Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 36

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 S K E S S U H O R N 2 01 3 Dásamlegir inniskór Það hefur myndast hálfgert æði fyrir þessum inniskóm um heiminn og nú eru þeir fáanlegir á Íslandi. Snilldar jólagjöf. Sölustaðir: Model Akranesi Framköllunarþjónustan Borgarnesi Skipavík Stykkishólmi Skórnir eru framleiddir á mjög vistvænan hátt úr 100% ull með mjúkum kálfskinnsóla. Rétt ofan við höfnina í Stykkis- hólmi stendur gamalt brúnt tré- hús með hvítmáluðum gluggum. Það hefur vinalegt yfirbragð, eitt fjölmargra eldri húsa sem hafa ver- ið gerð upp í Hólminum og setja nú mjög skemmtilegan svip á bæ- inn. Framan við húsið er búið að smíða stóran trépall. Lítið skilti segir okkur að hér sé veitingahús. „Sjávarpakkhúsið“ stendur þar. Um leið og hurðin er opnuð rétt fyrir hádegi einn föstudag í nóvember mætir manni freistandi matarlykt sem kitlar bragðlaukana. Hér er greinilega verið að elda. Þegar inn er komið er strax gengið inn í lítinn og notalegan veitingasal. Í öðrum endanum við hliðina á afgreiðslu- borði er píanó og svartur gítar sem greinilega er mikið notaður. Hérna hafa Sara Hjörleifsdótt- ir og Anna Björk Norðdahl rekið veitingastað síðan í vor. Hófu rekstur í vor „Staðurinn opnaði í apríl í fyrra. Húsið er byggt 1906 og gert upp fyrir um áratug síðan. Þá var það orðið illa farið. Eftir uppgerðina var veitingarekstur hér í ein tvö ár. Síðan var húsið notað sem eins konar sumarhús þar til við tókum við. Við leigjum það undir rekst- urinn af ferðaþjónustufyrirtækinu Ocean Safari. Það stundar sigling- ar með ferðamenn um Breiðafjörð- inn héðan úr Hólminum. Upp- haflega keypti það fyrirtæki húsið. Hugmyndin var að vera með miða- söluna hér og annað sem tengd- ist rekstrinum. Við vorum fengnar til að sjá um húsið og miðasöluna. Þetta þróaðist fljótt þannig að við tókum við húsinu og hófum sjálfar veitingarekstur hér samhliða því að selja miða fyrir Ocean Safari,“ seg- ir Sara. Veitingastaðurinn fékk heitið Sjávarpakkhúsið. Eins og nafnið bendir til þá er aðallega boðið upp á rétti sem gerðir eru úr hráefni sem fæst úr hafinu. „Við eldum allt sjálfar og notum þá hráefni héðan úr Breiðafirði, bæði fisk, krækling og annað. Við seljum ekki ham- borgara, segir Sara og hlær við. Sáu tækifæri og slógu til Þó að Sjávarpakkhúsið sé ekki stórt þá rúmar það fjölbreyttar upp- ákomur í bland við matreiðsluna. „Gítarinn hjá okkur er vel lifað- ur eins og sjá má. Við erum með opið á kvöldin og til klukkan þrjú um nætur á helgum. Hér skap- ast oft góð stemming bæði ferða- manna og heimafólks. Það er bæði spilað og sungið. Við erum dugleg- ar að halda ýmsar uppákomur, svo sem bingó, pub quiz spurninga- keppni, fáum trúbadora til að koma og spila, höldum kótelettu- kvöld, sviðamessu, konukvöld, karlakvöld og svo framvegis. Þetta er ekki síst mikilvægt yfir vetur- inn þegar ferðamannatíminn er í lægð. Á sumrin þarf eiginlega ekk- ert að hafa fyrir því að fá fólk til að koma. Þá er alltaf fullt hús.“ En hvernig stóð á því að þess- ar tvær ungu konur sem báðar eru með lítil börn fóru út í að reka eig- in veitingastað? Sara verður fyrir svörum. „Anna Björk var að koma úr fæðingarorlofi og ég starfaði á veitingastaðnum Narfeyrarstofu hér í Stykkishólmi. Við kynntumst í gegnum dætur okkar sem voru saman á leikskóla og miklar vin- konur. Þá datt þetta tækifæri upp í hendurnar á okkur. Stundum er það þannig að maður verður líka bara að sýna frumkvæði og finna sér eitthvað að gera. Við höfðum báðar starfsreynslu úr veitinga- geiranum.“ Sumarið var kalt en gekk vel Gekk vel á fyrstu ferðamannaver- tíðinni í sumar? „Já. Stórslysa- laust allavega,“ segir Anna Björk og hlær. „Það var samt töluvert minna af fólki en búast mátti við. Slæmt veður setti strik í reikning- inn. Það munar svo mikið um að hafa gott veður því þá getum við notað pallinn úti líka. Við erum á góðum stað hér við höfnina. Hér er fallegt útsýni og sólríkt þegar veðrið er gott. Það er stór pallur fyrir framan húsið og hann veit að höfninni. Fólk getur setið þar og notið útsýnisins sem er oft ægifag- urt, ekki síst á sumarkvöldum þeg- ar sólin er að setjast. Sjálfur veit- ingasalurinn hér inni tekur ekki nema um 30 manns í sæti. Sumrin hér í Stykkishólmi eru frábær.“ Þær stöllur hafa margt á prjón- unum á aðventunni. „Nú í des- ember ætlum við að vera með jóla pub quiz-spurningakeppni og jóla- ball. Hér verður upplestur úr bók- um, til dæmis Bragi Páll Sigurðar- son sem er ungskáld hér í Stykkis- hólmi og var að senda frá sér nýja ljóðabók. Svo var Marta Dröfn Björnsdóttir að senda frá sér nýja barnabók.“ Þær stefna ótrauð- ar á móts við spennandi framtíð. „Auðvitað eru oft langir dagar en þetta er vinnan okkar og fyrirtæk- ið á sinn hátt okkar eigin afurð. Við erum bjartsýnar.“ mþh Ungar mæður í veitingarekstri við Stykkishólmshöfn Vinkonurnar Sara Hjörleifsdóttir og Anna Björk Norðdahl eiga og reka saman veitingastaðinn Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi. Hér eru þær með húsið í baksýn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.