Skessuhorn - 27.11.2013, Side 84
84 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013
Stærsta mál Framsóknarflokksins
fyrir síðustu kosningar var að leið-
rétta stökkbreytt fasteignalán ís-
lenskra heimila. Forsætisráðherra
lagði fram aðgerðaáætlun í tíu lið-
um þann 13. júní sl. sem var sam-
þykkt á Alþingi. Í henni kemur m.a.
fram að: „Settur verði á fót sérfræð-
ingahópur sem útfæri mismunandi
leiðir til að ná fram höfuðstólslækk-
un verðtryggðra húsnæðislána og
geri tillögur þar að lútandi. Til-
lögur liggi fyrir í nóvember 2013.“
Vinna hópsins gengur vel og mun
hann boða til blaðamannafund-
ar og kynna niðurstöður sínar í lok
nóvember. Á þeim tímapunkti get-
ur fólk mátað sína stöðu við nið-
urstöðu sérfræðinganna. Leiðrétt-
ingin sjálf mun síðan taka nokkra
mánuði enda um flókið verkefni að
ræða.
Alið á ótta og óvissu
Það hefur verið mjög einkennilegt
að fylgjast með umræðunni sl. mán-
uði. Svo virðist sem það vaki fyrir
ákveðnum einstaklingum að grafa
undan von fólks að skuldaleiðrétt-
ingaleiðin sé fær. Reynt hefur verið
að ala á ótta og vantrú af einhverjum
öflum, sem erfitt er að festa hönd á.
Vanlíðan margra og óvissa er alveg
nógu mikil án þess að vísvitandi sé
alið á þessum erfiðu tilfinningum.
Væri ekki eðlilegra að bíða eftir
niðurstöðum sem eiga að liggja fyr-
ir í nóvember í stað þess að tala um
svik. Hver sveik annars hvern? Mitt
mat er að þeir sem voru við stjórn-
völinn í síðustu ríkisstjórn hafi svik-
ið almenning. Ekki núverandi ríkis-
stjórn. Hún hefur ekki svikið gefin
loforð og mun ekki gera það.
Ekki hlustað á tillögur
Framsóknar 2009
Framsóknarflokkurinn fékk umboð
sitt frá kjósendum í síðustu Alþing-
iskosningum. Þá vann flokkurinn
sögulegan kosningasigur og undir-
ritaði í framhaldinu stjórnarsáttmála
ásamt Sjálfstæðiflokki. Í stjórnar-
sáttmála má lesa eftirfarandi: „Rík-
isstjórnin mun með markvissum
aðgerðum taka á skuldavanda ís-
lenskra heimila sem er til kominn
vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höf-
uðstólshækkunar verðtryggðra lána
sem leiddi af hruni fjármálakerfis-
ins. Grunnviðmiðið er að ná fram
leiðréttingu vegna verðbólguskots
áranna 2007–2010 en í því augna-
miði má beita bæði beinni niður-
færslu höfuðstóls og skattalegum
aðgerðum. Um verður að ræða al-
menna aðgerð óháð lántökutíma
með áherslu á jafnræði.“ Flokkarn-
ir vinna nú samkvæmt þessum sátt-
mála og samstarfið gengur vel.
Í vor var kosið um skuldamálin.
Það er ekki rétt að flokksmenn hafi
lofað öllu fögru kortér í kosningar
til að komast til valda, eins og sum-
ar litlar sálir halda fram. Það er af-
bökun á sannleikanum. Hið rétta er
að þingmenn flokksins töluðu fyrir
skuldaleiðréttingu allt síðasta kjör-
tímabil, en á þá var ekki hlustað
og lítið gert úr þeirra tillögum til
skuldaleiðréttingar.
Staðfastur hópur að
baki stórum verkefnum
Í þingflokki Framsóknar starf-
ar fólk sem vill íslenskum heimil-
um vel og er tilbúið að leggja mik-
ið á sig til að koma þeim til hjálpar.
Fyrir marga er það því miður orð-
ið of seint. Tillögurnar munu koma
fram innan skamms og það er vitað
að það verða ekki allir ánægðir með
þær tillögur. Sumum mun eflaust
finnast að niðurstaðan sé ekki rétt
fyrir sig. Aðrir vilja fara allt aðrar
leiðir í skuldaleiðréttingum og svo
er þeir sem telja skuldaleiðréttingu
óþarfa með öllu. Þingmenn Fram-
sóknarflokksins voru kosnir til að
leysa þetta verkefni og þeir ætla að
halda áfram að standa með íslensk-
um heimilum.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins.
Pennagrein
Enginn með lygara-
merki á tánum
Meðal fjölmargra bóka sem kom út
í haust var ævisagan „Snorri á Foss-
um – Hjálpari og hestamaður –
listamaður og lífskúnstner.“ Það er
bókaútgáfan Salka sem gefur bók-
ina út. Í henni rekur Bragi Þórðar-
son fróðlega og bráðskemmtilega
ævisögu Snorra Hjálmarssonar.
„Snorri á Fossum er að góðu kunn-
ur. Borgfirðingar þekkja hann sem
dugandi bónda, hestamann, gleði-
mann og leikara, en á undanförnum
árum hefur hann orðið landsþekkt-
ur söngvari og „hjálpari.“ Með því
er átt við hæfileika Snorra til að
koma öðrum til aðstoðar með ýms-
um hætti. Hann getur fundið vatn
í jörðu með spáteinum, hann sér
óorðna hluti og veitir hjálp í veik-
indum og annars konar erfiðleikum
með stuðningi frá öðrum heimi.
Snorri Hjálmarsson er upprunn-
inn í Aðalvík á Hornströndum en
fluttist í Andakílinn eftir uppvöxt
og skólagöngu í Reykjavík og á
Hvanneyri. Hann hreppti kóngs-
dótturina, Sigríði Guðjónsdóttur á
Syðstu - Fossum, hálft ríkið og síð-
an allt, eins og í sönnu ævintýri, og
hefur ríkt þar síðan. Bragi Þórðar-
son, segir í þessari bók sögu Snorra
sem er allt í senn; fróðleg, umhugs-
unarverð og bráðskemmtileg. Hér
eru á ferðinni æviminningar manns
með fágæta hæfileika og jákvæða
lífssýn, manns sem gefur lífinu lit
og er ávallt reiðubúinn að rétta
náunganum hjálparhönd.
Með leyfi útgefanda birtum við
hér örstuttan kafla úr bókinni. Að
vísu tengist þessi tiltekni bókarkafli
Skessuhorni, en þar segir frá því
þegar Snorri á Fossum gaf í fyrsta
sinn viðtal sem tengist hæfileikum
sínum.
Blaðamaður tekinn
á beinið
„Eftir því sem fleiri fengu hjálp hjá
Snorra fréttist af starfi hans. Margir
fjölmiðlamenn vildu fá hann til að
segja frá því opinberlega sem gerð-
ist fyrir hans atbeina. Í fyrstu sam-
þykkti hann engin viðtöl, en loks
fékk hann leyfi hjálpara sinna til
þess að svara. Fyrsti blaðamaðurinn
Snorri á Fossum
Bók um hjálpara og hestamann, listamann og lífskúnstner í Borgarfirði
sem Snorri veitti viðtal var Birna
Konráðsdóttir frá Vesturlands-
blaðinu Skessuhorni. Hún heim-
sótti Snorra í desember 2011, leit-
aði frétta og bað um að fá að sjá
hvernig starfsemi hans færi fram.
Það samþykkti Snorri og sagði
að það væri kannski sniðugast að
blaðamaður fengi að reyna aðferð-
irnar á eigin skinni. Hann býður
Birnu inn á skrifstofu sína þar sem
við sitjum nú og spjöllum saman.
,,Nú býð ég þér inn í mitt einka-
herbergi sem ég hef undir starfið
mitt,“ sagði hann við Birnu. ,,Mér
finnst ég ekki hafa verið heimtu-
frekur um ævina eða beðið um mik-
ið fyrir mig, en þegar við byggð-
um nýja húsið ákvað ég að hafa eitt
herbergi fyrir mig og mín mál og
þannig hefur það verið.“
Birna settist á sófa í látlausu her-
berginu en Snorri sjálfur í stól við
skrifborð sitt. Hann skrifar niður
nafn hennar í þéttskrifaða stílabók,
tekur upp þrístrendan pendúl, sem
festur er í bandspotta. Snorri held-
ur í bandið og pendúllinn er graf-
kyrr. Síðan byrjar hann að spyrja
einhverja sem blaðamaður ekki sér.
Ef pendúllinn snýst sólarsinnis er
svarið já, ef hann fer hinn hringinn
er um neikvæð viðbrögð að ræða. Á
meðan hjálpararnir hugsa sig um,
fer pendúllinn gjarnan fram og til
baka að sögn Snorra.
,,Er ég með hjálpara hér?“ spyr
Snorri. Og viti menn pendúll-
inn fer á fleygiferð, réttan hring.
Einhverjir eru greinilega mætt-
ir. Þá spyr hann hvort ,,sólarlógus“
sé mættur og því er einnig svar-
að jákvætt. Á eftir koma alls konar
spurningar um orkubrautir, orku-
stöðvar og hvort hægt sé að hjálpa.
Hann nefnir nöfn. ,,Gyðja ljóssins“
er viðbúin og Snorri spyr hvort við-
komandi vilji aðstoða, hversu mikla
hjálp er þörf að fá og hvort það geti
orðið hér og nú. Sem betur fer er
blaðamaður ekki mjög illa haldinn
svo öflugustu hjálparmennirnir fá
frí þetta kvöld.
Pendúllinn er tækið
Pendúllinn var tækið sem svaraði
öllum spurningum Snorra. Allan
tímann var hann hafður yfir nafni
blaðamannsins sem einnig var nefnt
inn á milli. Ekki er þetta látið duga.
Snorri spyr sína tengiliði um það
hvort eitthvað sé að trufla. Blaða-
maður sperrir eyrun vitandi upp á
sig skömmina um að vera ekki allt-
af nógu staðfastur og láta hugann
reika um of. En það er alls ekki
þetta sem Snorri á við með spurn-
ingum sínum. ,,Ég er að spyrja um
hvort einhverjir púkar eða sálir séu
að trufla þig. Það er nefnilega svo
oft sem það er reyndin og þá get-
ur verið erfitt að hjálpa viðkom-
andi. Stundum get ég sent sálirnar
sem trufla í ljósið eða á stjörnu fyrir
utan jörðina,“ segir hann og glettn-
isbrosi bregður fyrir eftir þessi orð.
,,Þeir sem ekki fá að fara í ljósið
fara á stjörnu fyrir utan jörðina, eða
svo er mér sagt.“
Blaðamaður varpar öndinni feg-
insamlega þegar upplýst er að eng-
inn sé að trufla, nema ef vera skyldi
hann sjálfur. ,,Nú þarf ég að síð-
ustu að athuga hvaða líkamstýpa þú
ert, þó að ég viti það reyndar þá er
samt alltaf betra að spyrja.“ Enn fer
pendúllinn á loft og í ljós kemur að
blaðamaður er próteintýpa.
Við erum það sem við
hugsum
,,Þú ert sömu gerðar og flestir á Ís-
landi og átt því ekki að borða kol-
vetni. Ef þú borðar of mikið af
því færðu það sem ég kalla fæðu-
tengda blokkeringu sem leiðir til
vanheilsu. Oft lokast orkubraut-
ir út af vitlausu matarræði. Mann-
skepnan er nefnilega það sem hún
hugsar, hvað hún borðar og hvernig
utanað komandi áhrif móta hana.“
Snorri heldur áfram: ,,Ég er sál og
ég er það sem ég hef tekið með mér
í þennan heim, án þess að vita hvað
það er. Kem hingað eins og flestir
með ákveðið verkefni í huga til að
vinna með í þessari jarðvist, en fæst-
ir muna hvað það er. Ef verkefnið
mistekst þá vill sálin koma aftur til
að ljúka ætlunarverkinu. Að mínu
mati eru sumir þeirra sem grípa til
þess ráðs að taka eigið líf stundum
að því vegna þess að þá hefur bor-
ið svo langt af leið frá upprunalegu
markmiði sínu. Þeir ákveða því að
klára málið strax til að hafa mögu-
leika til að byrja sem fyrst að nýju.
Sálin er sífellt að þroska sig, hún er
í skóla og byrjar í fyrsta bekk. Ef
illa gengur er stundum gott að taka
bekkinn bara aftur.“
Þetta eru greinilega mál sem
blaðamaðurinn hefur ekki hugleitt
mikið. Hún hefur orðið margs vís-
ari en vantar miklu fleiri svör sem
ekki fást.“
Forsíða bókarinnar um Snorra á
Fossum.
Snorri með pendúlinn og Bragi skrásetjari.