Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013
Sportvörubúðin Borgarsport hefur lifað með Borgnesing-um í yfir þrjá áratugi og þjón-
að viðskiptavinum sínum innan sem
utan héraðs. Í tæp ellefu ár hefur Jó-
hanna Björnsdóttir rekið verslunina
af röggsemi í Hyrnutorgi. Jóhanna
er borinn og barnfæddur Borgnes-
ingur. Borgarsport er glæsileg og
fjölbreytt verslun með úrvalsvörur í
fjölskrúðugum litum frá þekktustu
sportvöruframleiðendum heims.
Viðskiptavinir Borgarsports ættu því
ekki að vera í vandræðum með að
finna réttu jólagjöfina í ár í búðinni.
„Hér finnur fólk allt það nauð-
synlega í sportið, góðar æfinga-
treyjur, hvort sem það er í þreksal-
inn, spinning eða fyrir útihlaup-
ið; sundföt, íþróttaskó, töskur og
sitthvað fleira á borð við hlýjar og
góðar úlpur. Merkin sem við bjóð-
um upp á eru í heimsklassa; Adidas,
Nike, Puma, Speedo og Casall, svo
eitthvað sé nefnt, en einnig íslensk
merki eins og gamla góða Hen-
son,“ segir Jóhanna. „Eftir að við
stækkuðum verslunina fyrir fáeinum
árum höfum við verið að bjóða upp
á tískufatnað fyrir konur, t.d. kjóla,
ásamt barnafatnaði frá danska merk-
inu Me-Too. Borgarsport er því
stöðugt vakandi fyrir nýjungum og
er reynt að tryggja að viðskiptavin-
um okkar sé boðið upp á gæðavörur
og síðast en ekki síst góða þjónustu
hér í heimabyggð,“ segir Jóhanna
sem býður alla velkomna í Borgar-
sport á aðventunni.
Verslunin Knapinn í Hyrnutorgi í Borgarnesi er eina sérvöruverslun hestamanna á Vesturlandi. Búðina
reka þau Gunnfríður Harðardóttir (Guffý)
og Sveinn Harðarson. Í Knapanum er gott
úrval af alhliða vörum fyrir hestamenn, allt
frá fyrsta flokks fatnaði til gæðaútbúnað-
ar til reiðmennskunnar á borð við reiðtygi,
hjálma, skófatnað og skeifur. „Hestaáhuga-
fólk kemur ekki að tómum kofanum hjá okk-
ur hér í Borgarnesi og munum við sem fyrr
taka vel á móti viðskiptavinum á aðvent-
unni. Við Sveinn leggjum okkur fram um að
bjóða viðskiptavinum upp á úrvals vörur og
umfram allt persónulega og góða þjónustu,“
segir Guffý.
„Meðal þess sem við seljum er fjölbreyttur
fatnaður frá þýska fyrirtækinu HKM sem við
flytjum inn beint frá Þýskalandi. Fötin frá
HKM eru fyrsta flokks og nýtast vel til reið-
mennskunnar sem og almennrar útiveru,“
segir hún og bætir við að margir viðskipta-
vinir Knapans kaupi föt gagngert til útver-
unnar. „Einnig mætti nefna ullarnærfötin frá
Janus sem hafa verið vinsæl meðal viðskipta-
vina okkar, en Janusarfötin eru mjúk og fín
og stinga ekki.“
„Svo má ekki gleyma hestanamminu sem
við seljum. Einnig höfum við byrjað að selja
hundamat frá Arion fóður, þannig að það
eru ætíð einhverjar nýjungar í boði,“ segir
Guffý að lokum. Hún býður alla viðskipta-
vini velkomna í heimsókn í Knapann og
minnir um leið á að tilboð verða á völdum
vörum á föstudögum á aðventunni.
Á aðventunni þurfa gestir Hyrnutorgs ekki að örvænta þegar kemur að jóla-klippingunni því þar rekur Katrín
Arna Ólafsdóttir hársnyrtimeistari frá Hvít-
árvöllum hársnyrtistofuna Solo. Á stofunni
tekur Kata vel á móti öllum viðskiptavinum
en þar býður hún upp á alhliða klippingu og
hárgreiðslu allt eftir þörfum viðskiptavinar-
ins. Stofan er þeim kosti gædd að vera vott-
uð Aveda stofa sem tryggir gæði og staðfest-
ir fagmennsku. „Aveda leggur áherslu á líf-
rænar vörur en fyrirtækið er með sterka sam-
félags- og umhverfisvitund og hagar fram-
leiðslu sinni á hárvörum þannig að þær séu
framleiddar í sátt við umhverfi og fólk. Ég
býð því stolt til sölu Aveda vörur, sem eru
hágæða lífrænar vörur,“ segir Kata.
„Einnig býð ég til sölu hand- og fótakrem,
ilmkerti, bodyvörur, te og gloss frá Aveda.
Vegna jólanna er ég kominn með í sölu sér-
staka jólalínu í þessum vörum sem ég sel í
snotrum jólapakkningum,“ bætir hún við og
býður fólk að koma og kynna sér vöruna.
„Síðan minni ég á gjafabréfin sem ég hef til
sölu og eru kjörið fyrir fólk að lauma í jóla-
pakkann,“ segir Kata að lokum.
Borgarsport er hágæða
verslun í heimabyggð
Jóhanna Björnsdóttir í Borgarsport býður alla velkomna í búðina á aðventunni.
Tískuföt fyrir konur og barnaföt frá Me-Too skipa sess í Borgarsporti ásamt
sportvörunum.
Borgarsport er vel staðsett í verslanamiðstöðinni Hyrnutorgi.
Katrín Arna Ólafsdóttir hárgreiðslumeistari við afgreiðsluborðið í Solo.
Solo hársnyrtistofa er
vottuð Aveda stofa
Gæðavörur og persónuleg
þjónusta í Knapanum
Guffý í Knapanum.
Gott og glæsilegt vöruúrval er í Knapanum í
Borgarnesi.