Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 67

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 67
67ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 S K E S S U H O R N 2 01 3 Sölustaðir: Model Akranesi Blómsturvellir Hellissandi Skipavík Stykkishólmi Jólin eru yndislegur tími. Við höfum skreytt allt heima fyrir, andrúmsloftið er heillandi og við gleðjumst yfir fallegum gjöfum Trausti Már Ísaksen er fjórtán ára drengur á Akranesi. Hann er mik- ill áhugamaður um rapptónlist og hefur rappað sjálfur frá unga aldri. Trausti hefur víða kom- ið opinberlega fram. Hann hefur þá bæði rappað, sungið og dansað breikdans. Rappið á þó hug hans allan. Hann kynntist rappinu fyrst aðeins fjögurra ára gamall. „Ég fékk áhuga á rappi í gegnum mág minn, Ásgeir Þór Kristinsson tón- listarmann, þegar ég var svona fjögurra ára. Ég var svo sjálfur byrjaður að rappa þegar ég var um sex ára gamall,“ segir Trausti Már. Trausti bjó á Ísafirði fyrstu ævi- árin og kom fyrst fram þar. „Þeg- ar ég var tíu ára rappaði ég fyrst opinberlega. Það var í fertugsaf- mæli pabba míns. Þá var ég búinn að gefa út geisladisk með þremur lögum sem hét „MC Ísaksen, smá- skífa - Sátt.“ Geiri hjálpaði mér að gera diskinn. Svo seldi ég örugg- lega fjörtíu eintök af honum í af- mælinu hans pabba,“ segir Trausti og hlær. Geiri, mágur hans, hefur hjálpað honum mikið í tónlistinni allar götur síðan. Kom fram á tónlistar- hátíð tæplega ellefu ára Árið 2007 fannst Trausta dagskrá- in á 17. júní ekki nógu spennandi. Honum datt því í hug að koma sjálfur fram og dansa breikdans. „Ég bjó sjálfur til auglýsingu og dreifði henni í hús. Svo mætti ég bara með tæki með mér og dans- aði.“ Árið á eftir var haft sam- band við hann. Trausti kom fram á þjóðhátíðardeginum á Ísafirði næstu þrjú árin, ýmist til að dansa eða rappa. Þegar Trausti var tæp- lega ellefu ára tróð hann upp fyrir framan fjölda fólks á tónlistarhá- tíðinni „Aldrei fór ég suður.“ Þar kom hann fram sem rapparinn MC Isaksen með hljómsveitinni Stjörnuryk. Eftir það fór bolt- inn strax að rúlla. „Erpur Eyvind- arson vildi fá mig á svið með sér strax sama kvöld. Það var hringt í mig seint um kvöldið, örugglega eftir miðnætti og ég fór bara strax upp á svið. Það var í fyrsta sinn sem ég kom fram með Erpi. Sím- inn hringdi mikið eftir það. Fólk vildi fá að vita hvað ég væri gam- all og var forvitið um þetta,“ út- skýrir Trausti. Erpur og Trausti gáfu út rapplagið „Pabbarnir“ seinna sama ár. Það fékk mikla spilun í útvarpi og komu þeir fé- lagar meðal annars fram í Kast- ljósi. Trausti fékk mikið umtal á þessum tíma. Hann þótti mjög efnilegur í bransanum.„Ég kom fram víða um land með Stjörn- uryki þetta ár. Geiri var einmitt í þeirri hljómsveit.“ Erfitt að rappa í mútum Trausti fluttist til Akraness með fjölskyldu sinni haustið 2009. Eft- ir það hefur hann haldið áfram að semja og koma fram. Hann kom fram á kaffihúsakvöldum og á samsöng hjá Grundaskóla eftir að þeir félagar sömdu lag- ið „Lífið er gott.“ En eins og al- gengt er hjá drengjum á unglings- árum hefur hann átt erfitt með að stjórna röddinni eftir að hann byrjaði í mútum. „Eftir að rödd- in fór að bresta átti ég erfiðara með að rappa. Við hættum við að skrá okkur á „Aldrei fór ég suð- ur“ í fyrra en þá var röddin byrjuð að vera pínu fölsk. Ég þorði ekki að taka sénsinn á að vera með það árið. Það hefði orðið svo vand- ræðalegt ef röddin myndi bresta á sviðinu. Planið er samt að vera með aftur seinna, mig langar það“ segir Trausti. Nýtir tímann til að semja Þó að rólegt hafi verið í rappinu út af mútunum undanfarið þá hef- ur Trausti haft nóg að gera. Hann nýtir tímann meðal annars til að semja en stefnan er að gefa út plötu í framtíðinni. „Geiri hef- ur hjálpað mér mikið að semja og með textana. Mér finnst best að fá taktinn áður en byrjað er á textan- um. Geiri hefur hjálpað mér með það. Núna er hann að kenna mér að búa taktinn til sjálfur þannig að ég get farið að semja meira án að- stoðar.“ Þrátt fyrir breytingar á rödd- inni hefur Trausti haldið áfram að koma fram. Hann lék og rappaði í söngleiknum „Elskaðu friðinn“ sem settur var á svið í Bíóhöllinni í maí á þessu ári. Hann er einn- ig í hljómsveitinni Project 9 og söng við undirleik hennar í upp- setningunni á Ungum – Göml- um á Vökudögum. „Það er alveg ótrúlega erfitt að stjórna rödd- inni og syngja. En sem betur fer þá reddast þetta alveg. Ég hætti ekkert, ég læt múturnar ekkert stoppa mig,“ segir Trausti Már Ís- aksen, eða rapparinn MC Isaksen, að lokum. grþ Trausti tók meðal annars þátt í sýningunni Ungir – Gamlir á Vökudögum í haust. Hér er hann þriðji frá vinstri. Ungur og efnilegur rappari á Akranesi Trausti Már hefur nóg að gera í söngnum og hljóp út í myndatöku á milli hljóm- sveitaræfinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.