Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 76
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND Meginreglur persónuverndar og alþjóðleg þróun þeirra Haraldur Briem Höfundur er sóttvarnalæknir hjá landlæknisembættinu. Upphaf umræðna um persónuvernd Umræður um persónu- og gagnavernd hófust í lýðræðisríkjum, bæði vestan hafs og austan, af alvöru á sjötta áratugnum. Fyrir því voru margar ástæður svo sem fyrirsjáanleg tölvuvæðing, vitneskja um gróf mannréttindabrot liðinna áratuga og óhugnanleg framtíðarsýn, sem meðal annars birtist í bók George Orwells 1984 en hún var fyrst gefin út árið 1949. Fyrsta hugmyndin um víðtækan, miðlægan gagnagrunn um viðkvæmar persónuupplýsingar, sem næði til heillar þjóðar, kom fram í tillögum Rannsóknaráðs félagsvísinda í Bandaríkjunum ár- ið 1966 (1). Hugmynd þessi náði ekki fram að ganga. Hún vakti hins vegar mikla tortryggni sem náði út fyrir Bandaríkin enda var talið líklegt að svipaðar hugmyndir mundu vakna meðal annarra þjóða. Hvers vegna einkalíf? Eðlilegt er að spurt sé hvers vegna þörf sé á að vernda einkalíf (privacy). Bent hefur verið á að þótt ástæðan sé tilfinningalegs eðlis þá sé hún til staðar og raunveruleg. Ekki sé um eina afmarkað ástæðu að ræða heldur margar og þeim megi skipta í þrjá meg- inþætti (2). í fyrsta lagi er það niannlegur þáttur, sem snýr að rétti til einveru (solitude), það er réttinum til að fá að vera í friði, helgun (intimacy), það er réttin- urn til að fá að deila vissum tilfinningum og gerð- um innan takmarkaðs hóps, óþekkjanleika (anon- ymity) réttinum til að þekkjast ekki, til dæmis á almannafæri, og friðhelgi (reserve) réttinum til að reisa sér sálfræðilega múra gegn óvelkominni ágengni (3). I öðru lagi er það hinn pólitíski þáttur. I ljósi reynslunnar er fyrir hendi ótti við að valdstjórnin geti orðið að harðstjórn. Urn þennan þátt hefur verið fjallað af fræðimönnum. „Tölvan hefur gefið skifræðinu tæki til alfræði, ef ekki algetu, með því að fá því í hendur þekkingarkraft. Engar stað- reyndir óskráðar, engu gleymt, engu fyrirgefið“ (4). Einnig hefur verið bent á að fram sé kornið nýtt Parkinsonslögmál í skrifræði og upplýsinga- tækni. „Framförum í upplýsingatækni hefur fylgt sú tilhneiging að stunda óhóflega meðferð og greiningu á skráðum upplýsingum. Það hefur svo leitt til þess að sóst er eftir söfnun gagna með vax- andi fjölda á breytum sem leiðir til þess að sóst er eftir æ umfangsmeiri upplýsingum um einstak- linga (5).“ I þriðja lagi er það svo tæknilegur eða skipu- lagslegur þáttur sem liggur að baki þörfinni á að vernda einkalíf manna. Bent hefur verið á mikil- vægi heildarskipulags einkalífs og takmörkun ráð- stöfunar persónuupplýsinga. Rétta fólkið á fara með upplýsingarnar, það er þeir sem þurfa upplýs- ingarnar í sértækum tilgangi og þeim tilgangi ein- um, réttu gögnin séu notuð, það er þau séu ná- kvæm, heildstæð, skipti máli og séu tímanleg og að tilgangurinn sé réttur tilgangur, það er sem sam- þykktur er af viðkomandi eða sé studdur lögum (6). Þróun lagasetningar, alþjóðlegra tilmæla og tilskipana Þrátt fyrir mismunandi lagahefð, uppbyggingu stofn- ana hinna ýmsu þjóðfélaga og almenn viðhorf hafa vestræn lýðræðissamfélög komist að býsna sam- hljóma niðurstöðum um persónuvernd. í janúar 1991 höfðu 17 OECD þjóðir sett lög um persónuvernd og sex aðrar voru með slíka löggjöf á döfinni. Svíar riðu fyrstir á vaðið árið 1973 en íslensk löggjöf um efnið var í fyrsta sinn samþykkt af Alþingi árið 1981. Nú- gildandi lög um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga eru frá árinu 1989 (7). Þá voru persónuvernd- arákvæði tekin upp í stjórnarskrá lýðveldisins íslands árið 1995, sbr. 71. gr. í 3. mgr. 71. gr. segir að tak- marka megi friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjöl- skyldu með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Drifkraftur persónuverndar í Evrópu hefur verið Evrópusáttmálinn (8). Árið 1990 höfðu allar aðildarþjóðirnar undirritað sáttmálann. Fram til ársins 1990 hafði Evrópuráðið forgöngu um mál- efni persónuverndar en eftir það tók Evrópusam- bandið æ meir að láta til sín taka. Átti Schengen- samkomulagið frá árinu 1985, sem gerði ráð fyrir upplýsingakerfum og skiptum á upplýsingum yfir landamæri, ríkan þátt í þeirri þróun. Árið 1989 hvatti ráðstefna gagnaverndarfulltrúa sambands- ins Evrópusambandið til þess að lögfesta grund- vallarreglur persónuverndar Evrópusáttmálans og þar með skuldbinda allar þjóðir Evrópusam- bandsins (og EES) ásamt stofnunum þeirra til að fylgja reglunum. Leiddi þessi hvatning til þess að árið 1995 var samþykkt tilskipun Evrópusam- 298 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.