Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 87

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 87
87ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Víkurhvarf 5 Vagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Steel STÁLGRINDAHÚS Fjöldi stærða og gerða í boði Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar RÚLLUVAGNAR – LÖNDUNARVAGNAR Stærð palls 2,55 x 8,6m Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar STURTUVAGNAR Burðargeta 6,5 – 17 tonn þak og veggstál galvaniserað og litað Bárað• Kantað• Stallað• Fjöldi lita í boði Víkurhvarfi 5 • Kópavogi • Sími 588 1130 hhaukssonehf@simnet.is Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2013 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Mánudaginn 2. desember Þriðjudaginn 3. desember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 3 Nýverið var starfsfólki Skessu- horns boðið að skoða prentsmiðju Landsprents við Hádegismóa í Reykjavík þar sem blaðið er prent- að. Prentsmiðjan er fullkomnasta blaðaprentsmiðja landsins og þar fara flest blöð á dagblaðapappír í gegn. Meðal annars Morgunblað- ið, DV, Viðskiptablaðið, Bænda- blaðið og nokkur héraðsfréttablöð, þ.m.t. Skessuhorn. Eftir að vinnslu Skessuhorns lýkur á Akranesi er skrá með blaðinu send í tölvu- pósti í prentsmiðjuna á þriðju- dagskvöldi. Þar er blaðið plötu- tekið, eins og kallað er, og plötun- um komið fyrir í risavaxinni prent- vél sem er álíka há og fimm hæða fjölbýlishús. Gangi vinnsla blaðs- ins vel, tekur hún ekki lengri tíma en svo að ef starfsmaður Skessu- horns legði af stað frá Akranesi um leið og skráin með blaðinu hef- ur verið send, stendur það á end- um að blaðið er tilbúið innpakk- að í prentsmiðjunni þegar komið er suður. Prentvél Landsprents var vissulega stór þegar hún var keypt til landsins um miðjan síðasta ára- tug. Sagt hefur verið í gríni að hún geti prentað öll dagblöð sem koma út norðan miðbaugs. Þáverandi út- gefendum Morgunblaðsins glímdu ekki við minnimáttarkennd þegar vélin var keypt. Til gamans birtum við hér nokkrar myndir úr prent- smiðjunni til að sýna lesendum það sem fram fer eftir að starfs- fólk Skessuhorns hefur lokið sínu verki, sent blaðið suður, og starfs- menn Landsprents taka við. mm Síðastliðinn föstudag hélt verslunin Þóra í Ólafsvík upp á 50 ára afmæli. Mættu fjölmargir gestir í tilefni dagsins. Var boðið uppá hressingu fyrir gesti og rifjaðir upp gamlir og góðir tímar. Undir kvöld var svo skotið upp 50 flugeldum fyrir fram- an búðina. Sigríður Þóra Eggertsdótt- ir stofnaði verslunina Þóru 22. nóvember 1963 í einu herbergi á neðstu hæðinni á Brautarholti 2 og á boðstólnum var alklæðnaður á fjölskylduna. Búðin flutti í núver- andi húsnæði að Mýrarholti 12 árið 1967. Fram að því hafði hún ver- ið á þrem stöðum, Brautarholti 2 jarðhæð, Skálholt 6 neðri hæð og í bílskúr á Brautarholti 2. Í upp- hafi voru allar vörur fluttar inn frá Englandi, Hollandi og Danmörku. Vöruúrvalið í versluninni hefur breyst í gegnum tíðina og hefur t.d. verið boðið upp á snyrtivörur, úr og skartgripi, barnaföt, vefnaðar- vöru og garn. Árið 1987 varð stór- breyting þegar útibú ÁTVR opn- aði í versluninni. Þá varð Þóra að minnka vöruúrvalið og hætti með vefnaðarvöruna. Árið 2012 flutti Vínbúðin í annað húsnæði og sel- ur Þóra nú eingöngu garn og það sem því fylgir. Sigríður Þóra þakkar fyrir góð viðskipti í gegnum árin og sendir góðar kveðjur til allra starfs- stúlkna sem hafa unnið hjá henni í þessi 50 ár. af Verslunin Þóra í Ólafsvík 50 ára Sigríður Þóra Eggertsdóttir ásamt manni sínum Bergmundi Ögmundssyni og dætrunum Elsu og Þórdísi. Gæti prentað allt norðan miðbaugs Starfsmaður í plötuvinnslu tekur við skránni af blaðinu. Prentplata tekin úr vél þaðan sem hún fer áleiðis á sinn stað í prentvélina. Prentari fer yfir hvort prentgæðin séu í lagi eftir að fyrstu eintökin koma úr prentun. Risavaxnar rúllur af pappír.- Hér eru litirnir sem notaðir eru í prentun. Raunar ekki ósvipað prentarahylkjum, en töluvert stærri! Búið að prenta síðurnar og hér fara þær í brot og skurð. Prentvélin er eins og fimm hæða fjöl- býlishús að hæð. Blaðið kemur af færibandi úr prentvélinni tilbúið í pökkun. Verið að pakka blaðinu og ganga frá því til dreifingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.