Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 34

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verið velkomin – heitt á könnunni Jólagjafir jólafatnaður S K E S S U H O R N 2 01 3 Afgreiðslutími frá og með 7. desember: Mánud. – föstud. kl. 11.00 -12.00 og kl. 13.30 -18.00 á kvöldin kl. 20.00 – 22.00 Laugardaga kl. 13.00 – 18.00 Sunnudaga kl. 13.00 – 16.00 Úr og skartgripir frá SIGN, OXXO, SNÖ Leikföng og spil Dömu og herra fatnaður Falleg gjafavara 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÍÞRÓTTAFATNAÐI OG ÍÞRÓTTASKÓM, TIL JÓLA Leitið ekki langt yfir skammt að góðri þjónustu og gríðarlegu vöruúrvali á betra verði en þig grunar! Samtök skapandi ungs fólks á Vest- urlandi eru ný samtök einstaklinga sem vinna í svokölluðum skapandi greinum og búa, starfa eða eiga aðr- ar tengingar til landshlutans. Stofn- fundur samtakanna fór fram mánu- daginn 18. nóvember sl. í Safna- skálanum á Akranesi. Kaus fund- urinn sér stjórn. Í henni sitja þau Sigursteinn Sigurðsson arkitekt í Borgarnesi, Magnús Hreggviðsson grafískur hönnuður frá Borgarnesi, Bryndís Geirsdóttir kvikmynda- framleiðandi frá Reykholti, Erla Margrét Gunnarsdóttir myndlista- kona og Rósa Björk Sveinsdóttir grafískur hönnuður frá Hvanneyri. Sigursteinn var kjörinn formaður samtakanna sem 22 einstaklingar eiga nú aðild að. Fann fólk í gegnum SSV Að sögn Sigursteins er markmið samtakanna að byggja upp bak- land og tengja saman allt það góða fólk sem starfar við skapandi grein- ar á Vesturlandi og gera hlut þess og störf sýnilegri. „Hugmyndin að stofnun félagsskaparins blundaði í mér um nokkra hríð. Hún komst á næsta stig meðan ég var að vinna fyrir Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi við framkvæmd íbúakönnun- ar í sumar. Í samtölum mínum við starfsfólk SSV og Elísabetu Har- aldsdóttur menningarfulltrúa hjá Menningarráði Vesturlands fór maður að heyra af ungu fólki sem vinnur við skapandi störf víðsvegar um landshlutann. Sjálfur hef ég haft tengsl við nokkur á svæðinu sem eru að vinna við hönnun og aðra sköpun eins og ég í arkitektúrnum. Það er aðallega fólk í Borgarnesi og nágrenni þar sem ég bý. Ég komst að því að það er fjöldi af ungu fólki þarna úti sem er að vinna að fróð- legum og flottum verkefnum. Mér þótti því þjóðráð að reyna að koma þessum fólki í tengsl hvort við ann- að.“ Sigursteinn segir starfsfólk SSV hafa stutt vel við framtakið frá fyrstu hendi. Vilja breyta viðhorfum Úr varð að hann setti sig í sam- band við fólk sem hann fékk veður af hjá SSV. Áður en langt um leið voru tíu einstaklingar samankomn- ir á óformlegum spjallfundi seint í haust til að leggja drög að stofnun samtakanna. „Það myndaðist mik- il gerjun í hópnum á þessum fundi. Það kom á daginn að fólk hafði mikinn áhuga fyrir stofnun sam- takanna. Flestir höfðu sömu sögu að segja og töldu skilning á mik- ilvægi og kostum skapandi greina ekki fullnægjandi í sínu nærum- hverfi. Engu að síður hefur hópur- inn fullan hug á að breyta þessum viðhorfum. Einnig kom í ljós að í hópi þeirra sem bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu blundar sterk löng- un til að flytja aftur heim ef réttu aðstæðurnar mynduðust. Því má með sanni segja að samtökin séu öðrum þræði hugsuð sem hálfgert verkfæri þessa hóps til að hafa áhrif á vestlenskt samfélag, auðga það og bæta og í leiðinni gera það búsetu- vænlegra en ella. Við sjáum einnig samtökin fyrir okkur sem hugveitu, nokkurskonar upplýsingafarveg þar sem meðlimir geta lært hvorir af öðrum og fengið nýjar hugmyndir til að hrinda í framkvæmd.“ Fjölbreyttur hópur Spurður um hví sé þörf á því að draga fram mikilvægi skapandi greina fyrir landshlutann svarar Sigursteinn því til að í þeim leynist fjöldi tækifæra. Einnig er orðið brýnt að leiða saman þá sem vinna slík störf á Vesturlandi. Vekja þurfi athygli samfélagsins á því hve mik- ið af fólki landshlutinn á í þessari grein. „Allir sem hafa gengið til liðs við okkur eiga það sammerkt að hafa atvinnu í skapandi greinum og eru orðnir fagmenn í sínu fagi, hvort sem er sökum starfsreynslu eða menntunar. Innan hópsins eru arkitektar, tónlistarfólk, textasmið- ir, listmálarar, grafískir hönnuð- ir, innanhúshönnuðir, kvikmynda- gerðarfólk og leikarar svo ein- hver dæmi séu nefnd. Von okkar er að sviðin verði fjölbreyttari eft- ir því sem samtökin vaxa. Meðlim- ir koma frá öllum svæðum Vestur- lands. Það á klárlega eftir að styrkja tengsl samtakanna við allan lands- hlutann. Það er okkar vilji að hafa tengsl sem víðast.“ Leita eftir nýjum félögum Sigursteinn segir að nú sé verið að undirbúa formlegar samþykkt- ir félagsins og hnýta alla lausa enda sem fylgja því að setja samtök sem þessi á legg. „Við eigum líka eftir að finna grípandi nafn á samtökin sem vonandi finnst áður en langt um líður. Með vorinu stefnum við síðan á halda viðburð, svokallað ráðstefnuhlé. Þar getur fólk hist og rætt saman um framtíð skapandi greina í landshlutanum. Inn á milli verða stutt og snörp erindi. Þetta verður því nokkurskonar ráðstefna með öfugum formerkjum. Það er gömul saga og sögð að bestu hug- myndirnar skapist oft í ráðstefnu- hléunum.“ Að lokum auglýsir hann eftir nýj- um félögum og ábendingum um einstaklinga sem ættu heima í fé- lagsskap sem þessum. „Kröfurnar eru þær að fólk sé vinnandi í skap- andi greinum og hafi tilhlýðilega menntun og reynslu sem slík iðja krefst. Til að koma upplýsingum um mögulega nýja félaga á fram- færi er best að setja sig í samband við stjórnarmenn. Þegar við höfum svo klárað öll formlegheit í kring- um stofnun samtakanna munum við síðan gera okkur meira áber- andi svo sem á vefnum og á sam- félagsvefjum. Meira af því síðar,“ segir Sigursteinn hróðugur í bragði fyrir hönd samtakanna að lokum. hlh Sigursteinn kynnir nýja sýn á skipulagsmál í Borgarnesi fyrir þeim Halldóri Heiðar Bjarnasyni og Lilián Pineda á sýningunni Borgarbyggðungar sem hann setti upp í Gamla mjólkursamlaginu í fyrra. Halldór Heiðar og Lilían starfa einnig í skapandi greinum, Halldór sem hljóðvinnslufræðingur og Lilían er sérlærð í sviðslistum. Vesturland verði góður staður fyrir ungt fólk í skapandi greinum Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og formaður samtakanna á vinnustofu sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.