Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 73

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 73
73ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 FYRIR LISTAKOKKA • með metnaðarfulla bragðlauka • F A S TU S _F _3 9. 11 .1 3 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn Dualit hraðsuðuketill • 1.7l - ryðfrítt stál • Ketillinn er snúrulaus Kr. 18.648,- Turmix blandari • 6 blaða stálhnífur • Frábær í morgundrykkinn Kr. 57.103,- Dualit handþeytari • 5 hraða stilling • Auðvelt að þrífa Kr. 16.900,- Yaxell stálhnífur • Hágæða ryðfrítt stál - 20cm • Smíðaður í Japan Kr. 15.808,- Fastus býður uppá hágæða fagvörur í eldhús sem unun er að vinna með þegar matarundirbúningur stendur sem hæst. Komdu í verslun okkar, Síðumúla 16 og skoðaðu úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhugamenn geta ekki án verið í góðu eldhúsi. Turmix töfrasproti • 3ja blaða hnífur úr ryðfríu stáli • Öruggt grip úr gúmmíi Kr. 33.760,- Borgnesingurinn Rúnar Gísla- son dvelur þetta skólaár sem AFS skiptinemi í Miðjarðarhafsborginni La Spezia á Ítalíu. Rúnar sem er 17 ára gamall hélt utan í ágúst síðast- liðinn og kemur til með að dvelja í borginni fram í júlí á næsta ári. Hann er einn af mörgum Íslending- um á framhaldsskólaaldri sem halda í skiptinám ár hvert með þann ein- læga áhuga í farteskinu að kynnast nýjum menningarheimum og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Tæknin er áskorun Rúnar segir blendnar tilfinningar fyrir mikinn heimamann eins og sig fylgja því að flytja í allt annað um- hverfi. Það sé þó nauðsynleg lexía. „Þetta er æðislegt, erfitt, skrýtið og spennandi. Þetta er líka ótrúleg lífsreynsla. Það að ákveða að fara frá landinu þínu, fólkinu, skólan- um, vinnunni og tungumálinu og í allt annað umhverfi er visst átak. Ég hugsa að það sé svolítið öðruvísi nú en fyrir tíu árum, heimahagarn- ir eru einhvern veginn miklu nær en maður gerir sér grein fyrir. Öll tæknin í dag gerir ferlið mun erfið- ara. Síminn minn er t.d. þeim eig- inleikum búinn að færa mér strax ný skeyti frá samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram og Snapc- hat ásamt stöðugum nýjum skeyt- um frá tölvupóstinum mínum. Síð- an er ég með Skype þannig að ég fæ alveg stöðugt „áreiti“ frá lífinu heima. Fyrir tíu árum þurftu skipti- nemar einungis að fara á bóka- safnið einu sinni í viku til að senda tölvupóst til fjölskyldunnar. En það má líka horfa á þetta öðruvísi. Erf- iðara getur verið að vera ótengd- ur öllu, geta bara sent tölvupóst og bréf og ég tek það líka fram að það er enginn þvingaður til þess að nota tæknina. Það er hins vegar áskorun að eiga við hana.“ Mannlífið gott en skólinn strangur Talinu víkur þá að Ítölum sjálfum og er Rúnar spurður hvort ein- hver munur sé á Ítalíu og Íslandi. „Mannlífið hérna er æðislegt og sérstaklega fyrir mig sem þekki ekki annað en að vera kannski hálftíma lengur í Hyrnutorgi einungis til að spjalla við fólk. Ítalir eru samt mjög kurteist fólk þó þeir gargi mikið og oft heldur maður að slagsmál séu í vændum. Þá eru þeir einfald- lega að rökræða. Það er svo skrýt- ið að labba fram hjá fullt af fólki og þekkja ekki neinn en þegar að ég hitti einhvern sem ég þekki þá gleður það mig óendanlega mikið. Ítalir eru sem sagt mjög vinalegir og ég eignast reglulega vini í strætó með því að standa upp fyrir göml- um konum!“ Þá segir hann himinn og haf vera á milli Íslands og Ítalíu þegar kem- ur að skólanum. „Hér úti læri ég að meta betur Menntaskóla Borgar- fjarðar á hverjum degi! Hér er svo mikil virðing fyrir kennurum að það er eins og að vera í her stund- um og mér finnst kennararnir líta mjög niður til nemenda. Inn á milli leynast hins vegar frábærar kennar- ar. Þetta er eins og öfgakennd út- gáfa af grunnskóla. Til dæmis meg- um við ekki yfirgefa skólalóðina á skólatíma nema að forráðamaður skrifi á sérstakt skírteini sem kenn- arinn þarf síðan að samþykkja og skrifa undir. Maður getur t.d. ekki sagt þegar tíu mínútur eru eftir af tímanum að maður sé að fara til tannlæknis eða farið út fyrir skóla- lóðina í eyðum. Síðan erum við lát- in læra í fimm klukkustundir sam- fellt með eina fimm til tíu mínútna pásu. Að auki er okkur gefið fárán- lega mikið heimanám. Svo ef það er einhver nemandi efins um ágæti Menntaskóla Borgarfjarðar þá má sá sami hafa samband við mig. Þeg- ar að ég tala um skólann minn við nemendurna hérna þá finnst þeim eins og ég sé að tala um eitthvað himnaríki og horfa á mig dreym- in.“ Einn af fjölskyldunni Rúnar kveðst vera ánægður með fjölskylduna sem hann býr hjá og er á hann litið eins og hluta af henni. „Ég á meira að segja tvo fóstur- bræður hérna úti. Maður er alltaf hafður með í öllu fjölskyldulífinu og var ég t.d. í jarðarför hjá ömmu fósturbræðra minna um daginn, sem var sérstök upplifun. Síðan er hópur annarra skiptinema hér sem ég hef kynnst frá ýmsum þjóðum á borð við Portúgal, Bandaríkjunum, Hondúras og Taílandi,“ segir hann. Bætir því svo við að það sé ánægju- legt að vita að þrátt fyrir alla siði, venjur og trúarbrögð þá er fólk lík- ara en það heldur. Rúnar segir að skiptinámið muni klárlega reynast sér gott veganesti í framtíðinni. „Ég er þegar búinn að leggja helling inn í reynslubankann og held því vonandi áfram. Á næstu árum langar mig mikið til að ferðast og sjá og upplifa meira af heimin- um. Ítalíuför mín er heldur betur stökkpallur í þá átt. Það að kynnast mismunandi fólki frá mismunandi menningarheimum er þvílíkt fræð- andi. Það hefðu allir gott af því að fara út úr sínum þægindahring með þessum hætti.“ hlh Rúnar ásamt öðrum skiptinemum á Ítalíu. Skiptinám er gott veganesti til framtíðar Rúnar Gíslason skiptinemi á Ítalíu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.