Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 73
þátttöku í vísindarannsókn og hann geti hvenær sem er hætt þátttöku eftir að hún sé hafin. Tölvunefnd hefur í fleiri tilvikum en greinir hér að framan áskilið upplýst sam- þykki við vísindarannsóknir. Á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, hefur tölvunefnd áskilið upplýst samþykki við sumar afturskyggnar rannsóknir, þar sem veittur er aðgangur að upplýsingum úr sjúkraskrám, þar með töld- um lífsýnum, vegna vísindarannsókna. Ekki er þó krafist upplýsts samþykkis við vísindarannsóknir þar sem slíkt er ekki gerlegt til dæmis þar sem óskað er aðgangs að sjúkraskrám sjúklinga sem látnir eru eða aðstæður torvelda mjög öflun upplýsts sam- þykkis og það er útskýrt frambærilega í um- sókn. Tölvunefnd hefur tekið tillit til sér- stöðu mikilvægra faraldsfræðilegra rann- sókna ef líkur eru á að þær tapi gildi sínu þegar ekki er hægt að framkvæma þær á óbrenglaðan hátt, það er að segja ef höfnun þátttöku getur leitt til afdrifaríkrar skekkju í niðurstöðum (21). Slík leyfi hafa oftast verið bundin því skilyrði að eftir að upplýs- ingum hefur verið safnað úr sjúkraskrám eða að lífsýnum úr sjúklingum hefur verið safnað, verði tengsl persónueinkenna við upplýsingarnar eða lífsýnin rofin með óaft- urtækum hætti áður en vísindaleg úrvinnsla fer fram (22). f undantekningartilvikum hefur tölvunefnd heimilað að lykill per- sónugreiningar að dulkóðuðum persónu- upplýsingum og heilsufarsupplýsingum sé geymdur með tiyggilegum hætti í takmark- aðan tíma ef veigamiklir vísindahagsmunir eru í húfi. 9.5. Skilyrði sem leyfishafa ber að fylgja við vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Eins og vikið var að í kafla 9.3. hefur tölvu- nefnd heimild til að binda leyfi sem hún veitir skilyrðum. Það er efni í aðra grein að tíunda venjubundna stjómsýslu tölvunefnd- ar varðandi þær og hvaða skilyrði hún bind- ur ólíka flokka vísindarannsókna. Þess skal þó getið að tölvunefnd hefur í störfum sín- um tekið mið af tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins nr. R(97)5 um vernd læknis- fræðilegra gagna. í 12. gr. tilmælanna er til dæmis kveðið svo á, að vísindarannsóknir skuli gera á ópersónugreinanlegum gögn- um, sé þess nokkur kostur, og að vísinda- mönnum sem og opinberum eftirlitsaðilum beri að þróa tækni til að gera slíkt mögulegt. I lögum nr. 121/1989 um skráningu og UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR meðferð persónuupplýsinga, er mælt fyrir um ákveðnar skyldur sem virða ber við vís- indarannsóknir á heilbrigðissviði. Skal nokkurra þeirra getið hér: 1. Ef vísindarannsókn felur í sér viðhorfs- könnun hjá sjúklingum, aðstandendum þeirra eða heilbrigðisstarfsmönnum verður að virða ákvæði 3. mgr. 24. gr. laga nr. 121/1989, en þar er mælt svo fyrir um eftirtaldar skyldur: a) Gera skal þeim sem spurður er grein fyrir því að honum sé hvorki skylt að svara einstökum spumingum né spum- ingalistanum í heild. b) Ef svör eru ekki eyðilögð að könnun lokinni skulu þau geymd þannig frá- gengin að ekki megi rekja þau til ákveð- inna aðila. c) Aldrei skal spyrja annarra spurninga en þeirra sem hafa greinilegan tilgang með hliðsjón af viðfangsefni því sem verið er að kanna. d) Oheimilt er að nota upplýsingar þær sem skráðar hafa verið til annars en þess sem var tilgangur könnunar. e) Oheimilt er að veita öðrum aðgang að upplýsingum þeim sem skráðar hafa ver- ið. 2. Sá sem þátt tekur í vísindarannsókn, þar sem skráðar eru persónugreinanlegar upplýsingar um hann, á rétt á því að fá vitneskju um það hvort hann er á tiltek- inni skrá og hvaða upplýsingar eru þar um hann skráðar, sbr. 9. gr. laga nr. 121/1989. Ef þátttakandi í vísindarann- sókn telur að upplýsingar um hann í skrá séu rangar eða villandi, getur hann kraf- ist þess að þær séu leiðréttar eða afmáð- ar, ef um er að ræða upplýsingar sem óheimilt var að skrá, sbr. 14. gr. laga nr. 121/1989. Komi upp ágreiningur um framangreind atriði á tölvunefnd úr- skurðarvald í málinu, sbr. 13. og 14. gr. laga nr. 121/1989. I þessu sambandi er rétt að geta þess að í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 74/1997, um rétt- indi sjúklinga, er mælt svo fyrir að lækni og öðrum sem færa sjúkraskrá sé skylt að sýna hana sjúklingi eða umboðs- manni hans, í heild eða hluta, og afhenda þeim afrit skrárinnar sé þess óskað. í 14. gr. laganna er nánar fjallað um máls- meðferð við afgreiðslu slíkra erinda. 3. Ef sá sem fengið hefur leyfi til vísinda- rannsóknar á heilbrigðissviði lætur tölvu- vinna heilsufarsupplýsingar hjá öðrum aðila verður sá aðili að hafa starfsleyfi tölvunefndar skv. 25. gr. laga nr. 121/ 1989. 4. Ábyrgðarmanni rannsóknar ber að beita virkum úrræðum til að koma í veg fyrir að upplýsingar sem unnið er með verði misnotaðar eða komist til óviðkomandi manna, sbr. 28. gr. gr. laga nr. 121/1989. 10. Úrræði tölvunefndar ef brotið er í bága við lög nr. 121/1989 eða skilyrði í leyfi tölvunefndar Tölvunefnd hefur eftirlit með þeim sem framkvæma vísindarannsóknir á heilbrigð- issviði um þau atriði sem falla undir vald- svið hennar varðandi slíkar rannsóknir. Ef ekki er farið að ákvæðum laga nr. 121/1989 eða ákvæðum leyfa tölvunefndar getur nefndin gripið til ýmisskonar úrræða á grundvelli 33. gr. laganna. Nefndin getur til dæmis mælt svo fyrir að upplýsingar skuli afmáðar eða skrár í heild sinni eyðilagðar. Þá getur tölvunefnd bannað skráningarað- ila að viðhafa tiltekna aðferð við söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga. Ef aðili sinnir ekki fyrirmælum tölvunefndar um framangreind efni getur nefndin afturkall- að starfsleyfi, samþykki eða heimild sem hún hefur veitt samkvæmt ákvæðum lag- anna. Þá getur það varðað refsingu að fara ekki að fyrirmælum tölvunefndar, sbr. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 121/1989. 11. Ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýs- inga. Verði frumvarpið að lögum breytist hluti þeirra reglna er gildir um vísindarann- sóknir á heilbrigðissviði. Þá hefur jafnframt verið hafinn undirbúningur að endurskoð- un reglugerðar nr. 227/1991, um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál. Reykjavík 14. mars 2000. Heimildir 1. Sjá til dæmis dóm Hæstaréttar, H 1931: 29. Par var deilt um eignarrétt aö sjúkraskrám. Fráfarandi forstöðumaöur á Kleppi haföi tekið með sér hluta af „sjúkdómslýsinga- og meöalaskrám“ er hann lét af störfum. Dóms- og kirkjumálaráðherra höfðaði þá mál og krafðist innsetningar í gögnin. I dómi Hæstaréttar segir meðal annars svo: „Þótt áfrýj- anda hafi ekki verið settar neinar reglur um bók- færslu sjúkdómslýsinga, er hann var skipaður for- stöðumaður nýja spítalans á Kleppi, verður það þó eftir hlutarins eðli að teljast embættisskylda for- stöðumanna slíkra stofnana að halda sjúkdóms- lýsingaskrá um hvern sjúkling spítalans, svokallað- an Journal, enda eru slíkar upplýsingar mjög hent- ugar, ef ekki nauðsynlegar fyrir áframhaldandi Læknablaðið 2000/86 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.