Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 86

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 86
86 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 „Látið síga piltar,“ heitir ný skáld- saga sem Óskar Magnússón hefur sent frá sér. Þetta er fyrsta skáldsag- an sem Óskar sendir frá sér en áður hafa verið gefin út eftir hann tvö smásagnasöfn, „Borðaði ég kvöld- mat í gær?“ (2006) og „Ég sé ekkert svona gleraugnalaus“ (2010). Báð- ar þær bækur hlutu afbragðsgóðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Óskar Magnússon er lögfræðing- ur að mennt en hefur starfað víða við stjórn fyrirtækja og fjölmiðlun. Hann er í dag útgefandi Morgun- blaðsins og rithöfundur í hjáverk- um. Í nýju bókinni „Látið síga pilt- ar“ segir frá daglegu lífi bænda og búaliðs í Hlíðardal. Þarna er verka- skiptingin gamaldags, ástin til stað- ar á fósturjörðinni og fólk sýn- ir samstöðu, nægjusemi og dugn- að. Undir sakleysislegu yfirborði leynast hremmilegir atburðir, ást- ir, slark, áföll og hroðalegir glæp- ir. Í sögunni vegast á ljúfar frásagn- ir og lýsingar sem ekki henta við- kvæmum. Undir og yfir svífur hár- beitt háð sem engum hlífir. Þetta er átakasaga bændafólks við náttúru- öfl og bankabrögð. Hér er birtur sjöundi kafli bókar- innar þar því er einmitt lýst hvernig ófyrirleitnir bankamenn ákveða að leggja snörur sínar fyrir bændurna. Bara tekjur, tekjur, tekjur ,,Við þurfum að herða á útlánun- um, hér er allt að fyllast af pening- um.“ Sigurður var afundinn þeg- ar hann beindi máli sínu til Lár- usar sem hafði verið nánasti að- stoðarmaður hans í Landbúnað- arbankanum undanfarin ár. Sig- urður Eiríksson var forstjóri bank- ans. Hann hafði valið sér þann tit- il frekar en að kalla sig bankastjóra: ,,Það er gamli tíminn, við gerum hlutina öðruvísi,“ hafði hann sagt. Þess vegna var Lárus Ármannsson aðstoðarforstjóri en ekki aðstoðar- bankastjóri. Þeir sátu í stífsvörtum leður- sófum á skrifstofu Sigurðar í höf- uðstöðvum Landbúnaðarbank- ans í Reykjavík. Glæsilegt glerhýs- ið gnæfði yfir gamalt sögufrægt hús sem stóð aðeins sunnar. Arkitekt- arnir höfðu sannfært skipulagsyf- irvöld um að andstæðurnar væru merk byggingarlist: ,,Takið sérstak- lega eftir hvernig gamli og nýi tím- inn kallast á og mynda órjúfanlegan kontrast,“ höfðu þeir sagt á fundi skipulagsnefndarinnar. Nefndar- menn heimiluðu húsið gegn því að greitt yrði fimmfalt bílastæðagjald. Á endanlegum teikningum náði bankinn aðeins út í sjóinn þar sem lítill viðlegukantur gerði ráð fyrir að leggja mætti látlausri snekkju og ganga beint upp í bankann til arð- bærra viðskipta. Sigurður forstjóri var lítill vexti, feitur með burstaskalla. Augun voru agnarsmá og pírð og varirnar blautar. Hann var hraðmæltur eins og vélbyssa, hávaðalaus en þó ekki alltaf yfirvegaður. Fíngerð lesgler- augun hvíldu fremst á nefinu. Þeg- ar forstjórinn vildi leggja áherslu á orð sín reif hann gleraugun af sér, klemmdi þau í krepptum hnefan- um og benti á viðmælandann. Þetta hafði hann gert af mikilli innlifun þegar fjármálstjóri bankans lagði til að dregið yrði úr kostnaði við reksturinn. Með gleraugun saman- brotin í hnefanum brást Sigurður ókvæða við og umfangsmikið skap- ið braust út: ,,Kostnaður skiptir engu máli í nútímarekstri. Bara tekjur, tekjur, tekjur. Það þarf að auka tekjurnar,“ sagði hann um leið og hann kreppti hnefann til fulls. Þegar hann taldi nóg sagt slakaði hann á kruml- unni og lét gleraugun falla á borð- ið. Glerin skoppuðu eftir borð- plötunni en umgjarðirnar lágu eft- ir beyglaðar eins og bréfaklemma. ,,Ef þig langar endilega til að gera eitthvað getur þú selt helvítis olíu- málverkin sem gamli bankinn átti,“ sagði Sigurður forstjóri og horfði á sandblásna glerveggina á skrif- stofunni. Fjármálastjórinn minntist ekki framar á ráðdeild. ,,Við höfum lánað öllum sem við höfum fundið, bæði hér heima og erlendis og búið sjálfir til tækifærin eins og þú lagðir til í upphafi,“ sagði Lárus aðstoðarforstjóri lágri röddu. Hann þekkti sinn mann. Þeir unnu vel saman og ræddu mál- in af hreinskilni. ,,Við erum búnir að finna fólk til að kaupa öll stóru félögin og flest fjölskyldufyrirtæki landsins. Við höfum lánað kaup- endunum fyrir kaupverðinu og tek- ið við því aftur frá fjölskyldunum í ávöxtun, þú veist þetta allt. Mér sýnist vera komnir fimmtán hundr- uð milljarðar í útlán með þessum hætti. Það er spurning hvar á að bera niður næst.“ Í útliti var Lárus andstæða Sig- urðar. Ljós yfirlitum, tággrannur, leggjalangur, brosmildur og hæg- ur komst Lárus þangað sem hann ætlaði. Með óstýrilátan hárlubba fremst á hvirflinum og lotinn í herð- um minnti hann mest á ofnapensil. Hárskúfnum klessti hann oftast nið- ur með brilljantíni en við það fékk hann bjart yfirbragð eins og vatns- greiddur fermingardrengur. Það hentaði oft betur en hermanna- bursti forstjórans. Lárus var alinn upp hjá ömmu sinni í litlu þorpi úti á landi. Á unglingsárum vann hann í fiskvinnslunni. Hann bar fisk í kon- urnar á færiböndunum, skar spyrðu- bönd af skreið og hafði jafnvel breitt saltfisk á reit á sólskinsdegi. Hann reyndi að læra að hekla hjá Pálínu ömmu sinni en tókst bet- ur upp í rjóma- tertunum. Lárus var eldfljótur að slá í einn botn og reyndist meistari í tertuskreyting- um. Fallegri tert- ur en rjómatertur Lalla Pálínu sáust ekki í plássinu. Þær seldust alltaf fyrst- ar á kökubasar kven- félagsins. Fimmtán hundruð milljarðar voru miklir peningar og það hafði kostað töluverða útsjónarsemi hjá Lárusi og samstarfsmönnum hans að finna þeim þann farveg sem hann rifjaði nú upp við Sigurð. Í fyrstu hafði verið einfalt að lána stjórn- endum til kaupa á almenningshluta- félögum með því að láta félögin sjálf bera lánin að lokum. Þetta var köll- uð ,,skuldsett yfirtaka“. Litlu hlut- hafarnir voru keyptir með smá- vægilegu álagi á skráð verð í Kaup- höllinni: ,,Látum þá fá tíu, fimm- tán prósent premíu, þá verður ekk- ert röfl,“ sögðu fjármálamennirnir. Almenningshlutafélögin voru síðan afskráð, hættu að vera almennings- eign og allar kenningar um dreifða eignaraðild eða kjölfestufjárfesta voru látnar lönd og leið. Næst lá leið bankanna í fjöl- skyldufyrirtækin. Þar voru farsælir eigendur til áratuga taldir á að selja fyrirtækin: ,,Allt hefur sinn tíma. Markaðurinn er tilbúinn. Er ekki betra að láta peningana vinna fyr- ir sig en að halda þessu striti áfram endalaust? Þú getur verið stoltur af ævistarfinu.“ Þannig voru ræð- ur bankamannanna, allar keimlíkar og ef fyrirstaðan var mikil var rætt við fleiri fjölskyldumeðlimi, fræj- um sáð og verðið hækkað. Með þessum hætti hvarf meðal annars vel rekin prentsmiðja úr eigu fjöl- skyldu sem hafði rekið hana í sex- tíu ár. Prentsmiðjustjórinn fyrrver- andi og fjölskylda hans lögðu sölu- andvirðið í einkabankaþjónustu og fylgdust í forundran með vexti og viðgangi síns gamla félags í hönd- um nýrra athafnamanna. Á fáein- um mánuðum festu nýju eigend- urnir kaup á kaffihúsakeðju í Lithá- en og húsgagnaframleiðslu í Finn- landi. ,,Já, það var greinilega kom- inn tími til að nýir menn tækju við, ekki kom ég auga á þessi tækifæri, sjálfsagt hefur þetta legið beint við allan tímann,“ hugsaði gamli prent- smiðjustjórinn. Hann gladdist yfir velgengni gamla fjölskyldufyrirtæk- isins en undir niðri fannst honum óþægilegt að skilja ekki samhengið. Sigurður og Lárus sátu þegjandi í sófanum um stund. Sigurður hélt um burstaskallann og horfði nið- ur í glersófaborðið. Þessum stund- um þeirra hafði fækkað í annríki og ákafa undanfarinna ára en þær höfðu alltaf verið mikilvægar. Þeir hreyfðu ýmsu lauslega, svöruðu sér stundum sjálfir, páruðu á blað, strik- uðu yfir. Þeim gekk vel að hugsa saman. Lárus stóð upp, gekk um gólf, staðnæmdist við gluggann og horfði út á Sundin. Sigurður skiss- aði mynd af Lárusi á blokkina. Hann var listateiknari. Blár og hvítur tog- ari sigldi út í vetrarveðrið. Lárus sá einkennisstafina AK á stafni skipsins og þekkti heimahöfnina. ,,Ef túr- inn tekur ekki meira en þrjár vik- ur verða þeir komnir inn fyrir jól- in,“ hugsaði Lárus. ,,Þá fá krakk- arnir í þorpinu og sveitinni í kring vinnu í jólafríinu.“ Ekki þurfti meira til, hugurinn var kominn í sveitina, hugmynd í fæðingu. Lárus sneri sér annars hugar frá glugganum: ,,Það er ónýttur markaður í öll- um sveitunum. Eru ekki bullandi tækifæri þar? Hvernig væri að bjóða dreifbýlinu fjármálaþjónustu, ráð- gjöf, lán og eignastýringu? Við hvetjum bændur til að kaupa kvóta, byggja ný glæsileg fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir.“ Lárus var kom- inn á flug og Sigurði forstjóra lík- aði vel. ,,Ylrækt, gróðurhús, heima- virkjanir. Loðdýr og fiskeldi gætu meira að segja verið í lagi, heims- markaðsverðið hefur hækkað upp úr öllu valdi.“ Sigurður þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar: ,,Við förum í þetta, frá- bær hugmynd,“ sagði hann ,,Náðu í allt besta fólkið sem til er í þessum bransa. Farðu í búnaðarsambönd- in, búnaðarfélögin og finndu fólkið sem bændurnir eru vanir að treysta. Þau eru öll á skítalaunum, þú hækk- ar þau um helming og mokar þeim inn í bankann, það er laust húsnæði í útibúinu okkar við Hlemm.“ ,,Ég gæti kannski fengið Ágúst Bjarna, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, með mér í þetta, hann er ekkert að gera,“ bætti Lárus við. ,,Já, við borgum þeim topplaun og bónusa fyrir hverja jörð sem kemur í viðskipti til okkar. Spurning hvort þau ættu ekki að fá kauprétt líka.“ ,,Kauprétt og bónusa, það gengur allt út á það, þú borgar bara það sem þarf til að ná árangri,“ sagði Sigurð- ur forstjóri og strauk hendinni yfir burstann. ,,Hvað heitir hann aftur verkfræð- ingurinn sem er hluthafi í bankan- um? Þú manst eftir honum, þessi sem bauð okkur í skrítna kokteil- boðið með kótelettunum, læris- sneiðunum og öllum sósunum,“ sagði Lárus. ,,Bjarni, heitir hann ekki Bjarni? Hann er fluttur eitthvað út í sveit, ágætur maður, hann gæti örugglega hjálpað eða kannski frekar konan hans, hún væri þrælöflug.“ Lárus færðist í aukana. Hann kunni þessi tök og þótti gaman að stjórna átaksverkefnum. ,,Það væri líka gott ef við gætum látið okkar menn kaupa fóðurverksmiðjurnar og við þurfum líka að koma puttunum í áburðarinnflutninginn. Við verðum að fara djúpt í þetta og kerfisbundið um allt land. Ég fæ Guðbrand með mér og Ragnheiði,“ sagði hann loks eins og við sjálfan sig. Á innan við hálftíma lögðu Sigurður og Lárus línurnar um sókn í sveitirnar. Land- ið lá marflatt við bankanum. ,,Okkur er ekkert að landbúnaði,“ sagði Sig- urður þegar Lárus gekk út. Kafli úr skáldsögunni „Látið síga piltar“ eftir Óskar Magnússon: Átök bænda við náttúruna og brögðótta bankamenn Óskar Magnússon útgefandi og rithöfundur. Aðstoð til fjárvana heimila! Mæðrastyrksnefnd Vesturlands mun í desember n.k. úthluta fjárstyrkjum í formi Bónus-korta til einstaklinga og fjölskyldna á Vesturlandi sem þarfnast stuðnings. Peningastyrkir óskast frá fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja leggja málinu lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Kærleikskveðja, Stjórn Mæðrastyrksnefndar Vesturlands Reikningsnúmer: 0186-05-65465 kt. 411276-0829
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.