Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 80

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Á bænum Árdal í Andakíl eru höf- uðstöðvar kvikmyndafyrirtækisins Búdrýginda sem þau Guðni Páll Sæmundsson, Árni Ólafur Jónsson og Bryndís Geirsdóttir standa að. Margir þekkja sjónvarpsþáttaröð- ina „Hið blómlega bú“ sem sýnd var á Stöð 2 í vor. Hún var fyrsta verkefni Búdrýginda. Sögusvið þessara nýstárlegu matreiðslu- og lífstílsþátta er Borgarfjörðurinn þar sem kokkurinn og þáttastjórnand- inn Árni í Árdal fer um sveitirnar, kynnist nágrönnum sínum og störf- um þeirra og viðar að sér hráefni til spennandi matreiðslu. Skessuhorn heyrði í Bryndísi í síðustu viku til að grennslast fyr- ir um hvað sé á prjónunum í Árdal þessa stundina. Ekki stóð á svörun- um. Árdalsfólk vinnur nú að næstu þáttaröð af „Hinu blómlega búi.“ „Nú standa yfir tökur á vetrarhluta þáttaraðarinnar sem heitir „Há- tíð í bæ.“ Vetrardýrðin upp á síð- kastið með jólasnjó og frostrósum hefur hjálpað verulega við tökurnar sem eru komnar ansi vel á veg. Nóg er hins vegar eftir. Þetta er mikil törn og fáir tímar í sólarhringnum. Við erum þó vel í sveit sett. Ömm- ur og afar eru dugleg að létta undir í mestu önnunum. Sjálf njótum við þess mikið að vinna að þáttunum.“ Fjölbreyttir hópar horfa á þáttinn „Hinu blómlega búi“ var mjög vel tekið af sjónvarpsáhorfendum síð- asta vetur. Bryndís segir að mikil ánægja ríki í Árdal með viðbrögð- in. „Við erum hæstánægð með við- tökurnar og afar þakklát líka. Það er ómetanlegt að fá svona jákvæð viðbrögð. Fólk hefur sent okkur fallegar kveðjur sem er dýrmætt. Móðir ein sagði okkur að börn- in hennar tækju ekki í mál að fara í bólið fyrr en „bóndinn“ væri bú- inn í sjónvarpinu og hafi það yngsta kveðið upp: „Við skulum horfa á bóndann, því það er best fyrir börnin!“ Hún var víst bara þriggja ára og hafði lokaorðið í þeirri um- ræðu. Svo kom það mér skemmti- lega á óvart að stór áhorfshópur eru ungir menn á aldursbilinu 25- 35 ára sem búa á höfuðborgarsvæð- inu. Ég hafði einhvernvegin ekki endilega búist við því en þannig var það,“ segir Bryndís. Þáttaröðin hefur einnig ver- ið vinsæl meðal eldri kynslóðar- innar. „Það kom mér reyndar ekki eins mikið á óvart, því sú kynslóð þekkir vel til umfjöllunarefnisins, en ég er fegin að þeim líkar efnis- tökin. Þegar á hólminn er komið virðist þó mjög stórum hópi fólks Prjónahópur Rauða krossins á Akranesi var með markað síðast- liðinn miðvikudag. Til sölu var úrval fallegra prjónavara, broddur frá Eystri – Leirárgörðum, kaffi, vöfflur og fleira. Prjónahópurinn hittist vikulega. Afraksturinn fer í verkefnið Föt sem framlag en hluti af þeim fötum er sendur til Hvíta – Rússlands. Annað er selt á mörk- uðum deilda Rauða krossins. „Það eru komnir yfir 200 pakk- ar sem sendir verða til Hvíta - Rússlands núna þannig að þetta er mikið magn af prjónavörum sem fer héðan. Þetta er rosalega mik- il vinna, örugglega um tíu þús- und klukkustundir í sjálfboða- liðavinnu myndi ég giska á,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmda- stjóri Akranesdeildar. „Yfirleitt eru um fimmtán konur sem mæta og prjóna en einnig eru konur sem prjóna heima. Guðrún Guðjóns- dóttir er ein af þeim og hún prjón- aði til að mynda 24 peysur og gaf á dögunum. Svo prjónaði starfsfólk- ið á Teigaseli fullt af vettlingum og húfum og gáfu. Það er gam- an hvað fólk, og þá aðallega kon- ur, eru frábærar og taka mikinn þátt í þessu,“ útskýrir Anna Lára en tugir kvenna hafa komið með fulla poka af prjónavörum á mark- aðinn. Markaðurinn verður opinn aftur miðvikudaginn 27. nóvem- ber frá 13 – 16 í Rauða kross hús- inu við Skólabraut 25a. Allur ágóði af seldum vörum rennur til Rauða krossins á Akranesi og til barna í Hvíta - Rússlandi. grþ Sumar konurnar í prjónahópnum mættu með prjónana með sér á markaðinn. Rauði krossinn á Akranesi heldur markað Þyrstir í að kanna Vesturland nánar líka „Hið blómlega bú.“ Ég tel að ástæðan sé sú að við tölum við al- vöru fólk sem sinnir störfum sínum af elju og alúð. Við fjöllum einfald- lega um hluti sem snerta okkur öll. Vinna og matur er mikilvægur fyrir allar manneskjur. Þetta er stór hluti af lífinu. Hugsandi fólk sem vill lifa vel hlýtur að huga að því hvaðan fæða þess kemur og hvernig hún er tilreidd.“ Stefnt á DVD útgáfu fyrir jólin Auk „Hátíðar í bæ“ stefna Búdrýg- indi á að gefa út „Hið blómlega bú“ á DVD mynddisk fyrir jólin. Disk- urinn er væntanlegur í desemb- er. „Við erum einmitt að vinna að fjármögnun útgáfunnar þessa dag- ana á vefsvæðinu karolinafund.com. Við fengum svo margar fyrirspurnir að við ákváðum að láta á það reyna. Það var ekkert sjálfsagt mál. Þetta er dýrt verkefni fyrir lítið sprotafyr- irtæki eins og okkar. Fjármögnun- in gengur þó vel. Til að allt gangi upp fjárhagslega er þó mikilvægt að við náum vel rúmlega því marki sem við settum okkur á Karolinafund. Ég vona að það gangi eftir því við vönduðum vel til disksins. Allt útlit umbúða disksins er hannað af Rósu Björk grafískum hönnuði á Hvann- eyri og er mjög fallegt. Diskurinn er með enskum og íslenskum texta svo þetta er tilvalin jólagjöf fyrir vini og ættingja heima og erlendis.“ Fer á sjóinn Talinu víkur aftur að „Hátíð í bæ.“ Bryndís er spurð hvort að áherslan sé áfram á Borgarfjörðinn líkt og í fyrstu seríunni. „Ja, svona að mestu en það er meiri áhersla lögð á mat- seld og samfélag núna. Við fórum reyndar aðeins út fyrir túngarð- inn og bara alla leið út á sjó! Árni fór og náði sér í síld með feðgun- um Hermundi og Páli Guðmunds- syni frá Stykkishólmi. Þeir náðu að veiða ægilega fallega og feita síld í ævintýraför. Svo fór Árni ásamt tónlistarmanninum KK á þorskalóð á Faxaflóanum sem var ekki síður skemmtilegt. KK er sérlegur tón- smiður „Hins blómlega bús.“ Hann frumsemur tónlistina fyrir þáttinn af mikilli næmni fyrir umfjöllunar- efninu. Það er fullur hugur í okk- ur að kynnast betur sjávarnytjum við landið. Síðan þyrstir okkur að kanna Vesturland nánar, sem von- andi gerist með vorinu ef fjármögn- un fæst fyrir verkefninu. Við verð- um því að vera stillt og dugleg að safna fé í baukinn.“ Fá góða aðstoð Þó meginþungi vinnunnar í kringum þættina hvíli á tríóinu í Árdal segir Bryndís að hópur góðs fólks hafi veitt þeim liðsinni við gerð þáttanna. „Það væri ógerlegt að búa til svona þætti án einhverrar utan- aðkomandi hjálpar á svo stuttum tíma. Liðið okkar er nú ekki stórt en við stöndum vel saman. Það er mikilvægt fyrir okkur að við höfum tæknifólk sem þekkir vel til verka. Eva Lind Höskuldsdóttir og Guð- mundur Fjalar Ísfeld klippa þáttinn með Guðna Páli eins og síðast. Þá nutum við líka meiriháttar liðsinnis Mikaels Pärt við hljóðvinnslu. Hann sá um hljóðsetningu tónlistarinnar í stórmyndinni Hobb itanum. Síðan hefur bæst í hópinn okkar Hauk- ur Björgvinsson, ungur tökumaður sem lofar mjög góðu.“ Vilja gera fleiri þætti Um framhaldið segir Bryndís að tríóið sé uppfullt af hugmyndum. Ríkur vilji sé til að halda áfram og gera fleiri þætti. „Við höfum gert gott langtímaplan. Af nógu er nefnilega að taka í landshlutanum því Vesturland allt heillar. Við höf- um nú kynnst góðu fólki á Snæfells- nesi, í Dölunum og á Mýrunum og víðar svo það er ýmislegt skemmti- legt í handraðanum. Tíminn mun þó leiða í ljós hvernig það fer. Í millitíðinni ætlum við hins vegar að leggja allt kapp á að gera „Há- tíð í bæ“ eins áhugaverða þáttaröð og við getum. Nýju þættirnir verða sýndir á besta tíma klukkan átta á sunnudögum svo það er eins gott að við stöndum okkur,“ segir Bryndís að lokum og minnir á fyrsta þáttinn sem sýndur verður á sunnudaginn. hlh Fólkið í „Hinu blómlega búi“ í Árdal. Bryndís Geirsdóttir ásamt Guðna Páli Sæmundssyni leikstjóra og Árna Ólafi Jónssyni þáttastjórnanda í eldhúsi búsins. Ásdís Magnúsdóttir og Ása Jónsdóttir eru sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum á Akranesi. Á bakvið þær má sjá hluta af því fallega handverki sem til sölu er á markaðnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.