beita sér fyrir því að styrkur flúors í andrúmslofti verði mældur allan ársins hring í Hval- firði, en ekki einungis yfir gróðr- artímabilið eins og nú er. Bent skal á að í starfsleyfi Norðuráls er gert ráð fyrir að unnt sé að stunda hefðbundinn búskap utan þynn- ingarsvæðis vegna flúors en reynd- in er sú að mikið magn flúors hef- ur mælst bæði í sauðfé og hross- um á svæðinu. Heilsu búfjárins er hætta búin vegna flúormengun- ar frá Norðuráli, eins og lesa má í skýrslu iðjuveranna á Grundar- tanga um umhverfisvöktun. Brennisteinstvíoxíð verði mælt 2. Aðalfundur [...] skorar á um- hverfis- og auðlindaráðherra og at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra að að fylgjast sérstaklega með los- un á brennisteinstvíoxíði á iðnað- arsvæðinu á Grundartanga þar sem slík mengun er komin yfir skil- greind þolmörk sbr. skýrslu Faxa- flóahafna sem gefin var út s.l. vor. (Grundartangi, úttekt á Umhverf- isáhrifum, útg. í maí 2013). Fund- urinn skorar á ráðherra að beita sér fyrir því að stofnanir sem undir hann heyra taki mið af stöðu meng- unar á Grundartanga, við útgáfu starfsleyfa, við ákvörðun losunar- heimilda til iðjuveranna og við eft- irlit með mengun á svæðinu. Viðbragðsaætlun verði gerð 3. Aðalfundur [...] skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að útbúin verði viðbragðsáætlun vegna mögulegra bilana í hreinsivirkjum Norðuráls og Elkem, svo og í mengunarvarnarbún- aði annarra iðjuvera á Grundartanga. Stuðningur við Hraunavini 4. Aðalfundur [...] lýsir yfir einlæg- um stuðningi við baráttu Hraunavina vegna verndunar Gálgahrauns. Fund- urinn bendir á, að frestun á gildistöku nýrra náttúrverndarlaga býður upp á það að félög og samtök sem beita sér fyrir náttúruvernd verði hundsuð af yfirvöldum í framtíðinni. Slíkt væri í hróplegu ósamræmi við Árósasamn- inginn um umhverfisvernd og mann- réttindi sem var fullgiltur af íslensk- um stjórnvöldum 2011. Tryggi öryggi Grundartangahafnar 5. Aðalfundur [...] skorar á Faxaflóa- hafnir að tryggja öryggi umhverf- isins eigi höfnin á Grundartanga að vera öryggishöfn. Að til sé búnað- ur og sérþjálfað starfsfólk til að tak- ast á við hvern þann vanda sem upp kemur, svo sem olíluleka, efnameng- un eða eldsvoða. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn frumsýndi leikritið Sagnakonan sl. föstudag í Safnaskálanum í Görð- um. Höfundur verksins er Óskar Guðmundsson og leikstjóri Jakob S. Jónsson. Það fór vel að vera með þessa sýningu á þessum stað, þar sem þetta fjallar um sagnakonuna Guðnýju Böðvarsdóttur frá Görð- um á Akranesi. Þessi kona hef- ur verið nánast óþekkt, eins og svo margar formæður okkar frá þessum tíma. Íslendingasögurnar snúast meira um karlmennina en kvenfólk- ið, þó svo að nokkrir kvenskörung- ar séu nefndir þar. Guðný var dótt- ir Böðvars Þórðarsonar í Görðum. Hún var fædd um 1147/1148, var ung gefin Hvamms-Sturlu og eign- aðist með honum fimm börn. Hún bjó á Hvammi í Dölum á bæ Auð- ar djúpúðgu sem hún leit greinilega mjög upp til. Síðustu æviárin bjó hún í Reykholti hjá Snorra syni sín- um. Guðný segir frá ýmsu drama- tísku sem gerðist á þessum tíma, deilum milli höfðingja, ástum og ferðalögum. Hún sjálf hafði meira að segja farið til Noregs. Það var gaman að heyra Guð- nýju rekja ættir sínar og gaman að því hversu vel sagan var fléttuð inn í nútímann. Leikhúsgesturinn lif- ir sig alveg inn í söguna þegar hún er að segja frá öllu því sem gerðist á þessum tíma. Maður dettur alveg inn í gamla tímann og söguna sem er á alvarlegri nótum þegar Ingi- bjargirnar þrjár skjóta inn einhverj- um setningum sem tengjast nútím- anum og maður brestur í hlátur. Það er samt svo einkennilegt hvað sumt getur verið líkt með gamla tímanum og nútímanum og passar vel saman. Guðbjörg Árnadóttir leikur Guð- nýju og ferst það vel úr hendi. Hún hefur þessa góðu sagnakonu rödd sem nær til sýningargesta. Ingi- bjargirnar þrjár eru leiknar af Þór- dísi Ingibjartsdóttur, Erlu Gunn- arsdóttur og Lilju Rut Bjarnadótt- ur. Þær eru flottar í sínum hlut- verkum og alveg „sultu-slakar“ eins og þær segja sjálfar. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hún er vel skrifuð, vel leikin og skemmtileg. Næstu sýningar á Sagnakonunni verða í Safnaskálanum þriðjudaginn 26. nóv., fimmtudaginn 28. nóv., laugardaginn 30. nóv. og mánudag- inn 2. des. Sýningartími er klukkan 20 alla dagana. Miðapantanir eru í símum 897-4125. Einnig er hægt að panta á netfanginu: skagaleikfl@ gmail.com S. Halla Kjartansdóttir. Ályktað um umhverfismál á aðal- fundi Umhverfisvaktarinnar Sagnakonan Guðný í Görðum Leikendur í sýningunni, Lilja Rut Bjarnadóttir, Erla Gunnarsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir og Þórdís Ingibjartsdóttir. Snæfellingur 50 ára 2. desember 2013 Í tilefni af því verður boðið í afmæliskaffi mánudaginn 2. desember kl. 20 á Vegamótum, Eyja-og Miklaholtshreppi Snæfellingur var stofnaður á Vegamótum 2. des. 1963 Fundarboðandi var Leifur Kr. Jóhannesson. Við munum veita verðlaun til knapa, ræktenda og heiðursfélaga. Gott væri að vita hverjir koma svo við getum áætlað hvað þarf með kaffinu. Megið senda okkur línu eða bara heyra í okkur fyrir 1. des. Ásdís 845 8828 asdissig67@gmail.com Sigga 893 1584 herborg@emax.is Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.