Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 89

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 89
89ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 verður til huggunar í andstreymi lífsins: Herji angur huga minn og hryggð mig fangi vefur, undir vangann þekka þinn þá mig langað hefur. Jóhannes á Skjögrastöðum var staddur í öðru héraði og heyrði menn ræða um prest í nágrenni sínu sem var misjafnt þokkaður af sóknarbörnum sínum og fjárplógs- maður mikill en útí frá fór heldur gott orð af presti. Eftir að hafa hlýtt á tal manna sagði Jóhannes: Mikið er hvað margir lofa ´ann, menn sem aldrei hafa séð ´ann, skrýddan kápu Krists að ofan, klæddan skollabuxum neðan. Bónda nokkrum, sóknarbarni umrædds klerks, þótti vísan afburða snjöll og lagði mikið á sig til þess að læra hana. Eftir þrotlausar tilraun- ir í eitt og hálft ár ætlaði hann að kenna vinnumönnum sínum vísuna og var hún þá orðin svona: Mikið er hve margir lofa ´ann, - að ofan. Menn sem aldrei hafa séð ´ann - að neðan. Það er sem sagt fleira en eðalvín sem batnar við geymslu. Um sama prest og Jón nokkurn, sem var hon- um mjög fylgispakur, orti Jóhann- es: Þegar deyr sá drottins þjón, um dagana fáum þekkur, sálina eltir eflaust Jón ofan í miðjar brekkur. Vísan barst til eyrna prests sem þykktist við og kallaði Jóhannes á sinn fund og spurði hvort það væri satt að hann hefði ort um sig ljóta vísu. Jóhannes kvaðst vissulega hafa ort vísu en þvertók fyrir að hún væri ljót eða hvað væri ljótt í þess- ari ágætu vísu: Þegar deyr sá drottins þjón, um dagana flestum þekkur, sálina eltir sjálfsagt Jón svona í miðjar brekkur. Þeim sem muna Káinn ber saman um að hann hafi lítið ort nema að- eins kenndur, verið fálátur ódrukk- inn en ekki skemmtilegur ef hann fór yfir strikið eins og raunar hend- ir marga. Eftirfarandi vísa virðist hafa orðið til í þurrkví: Kjafturinn á mér er alltaf þur og enginn reynir að „greasa“ hann, þessvegna er Káinn svo þagmælskur - þetta er seinasta vísan. Svo mun þó ekki hafa orðið sem betur fer og margt gullkorn- ið úr smiðju hans geymt og vafa- laust mörg einnig glötuð eins og krónurnar sem millilenda hjá okk- ur augnablik og æða síðan áfram í næstu millilendingu. Guðmundur Sigurgeirsson á Drangsnesi sá þó ekki ástæðu til að kvarta undan fá- tæktinni: Fátækt kvarta ekki um oftast hýr og glaður. Héðan burt úr heiminum hleyp ég berrassaður. Eftir Emil Petersen er þessi ágæta lýsing á ævikjörunum og gátu víst margir tekið undir og geta kannski enn: Safnað hef ég aldrei auð, unnið þreyttum mundum, Drottinn hefur daglegt brauð dregið við mig stundum. Kristján Árnason frá Skálá eða Kistufelli var lengi illa haldinn af Parkinsonsveiki og orti einhvern tímann: Þjóð mín er lent inn á þrenginga- veg, þrýtur í pyngjunni auður. Ég finn það nú betur og betur að ég er billegri í rekstrinum dauður. Karl Sigvaldason kvað um skipt- ingu þjóðarkökunnar: Þröng er oft í þjóðarsjóði, það veit enginn hvað þeim ber. Fátæklingar heimta og heimta, hinir bara taka sér. Ég tel mig hafa nokkuð traustar heimildir fyrir því að það hafi ver- ið á aðventukvöldi sem Georg á Kjörseyri orti: Okkar leið er vörðuð von um að víkja burt frá syndunum. Menn frelsast helst í fjárhúsonum. - Friður sé með kindunum. Eitt af því sem fylgir breyting- um og hraða nútímans eru tíðir hjónaskilnaðir og fjöldi einstæðra foreldra. Símon Jón Jóhannsson orti eftirfarandi vögguljóð tileink- að einstæðum feðrum og þó sum hinna ungu skálda segi að formið hefti hugsunina þá sé ég ekki annað en höfundur hafi komið þokkalega frá sér hugsun sinni og leyfi mér að efast um að þetta kvæði væri nokk- uð betra þó það væri óstuðlað: Sofðu litla lukkutröll, ljúfur ertu og sætur. Pabbi geymir gullin öll, geislabyssu og He-man höll. En vakir yfir videói um nætur. Það er margt sem mamma veit, minn er hugur þungur. Nýleg barnalögin leit, lofuð er þar mæðrasveit. En ég mun reynast rembusvín og pungur. Sofðu ljúfur sofðu rótt. Seint mun best að vakna. Aðeins þessa einu nótt í örmum pabba sefur rótt. Einnig feður finna til og sakna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.