Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 80
UMRÆÐA & FRETTIR / MENNTUNARMAL LÆKNA
Endurmenntun
Guðjón Lárusson
Höfundur er sérfræðingur í
efnaskipta- og innkirtla-
lækningum.
Um síðustu áramót bárust pær fréttir, að lækn-
ar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefðu tekið upp sérstakt
endurmenntunarkerfi. Byggist það á því, að vissum
fjölda punkta er safnað yfir ákveðinn tíma. Svo og
svo margir punktar fást fyrir samningu og flutning
fyrirlestrar, svo og svo margir fyrir að sitja námskeið
eða þing, innlend eða erlend. Petta svokallaða
punktakerfí hefur árum saman verið vel þekkt í
Bandaríkjunum.
Tilgangurinn með þessu er sá að reyna að tryggja
sem best endurmenntun lækna og er að öllu leyti lofs-
verður. Ekki er þó alveg ljóst um viðurlög, ef ein-
hverjum þætti of mikið á sig lagt.
Þetta frumkvæði gaf mér tilefni til að rifja upp
nokkur atriði úr sögu St. Jósefsspítala á Landakoti.
Formlegir, skráðir fræðslufundir hófust þar 2.
október 1965, svonefndir laugardagsfundir. kl. 8.15
þótt stakir fundir og fyrirlestrar hafi verið haldnir þar
áður.
Læknaráð var stofnað 1968, hið fyrsta á íslenskum
spítala. Samhliða því var krafist 75% skyldumætingar
á læknaráðsfundi og laugardagsfundi. Viðurlögin voru
einföld: missir starfsleyfis á spítalanum, eða eins og
segir í upprunalegu reglugerð læknaráðs: „Starfandi
sérfræðingum spítalans er skylt að sækja læknaráðs-
fundi. Sæki þeir ekki 3/4 hluta funda yfir árið, nema
forföll hamli, sem stjórn læknaráðs tekur gild, er litið
svo á, að sá sérfræðingur óski eftir að hætta störfum
við spítalann. Sama gildir um nefndarfundi og viku-
lega fundi um læknisfræðileg efni (laugardagsfundi).“
Kvaðir þessar voru augljóslega settar til þess að
tryggja annarsvegar þátttöku allra lækna í starfsemi
læknaráðs, en tilgangurinn með stofnun þess, var að
bera faglega ábyrgð á staðli spítalans. A þeim tíma
voru ekki allir læknar Landakots, frekar en annars
staðar, sammála um að þörf væri á slíkum staðli.
Hinsvegar sá að tryggja eftir mætti, að læknarnir
héldu menntun sinni við.
I september 1973 samþykkti læknaráð viðauka við
reglugerðina, þar sem bætt var inn skilyrði um að sér-
fræðingarnir „...noti nokkuð af efniviði spítalans og
þá væntanlega fyrst og fremst eigin sjúklinga til rann-
sóknarstarfa, og er það skilyrði til þess að halda
vinnuaðstöðu við sjúkrahúsið (leturbreyting GL).
Þykir hæfilegt lágmark að hver læknir skili einu verki
fyrir hver þrjú ár, sem hann starfar við spítalann. Skili
hann fleiri verkum en einu á þriggja ára fresti, hefur
hann unnið af sér þrjú ár fyrir hvert fullgilt verk, sem
hann skilar. Þetta eru fullgild verk:
1. Grein birt í viðurkenndu læknariti.
2. Erindi flutt á læknaþingi.
3. Erindi flutt á almennum fundi í LR og sé það
byggt á eigin efniviði en ekki yfirlitserindi....“
A árinu 1978 voru endurmenntunarákvæði lækna-
ráðs endurskoðuð og tekið upp punktakerfí. Krafist
var að lágmarki 100 punkta á tveimur árum.
Árið 1986 var punktakerfið endurskoðað og lækn-
unum þá gert að safna 150 punktum á tveimur árum.
Fræðslunefnd læknaráðs fylgdist reglulega með því
að ákvæðin voru uppfyllt og kom aldrei til vandræða
vegna þess.
Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar til að gera
lítið úr framtaki lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem
er hið besta mál. Vonandi leggst það ekki af við sam-
einingu spítalanna.
Mér fannst þó ástæða til að leggja áherslu á, að
endurmenntunarkerfi var við lýði á Landakoti fyrir
meir en 30 árum og punktakerfi fyrir meir en 20 ár-
um. Mér er ekki kunnugt um, að slík ákvæði hafi ver-
ið til á neinum öðrum íslenskum spítala þá eða fyrr en
nú, eða að nein önnur heilbrigðisstétt - eða yfirleitt
neinir aðrir - hafi lagt svipaðar kvaðir á sjálfa sig.
302 Læknablaðið 2000/86