Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 48
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA holsjár þrengisnámi (endoscopic sphincterotomy, ES) sem einu meðferðinni við bráðri galsteinabriskirtilsbólgu (ekki gerð gallkög- un). Sjúklingum er fylgt eftir og metið hve stór hluti þeirra þarfnast gallkögunar og athugað hve margir fá endurtekna briskirtilsbólgu. Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu 1991-1996 voru 130 sjúklingar með briskirtilsbólgu af völdum gallsteina teknir inn í rannsóknina. ERCP og holsjár þrengisnám var gert hjá öllum. Hjá 62 sjúklingum voru gallsteinar fjarlægðir frá gallpípu (d. choledochus) með holsjá og hjá 68 sjúklingum var gert fyrirbyggjandi þrengisnám (prophyl- actic sphincterotomy). Gallkögun var ekki fyrirhuguð hjá neinum sjúklinganna. Niðurstöður: Sjúklingum var fylgt eftir í rúm þrjú ár (miðgildi 39 mánuðir (23-62)). Tíðni endurtekninnar briskirtilsbólgu var 1% (1/109) og reyndist sá sjúklingur vera með nýja steina í gallpípu. Átján prósent sjúklinga (20/109) fóru síðar í gallkögun vegna ein- kenna frá gallvegum og höfðu 23% (25/109) haft væg einkenni sem gætu stafað frá gallvegum. Það var engin munur á einkennum hjá sjúklingum hvort sem gallpípusteinn hafði verið fjarlægður eða ekki. Fimmtíu og átta prósent sjúklinga (63/109) sem voru með- höndlaðir með holsjár þrengisnámi voru án einkenna frá gallveg- um. Ályktanir: Ef holsjár þrengisnám er notuð sem einasta meðferð við bráðri gallsteinabriskirtilsbólgu eru 58% sjúklinga alveg laus við einkenni frá gallvegum, 1% fá endurtekna briskirtilsbólgu og 18% þarfnast aðgerðar. Við álítum þetta kjörmeðferð hjá gömlum sjúk- lingum með gallsteinabriskirtilsbólgu, en teljum rétt að gerð sé gall- kögun að auki hjá ungum, að öðru leyti frískum, einstaklingum. E 19 Heilkenni aukins kviðarholsþrýstings - Áhrif aukins kviðar- holsþrýstings á blóðþrýsting og blóðflæði í meltingarfærum Fjölnir F. Guðmundsson1, Hjörtur Gíslason2 Frá 'handlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2handlækningadeild Haukeland sjúkrahúsi, Bergen, Noregi Fyrirspurnir: hjorturg@shr.is Inngangur: Heilkenni aukins kviðarholsþrýstings er ástand sem menn hafa gefið meiri gaum á undanförnum árum. Þetta sést til dæmis við garnastíflu, sprunginn æðagúl á ósæð og við alvarlegar brisbólgur. Tilgangur rannsóknarinnar er að reyna að varpa betra ljósi á lífeðlisfræði aukins kviðarholsþrýstings hvað varðar melting- arfæri. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og fimm grísir voru lagður í svæf- ingu. Lærisslagæð og hálsbláæð (v. jug) voru þræddar til mælingar á meðalslagæðaþrýstingi, hjartslætti og miðbláæðaþrýstingi. Lagður var leggur inn í þvagblöðru til mælingar á þvagmagni. Flæðinemi (transit time flow probe) var lagður umhverfis portbláæð og vinstri nýmaslagæð. Portbláæð og vinstri nýrnabláæð voru þræddar til mælingar á blóðþrýstingi. Lagður var leggur gegnum kviðvegg til innhellingar á Ringers lausn og til þrýstingsmælinga. Þrýstingur var aukinn í 20 mmHg (sjö grísir), 30 mmHg (sjö grísir) 40 mmHg (fjórir grísir) og án þrýstings (sjö grísir). Þessum kviðarholsþrýstingi var haldið í 180 mínútur og síðan var lausninni hleypt út og eðlileg- um þrýstingi haldið í 50 mínútur. Litakúlur (microspheres) voru gefnar inn í hjartað til mælinga á flæði í einstökum líffærum. Mælt var se-mjólkursýra (se-laktat) og se-endothelin í portblóði og renín- virknin í blóði nýrnabláæðar. Niðurstöður: 20mmHg þrýstingur í kviðarholi olli ekki marktækum breytingum á blóðþrýstingi eða flæði í meltingarfærum. Þvagút- skilnaður hættir við þrýsting milli 20-30 mmHg, mælist þá verulega aukin se-renínvirkni í nýrnabláæðarblóði og verulega hækkuð mót- staða í nýrnaslagæðakerfi. Við 30mmHg varð marktækt fall í hjarta- útfalli (CO), og fall í flæði portbláæðar og líffæraflæði í meltingar- færum sem má setja í samband við minnkaðan gegnflæðisþrýsting. Blóðflæði minnkaði mest (50-70%) í slímhimnum maga og mjó- girnis og í briskirtli. Se-endothelin myndun óx verulega við 30 mmHg þrýsting í kviðarholi. 40mmHg þrýstingur olli miklu breyt- ingum hjá dýrunum, verulegum mjólkursýruútskilnaði í portblóð og tvö dýr dóu úr losti í endurgegnflæðisfasanum er dregið var úr þrýstingi. E 20 Slysaskrá íslands Sigurður Guðmundsson', Brynjólfur Mogensen2, Aðalheiður Sigursveinsdóttir1 Frá ‘landslæknisembættinu, 2slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: postur@landlaeknir.is Inngangur: í lögum um Slysavarnaráð frá árinu 1995 segir að til- gangur ráðsins sé að stuðla að fækkun slysa. Þeim tilgangi skal ráðið ná með því meðal annars að móta reglur sem miða að því að slys séu skilmerkilega skráð og sú skráning sé samræmd, jafnframt því sem séð verði um úrvinnslu þeirra upplýsinga og útgáfu á slysatölum. í þessum fyrirlestri verður kynnt hvernig ráðið hefur leitast við að ná þessum markmiði. Kynnt verður uppbygging og innviðir Slysaskrár íslands. Þá verður sýnt hvernig skráning ólíkra aðila fer fram. Skráningin verður tölvuvædd og skráð eftir atburðanúmer- um. Samstundis flytjast tölfræðiupplýsingar í miðlægan banka sem gefa marga möguleika á úrvinnslu og ekki síður nýja möguleika á þekkingu í forvarnastarfi. Umræða: Þrátt fyrir að margir aðilar sjái um skráningu slysa á Is- landi hafa upplýsingar um slys ekki reynst vera nægjanlega góðar að flestra mati. Þetta stafar af því að skráningarkerfi og upplýsingar sem skráðar eru, eru ekki sambærilegar. Enginn einn aðili hefur haldið utan um upplýsingar um heildarfjölda slysa og yfirsýn á tíðni og eðli slysa hefur vantað þrátt fyrir mikla skáningu á slysum. Auk þessa hefur þeim aðilum er skrá slys ekki borið saman um tíðni slysa. Til samstarfs eru fengnir allir aðilar í landinu sem skrá slys. Þar má nefna öll sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnir, lögreglu um allt land, Tryggingastofnun ríkisins, Vinnueftirlitið, tryggingafélög, Um- ferðarráð og Slysavarnafélagið. Ákveðið var að reyna að finna ein- falda lausn á þessu vandamáli sem gæti hentað öllum skráningarað- ilum. Við teljum að einföld lausn hafi fundist. Um er að ræða töl- fræði gagnabanka sem útdeilir hverju slysi kennitölu. Afleiðingar atburðarins eru síðan skráðar eftir þessari kennitölu. Lágmarks- upplýsingar, eingöngu tölfræðilegar, fara í þennan gagnabanka. Þær eru hins vegar nægjanlegar til þess að kanna tíðni og eðli slysa. Nánar verður fjallað um hvaða möguleika þessi grunnur gefur, hvernig skáningu í hann er háttað og hvernig ólíkir aðilar geta notað sama skráningarform. Lokaorð: Allt síðasta ár fór í forathuganir og kynningar á þessu verkefni. í haust verður byrjað að skrá samkvæmt þessu fyrirkomu- lagi og verður kerfið í fyrstu sett upp hjá þremur aðilum til reynslu. Áætlað er að allir skráningaraðilar verði farnir að nota nýtt kerfi um áramótin 2000-2001. 274 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.