Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 30

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Mikið úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin Bráðum koma blessuð jólin... Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið. Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Síðastliðið sumar hófu Benjamin William Frost og Heiðrún Hall- grímsdóttir rekstur veitingastað- arins RúBen í Grundarfirði. Hann stendur við Grundargötu, í alfara- leið þar sem ekið er í gegnum bæ- inn. Þarna hefur verið veitinga- rekstur um margra ára skeið. „Þetta hét Ásakaffi, svo Kristján níundi og síðan Kaffi 59 í ein tíu ár áður en við tókum við í lok maí á þessu ári,“ segir Heiðrún Hallgrímsdóttir. Heiðrún segir að þau hafi í strax stokkið á kaf í djúpu laugina þeg- ar hún og Benjamin Frost opn- uðu RúBen. „Eftir á að hyggja hóf- um við þetta nokkuð bratt. Ferða- mannatímabilið var hafið. Fyrir ný- liða í rekstri eins og okkur var margt sem þurfti að huga að en þetta var mjög lærdómsríkt. Þetta var brjál- uð vinna frá fyrsta degi. Allar pæl- ingarnar og plönin sem við höfðum gert varðandi breytingar og annað varð bara að sitja á hakanum. Við vorum vægt sagt þreytt á kvöldin þegar starfsdagarnir voru á enda. En síðan höfum við hægt og rólega verið að breyta og laga til. Það ætl- um við að gera smám saman eftir því sem færi gefast til.“ Fundu samstarfstóninn í vinnunni Stofnun RúBen átti sér aðdraganda þó hann hafi ekki verið meðvitað- ur. Heiðrún segist sjá það nú þeg- ar hún lítur um öxl. „Tengdamóð- ir mín, Anna Guðrún Aðalsteins- dóttir, rak þennan stað áður sem Kaffi 59 í félagi við Hrund Hjart- ardóttur. Þegar ég flutti til Grund- arfjarðar fyrir tæpum fjórum árum var ég spurð hvort mig langaði ekki til að reka eigin veitingastað. Ég var með lítið barn svo ég vísaði þessu frá mér. Ég vissi að þetta væri mjög mikil vinna. Síðan kynntist ég Ben- jamin þar sem við unnum bæði á Hótel Framnesi hér í Grundar- firði. Hann hafði líka verið spurð- ur hvort hann gæti ekki hugsað sér að vinna sjálfstætt. Þegar við spjöll- uðum saman í vinnunni fundum við út að við höfðum bæði mjög svip- aðar hugmyndir um hvernig við teldum að gera ætti hlutina. Ben- jamin var búinn að vinna við þetta síðan hann var 16 ára og ég frá 18 ára aldri, bæði á Seyðisfirði og í Reykjavík. Við höfðum því ákveðn- ar hugmyndir byggðar á okkar eig- in reynslu og ákváðum að láta á þetta reyna síðastliðið vor þegar þessi staður var á lausu.“ Frá Seyðisfirði og Cornwall Sjálf er Heiðrún frá Seyðisfirði. Þar starfaði hún við ferðamennsku og hótelstörf áður en hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún stund- aði veitingastörf. Leiðin lá svo til Grundarfjarðar þegar hún kynnt- ist Aðalsteini Jósepssyni sambýlis- manni sínum. Benjamin William Frost er lengra að kominn. Hann er frá Englandi. „Ég kom til Íslands árið 2006 að vinna hér sem kokk- ur. Til Grundarfjarðar flutti ég síð- an árið 2008 og hóf störf við Hótel Framnes. Þar var ég þangað til við Heiðrún stofnuðum RúBen,“ seg- ir Benjamin. „Ég er frá Cornwall- skaga á suðvesturströnd Englands. Einn daginn hringdi vinur minn í mig sem ég hafði ferðast með þeg- ar við störfuðum á veitingastöðum í Frakklandi, á Spáni og Grikklandi. Hann sagðist vita um starf á Ís- landi sem ég gæti fengið ef ég hefði áhuga. Ég sló til og var fyrst á Vest- fjörðum og síðan í Reykjavík áður en ég flutti til Grundarfjarðar. Hér líkar mér mjög vel að búa. Bærinn líkist mínum heimabæ Newquay í Cornwall, - lítill bær sem bygg- ir á fiskveiðum, landbúnaði og svo ferðamennsku. Ég er búinn að festa góðar rætur hér. Hérna á ég bæði unnustu, unga dóttur og er síðan búinn að koma þessum rekstri á fót með Heiðrúnu.“ Vill ekki stofna breskan pöbb Þegar hér er komið gerist blaða- maður forvitinn um hvort Benjamin hefði þá hug á að stofna breska krá og matsölustað í Grundarfirði? „Ég myndi ekki vilja breyta staðnum í þennan hefðbundna enska pöbb. Þeir eru mjög dökkir og drunga- legir að innan. Það hentar ekki í birtunni hér á Íslandi, og alls ekki í skammdeginu á veturna,“ svar- ar hann. Heiðrún bætir við: „Við erum með hefðbundinn veitinga- stað og síðan erum við með pöbb- inn og böllin hér í Grundarfirði auk þess að standa fyrir ýmsum upp- ákomum. Hér er líka, sem dæmi má nefna, mjög öflugt pílu starf og mik- ið gaman í kringum það.“ Yfir vetr- artímann starfa sex manns á Rú- Ben. Í sumar voru starfsmennirnir alls átta. „Það var mikil traffík hér í sumar en það fékk bráðan endi. Upp úr 10. ágúst voru ferðamenn- irnir nánast horfnir vegna þess að veðrið var svo slæmt. Haustið kom snemma í ár,“ segja Benjamin og Heiðrún glaðbeitt. mþh Benjamin William Frost og Heiðrún Hallgrímsdóttir fyrir utan veitingastað þeirra RúBen í Grundarfirði. Höfðu svipaðar hugmyndir og stofnuðu saman veitingastað í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.