Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Side 24

Skessuhorn - 27.11.2013, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Bókaverzlun Breiðafjarðar Stykkishólmi S K E S S U H O R N 2 01 3 Þú færð jólagjafirnar hjá okkur Falleg lítil verzlun, í gamla apótekinu Stykkishólmi Einnig umboð fyrir Símann, Happdrætti Háskólans, SÍBS, og DAS Hafnargötu 1 • Stykkishólmi • 438 1121 BÆKUR • RITFÖNG • LEIKFÖNG • GARN • GJAFAVARA Verið hjartanlega velkomin Jólamarkaður – laus pláss HINN HÁTÍÐLEGI JÓLAMARKAÐUR FRAMFARAFÉLAGS BORGFIRÐINGA verður haldinn laugardaginn 7. desember í Gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal frá 13:00 til 17:00. Á markaðnum verður fagurt handverk og úrval gæðaafurða. Komið og njótið þess besta sem sveitin býður! Enn eru nokkur laus pláss fyrir söluaðila. Hafið samband við Írisi 863 3028 eða Eddu 699 2636 Síðustu misserin hafa tveir ungir menn í Dölunum og á Barðaströnd unnið að því að byggja upp sjávar- útvegsfyrirtæki í útgerð og vinnslu í Búðardal. Þetta eru þeir félagarn- ir Baldur Þórir Gíslason og Breki Bjarnason sem standa að fyrirtæk- inu Sæfrosti ásamt feðrum sín- um. Félagið var formlega stofnað í febrúar síðastliðnum og að jafn- aði starfa um fimm manns hjá fyrir- tækinu. Síðasta sumar voru 16 sem höfðu vinnu á makrílvertíðinni. Það voru einmitt Baldur Þórir og Gísli Baldursson faðir hans sem byrjuðu einir síns liðs makrílveiðar á Stein- grímsfirði síðsumars 2011. Breki bættist síðan við á sínum báti sum- arið eftir, 2012. Þetta voru frum- herjarnir í veiðum á makríl í Stein- grímsfirði, á því mikla veiðisvæði þar sem síðasta sumar voru hátt í 50 bátar á veiðum á fremur litlum firði, en Steingrímsfjörður var að- alveiðisvæði smærri báta á makríl bróðurpartinn af vertíðinni. Kynntust í byggingarvinnu Þeir Baldur Þórir og Breki kynntust þegar þeir unnu saman í byggingar- vinnu í Reykjavík haustið 2004. „Þá var ég nýlega byrjaður á gráslepp- unni með pabba. Síðan þá höfum við verið að pæla í ýmsu saman og mest eitthvað sjávarútvegstengdu. Það er oft gaman hjá okkur í þess- um pælingum ekki síst síðasta sum- ar þegar við vorum að tala saman í síma og planleggja sitthvoru meg- in við fjörðinn, hann norðan meg- in og ég að sunnan,“ segir Bald- ur Þórir. Eins og áður segir standa þeir í útgerð ásamt feðrum sínum og hvor um sig gera út þrjá minni báta. Baldur Þórir og Gísli fað- ir hans gera út á grásleppuna frá Skarðsstöð. Breki, sem er frá Auðs- haug, - austasta bænum í Vestur- Barðastrandsýslu, er með útgerð ásamt Bjarna Kristjánssyni föður sínum á Brjánslæk. Báðar útgerð- irnar hafa um árabil gert út á grá- sleppuna. Breki keypti sér eigin bát vorið 2007 og var þá trúlega yngsti skipstjórinn á vertíðinni. Hann er í dag 29 ára, þremur árum yngri en Baldur Þórir. Þeir félagar segja að grásleppuveiðarnar hafi í sjálfu sér gengið vel í þá þrjá mánuði, sem vertíðin yfirleitt stendur að sumr- inu, en verð á grásleppuhrognum séu upp og niður og voru eiginlega í lágmarki á þessu ári. Byrjuðu í gamni á makrílnum Eins og áður segir byrjuðu þeir feðgar Baldur Þórir og Gísli á makrílveiðum á Steingrímsfirði síðsumars 2011. „Þetta var bara í gamni sem við fórum í þetta, enda þá engin vinnsla til að taka við mak- rílnum. Við vorum bara ósköp kát- ir með að veiða 500 kíló í róðrin- um. Þeir vildu varla taka við aflan- um á fiskmarkaðinn en féllust þó á það. Ætluðu svo varla að þora að segja hvað við fengum fyrir aflann, tíu krónur á kílóið eða fimm þús- und krónur fyrir farminn. Við vor- um því vel kauplausir þann daginn, en var slétt sama þar sem við vor- um bara að gera þetta fyrir ánægj- una. Sumarið eftir leit þetta betur út, því þá var farið að taka við mak- rílnum frá smábátunum til vinnslu. Þá bættist Breki við en það var al- veg ævintýralegt að við skildum sitja einir af aflanum á Steingríms- firði. Þá fengum við samtals um 50 tonn á báða bátana. Síðasta sumar varð svo allt vitlaust á Steingríms- firðinum og þá varð hann makríl- veiðisvæðið mikla. Hátt í 50 bátar og samtals veiddu okkar bátar um 120 tonn. Ég komst reyndar ekki á sjóinn, var hérna í vinnslunni með- an ævintýrið gekk yfir, að mestu á þremur vikum;“ segir Baldur Þórir. Afköstin eru að aukast Sæfrost er til húsa í sláturhúsinu í Búðardal, sem byggt var um 1970 en ekki hefur verið slátrað þar síð- ustu árin. Sæfrost hefur haft húsið á leigu og frá því félagið var form- lega stofnaði í febrúar hefur líf ver- ið að færast í húsið. Þar eru nú, auk Sæfrosts, kræklingaræktendur að koma sér fyrir með aðstöðu og Björn Anton Einarsson stálsmiður að setja upp sitt verkstæði. Þeir Sæ- frostmenn segja að mikið hafi ver- ið að gera frá því í febrúar. Þá var strax byrjað að frysta heilar grá- sleppur frá bátum á Hólmavík, en grásleppan heilfryst án hrogna er nú orðin verðmæt afurð til Kína. Þá var einnig farið að undirbúa mót- töku og frystingu á makrílnum, sem síðasta sumar skilaði um hundrað krónum á kílóið til bátanna. „Hug- myndin var að taka á móti afla frá mörgum bátum á vertíðinni. Topp- arnir voru hins vegar svo skarp- ir að við komumst ekki yfir meira en það sem okkar bátar öfluðu. Að- staðan hjá okkur var á steinaldar- stigi síðasta sumar. Allt handflokk- að og raðað á pönnur í frystirinn eftir gamla laginu. Við fórum svo í það eftir vertíðina að fá hann Tona stálsmið til að hanna fyrir okkur lausfrystiband. Þar með erum við búnir að tvöfalda afköstin, úr 12 tonna frystigetu á sólarhring í 25 tonn og erum bara nokkuð góðir með það í bili.“ Alltof lítill kvóti á síldina Þeir Breki og Baldur Þórir er að búa sig út til síldveiða þessa dagana og taka þann litla síldarkvóta sem þeir fengu, en það eru aðeins átta tonn. Þeim finnst ótrúlegt að ráða- menn þjóðarinnar skuli ekki hafa dug í sér að úthluta meiri kvóta til bátanna þegar ljóst er hvað veið- arnar skapa mikla vinnu. „Þetta er ótrúlegt, þrátt fyrir allan síld- ardauðann í fyrra juku þeir heild- arkvótann núna, en ætla að halda veiðum smábátanna í lágmarki. Og það virðist alveg vara sama hvor blokkin er við völdin. Við tókum slaginn við Steingrím J. í fyrra en núna er hinn armurinn við völd og það lagast ekkert,“ segir Baldur Þórir sem hefur sig meira frammi í viðtalinu. Þeir eru ekki líkir félag- arnir, Breki mun rólegri og trúlega vega þeir hvorn annan vel upp. Síð- ustu vikurnar hafa þeir í Sæfrosti fryst lax fyrir Fjarðarlax, tekið þar kúfinn af en það fyrirtæki er mik- ið í útflutningi á ferskum laxi. „Það er í leiðinni að koma með laxinn til okkar til frystingar. Hérna í gegn fer gríðarlegt magn af fiski vestan af fjörðum. Við erum svona mið- svæðis hérna. Það er klukkutími fyrir okkur í báðar áttir, í Skarðs- stöð þar sem við gerum út á grá- sleppuna og á Hólmavík þar sem við róum á makrílinn og síldina,“ segir Baldur Þórir. Það tekur hins vegar tvo tíma fyrir Breka að keyra heimanað frá Auðshaug í Búðardal. Honum finnst það ekkert mikið, en heldur þó að miklu leyti til í Búðar- dal. „Mér finnst ekki síst gaman að við skulum standa í þessu brölti í að skaffa atvinnu hérna í sláturhúsinu að afi minn Þórir Thorlacius var byggingarstjóri hér þegar slátur- húsið var byggt,“ sagði Baldur Þór- ir að endingu. þá Unnið við frystingu á laxi hjá Sæfrosti. Byggja upp sjávarútvegsfyrirtæki í Búðadal Baldur Þórir Gíslason og Breki Bjarnason. Nýja lausfrysti færibandið í bakgrunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.