Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 69

Skessuhorn - 27.11.2013, Qupperneq 69
69ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Persónuleg og góð þjónusta við landbúnað, sjávarútveg, íslenskan iðnað og einstaklinga Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Gunnar Halldórsson járninga- maður og hrossaræktandi á Mýr- um sigraði nýverið í Íslandsmeist- aramótinu í járningum sem fram fór í Hveragerði. Þetta var í fyrsta skipti sem Gunnar verður Íslands- meistari í greininni en mótið fór fyrst fram árið 2009. Gunnar sem býr á bænum Arnbjörgum á Mýr- um ásamt fjölskyldu sinni hefur fengist við járningar í tæplega tíu ár og er að eigin sögn meira og minna sjálflærður. Hann er giftur Guð- ríði Ringsted hjúkrunarfræðingi og söngkonu og eiga þau þrjú börn; þau Hörð Gunnar, Öglu og Hall- dór. Meira og minna sjálflærður „Ætli megi ekki bara segja að neyð- in kenni nöktum manni að járna,“ svarar hann í léttum tón spurður um hvar hann hafi lært þessa fornu iðju. „Ég hef verið í hestamennsku síðan ég var lítill strákur og hef lært eitt og annað þegar kemur að járningum með því að læra af öðrum og af eigin prófunum. Ég hef að vísu einu sinni farið á námskeið sem haldið var í Hallkelsstaðahlíð sem Toddi Hlöð- versson sá um. Síðan hefur mað- ur verið duglegur við að viða að sér upplýsingum á netinu, m.a. með því að skoða fræðslumyndbönd á You- Tube. Þar getur maður fylgst með hvað menn eru að gera erlendis. Þetta er mikið hobbí hjá mér og má líkja þessu við hálfgerða einhverfu,“ bætir Gunnar við áfram á léttu nót- unum. Mikil nákvæmnisvinna En hvað gerir mann að góðum járn- ingarmanni? „Í fyrsta lagi skipt- ir öllu máli að kunna að umgang- ast hestinn. Hér kemur reynslan af hestamennsku að góðum notum. Járningar eru mikil nákvæmnisvinna og þarf að beita töluverðri lipurð og lagni til að koma skeifunum fyrir. Æfingin skapar hér meistarann eins og í öðru og býr maður eins og ég, sem er klaufi að upplagi, vel að um- gengni í kringum hesta í gegnum tíðina.“ Að mati Gunnars eru járn- ingar ekki sérstaklega hættulegar en þar geta orðið óhöpp eins og í flest- um störfum. „Aðeins einu sinni hef ég lent í óhappi við járningar sem endaði með því að sauma þurfti tíu spor í hausinn í mér. Það var vita- skuld vont, en breytti því ekki að ég kláraði að járna hestinn.“ Góð verkefnastaða Gunnar segist halda að um 10-15 járningamenn séu starfandi víðs- vegar um land og er iðulega nóg að gera hjá þeim. Hestamennskan er vinsæl íþrótt og er stöðug eftir- spurn eftir vönum járningamönn- um. „Það er alltaf eitthvað að gera allt árið. Haustmánuðirnir eru samt rólegastir. Meira er hins vegar að gera eftir áramót og mest á sumr- in. Þá erum við oftast kallaðir til á hestamannamót og alltaf á stórmót á borð við fjórðungsmót og landsmót til að framkvæma fótaskoðun. Síð- an eru alltaf einhver uppgrip í rækt- unarbúunum um land allt. Sjálf- ur sinni ég mest verkefnum í Borg- arfirði en fer nokkrum sinnum út á Snæfellsnes og aðra staða rétt fyrir utan hérað. Ég þarf því ekki að leita langt yfir lækinn að verkefnum sem er ansi gott.“ Gunnar er meðlimur í Járninga- mannafélagi Íslands og lítur hann á félagið sem góðan vettvang fyr- ir greinina. „Við hittumst formlega eina helgi á ári þar sem haldnir eru fundir og námskeið, oftast stýrt af einhverjum járningameistara erlend- is frá. Síðan er Íslandsmeistaramót- ið haldið í kjölfarið. Félagið skiptir máli til að efla og viðhalda tengslum á milli okkar járningamannanna og halda hópinn.“ Ræktar sjálfur og temur Meðfram járningunum fæst Gunn- ar einnig við tamningar auk hrossa- ræktar og er hann með um 50 hross heima að Arnbjörgum í ræktun. Þar rekur hann eigið hrossaræktarbú í samstarfi við bróður sinn Guðna. „Þá hef ég líka verið að keppa , m.a. á landsmótum og fjórðungsmótum og náð ágætis árangri.“ Gunnar seg- ir viss forréttindi felast í því að vasast í kringum hesta en hann hefur haft brennandi áhuga á hestamennsku frá uppvaxtarárum sínum á næsta bæ, Þverholtum. „Hestamennska er sennilega elsta sport heims- ins og stundum er sagt að járning- ar séu næst elsta starf í heiminum. Þetta eru mjög skemmtilegar stað- reyndir í mínum huga og þó þetta sé nokkurs konar nördaskapur að upp- lagi þá eru forréttindi að hafa hesta- mennsku að atvinnu,“ segir Gunnar Halldórsson að lokum. hlh Gunnar að störfum. Forréttindi að hafa hestamennsku að atvinnu Gunnar sýnir Birtu frá Borgarlandi á Fjórðungsmóti á Kaldármelum 2009. Ljósm. Kolbrún Grétarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.