Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 55
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA E 33 Afdrif 14 sjúklinga frá Suður-Svíþjóð með krabbamein i þvagblöðru fimm árum eftir brottnám þvagblöðru og nýmyndun þvagfæra Ársæll Kristjánsson’, Bengt Uvelius2, Thomas Davidsson3, Wiking Mánsson2 Frá 'Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ’Háskólasjúkrahúsinu Lundi, ’Háskólasjúkrahúsinu Malmö Fyrirspurnir: arsaellk@shr.is Inngangun Brottnám þvagblöðru með eða án lyfjameðferðar og/ eða geislameðferðar er beitt á mörgum stöðum við krabbamein sem er illa þroskað og vex útbreitt í þvagblöðru og/eða vex inn í vöðvalög þvagblöðrunnar. Við nýmyndun þvagfæranna er þvagi safnað í poka á kviðinn eða í nýja blöðru gerða úr görn. í Lundi gengust 60 sjúklingar með krabbamein í þvagblöðru á timabilinu 1994-1996 undir síka aðgerð. Gerð er grein fyrir árangri meðferðar hjá 14 sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Hjá 12 karlmönnum og tveimur konum með krabbamein í þvagblöðru, meðalaldur 66 (59-74) ár, var klínísk stig- un: Tl, G3 (útbreitt) fjórir sjúklingar; T2 fimm sjúklingar; T3a fimm sjúklingar; NO 14 sjúklingar og MO 14 sjúklingar. Tveir sjúklingar (T3) fengu geislameðferð fyrir aðgerð (20 Gy í fimm daga). Eftir brottnám þvagblöðru og blöðruhálskirtils hjá karlmönnum var þvag leitt út á kviðinn hjá átta sjúklingum með hluta smágirnis (15- 20 cm) og safnað í poka. Hjá sex sjúklingum var ný blaðra mynduð úr digurgirni (right colon). Nýja blaðran var tengd við þvagrásina (urethra) hjá fjórum sjúklingum og hjá tveimur var hluti smágimis (terminal ileum) notaður milli nýju blöðrunnar og húðar og þvag- leggur notaður við tæmingu. Niðurstöður: Hjá 12 sjúklingum var aðgerðin dæmd radical og af þeim höfðu tveir vöxt í fituvef utan við þvagblöðru (T3b). Eitla- meinvörp fundust ekki hjá neinum. Fylgikvilla stuttu eftir aðgerð fengu fjórir sjúklingar og fjórir fengu síðkomna fylgikvilla. Tíu sjúk- linganna (71%) eru á lífi fimm árum eftir aðgerð. Umræða: Fjöldi sjúklinga með krabbamein í þvagblöðru sem þarfnast brottnáms og nýmyndunar blöðru er vaxandi (1,2). Aldur er ekki frá- bending meðferðar. Fylgikvillar geta komið mörgum árum eftir að- gerð og því er reglulegt eftirlit með þessum sjúklingum nauðsynlegt. Heimildir 1. The Swedish Cancer Registry; 1995. 2. íslenska Krabbameinsskráin; 1998. E 34 Krabbamein á vélinda/maga mótum. Óskurðtækt við greiningu en skurðtækt eftir lyfjameðferð. Sjúkratilfelli Gísli Jens Snorrason, Friðbjörn Sigurðsson, Hjörtur Gíslason Frá skurð- og krabbameinslækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: hjorturg@shr.is Inngangur: Krabbameini á maga/vélinda mótunum er vaxandi vandamál á Vesturlöndum, og þörf er á betri meðferðarmöguleik- um. Meinvörp í eitlum eru ekki frábending aðgerðar og hafa rann- sóknir sýnt að með aðgerð með víðtæku eitlanámi er hægt að lækna sjúklinga í 10-20% tilfella. Auk þess getur aðgerð lengt líftíma og haft líknandi gildi. Sjúkratilfelli: Tuttugu og þriggja ára gamall maður var lagður inn í byrjun september 1999 með sex vikna sögu um kyngingarörðugleika' og brjóstsviða. Speglun sýndi krabbamein neðst í vélinda. TS sýndi fyrirferðaraukningu (tumor) og grun um meinvörp í eitlum. Við að- gerð fannst stórt æxli á mótum vélinda og maga (cardiasvæði magans) sem var samvaxið eitlaberði frá vélindaopi og niður að brisi. Sjúkdóm- urinn var dæmdur óskurðtækur, tekin voru sýni og skurði lokað. Sjúk- lingur fékk síðan krabbameinslyfjameðferð í þijá mánuði með epírú- bícíni, cisplatíni og 5-FU (ECF), þar sem 5-FU var gefið í sídælu. CEA var 180 en í lok meðferðar hafði það lækkað í 18. Að lokinni lyfjameð- ferð var TS rannsókn eðlileg. Gerð var ný aðgerð um miðjan desem- ber 1999 og fundust nokkuð stækkaðir eitlar við vinstri magaslagæð og meginlifrarslagæð en æxli vart þreifanlegt. Maginn var tekinn ásamt neðri tveimur þriðja hluta vélinda og víðtæku eitlabrottnámi og Roux- Y endurtengingu. Vefjaskoðun sýndi meinvörp í sjö af 21 eitli og sár og örvefssvæði á cardia/vélindasvæðinu með h'tilsháttar æxlisvexti. Gangur eftir aðgerð var eðlilegur og útskifaðist sjúklingur á 12. degi. ECF lyfjameðferð er síðan íyrirhuguð í þrjá til fjóra mánuði. Alyktanir: Góð svörun við lyfjameðferð gerði sjúkling skurðtækan. Rannsóknir eru í gangi til að kanna hvort samhnýtt lyfja- og skurð- aðgerð auki lifun í þessum sjúklingahópi. E 35 Brottnám krabbameins úr barkakýliskoki og endursköpun með fríum sveifarflipa. Elísabet Guðmundsdóttir’, Rafn Ragnarsson’, Hannes Hjartarson2 Frá ‘handlækningadeild Landspítala Hringbraut, ’háls-, nef og eyrnadeild Land- spítala Fossvogi Inngangur: Aðgerðir vegna krabbameina í barkakýliskoki sem og endursköpun á þessu svæði eru flóknar og tæknilega erfiðar. Með tilkomu smásjárskurðlækninga og flutnings frírra flipa hafa orðið miklar framfarir í endursköpun á hálsi og andlitssvæði eftir aðgerðir vegna krabbameina. Notkun frís sveifarflipa við endursköpun barkakýliskoks og vélinda var fyrst lýst árið 1985, en mörgum árum áður var farið að nota bæði stilkaða og fría ásgarnarflipa. Við kynnum hér fyrstu þrjú tilfellin á íslandi þar sem frír sveifar- flipi var notaður í þessum tilgangi. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengist höfðu undir aðgerð þar sem frír sveifarflipi var notaður við endursköpun barkakýliskoks. Niðurstöður: Á þriggja ára tímabili, frá september 1996 til október 1999 gengust þrír sjúklingar undir aðgerð þar sem barkakýliskok var fjarlægt og frír sveifarflipi notaður við endursköpun. Sjúkling- arnir voru karlmenn á aldrinum 52, 60 og 67 ára. í öllum tilfellum var um flöguþekjukrabbamein að ræða og höfðu allir sjúklingarnir gengist undir geislameðferð 70 Gy. á svæðið fyrir aðgerð. Einn flipi drapst í kjölfar sýkingar 13 dögum eftir aðgerð. Tveim vikum seinna var framkvæmd vel heppnuð enduraðgerð með sams konar flipa. Sjúklingamir fengu allir talventil með viðunandi árangri og voru farnir að nærast um munn að meðaltali sjö dögum eftir að- gerð. Fistlar eða þrengsli mynduðust ekki hjá neinum sjúklinganna. Umræða: Aðgerðir á barkakýlkiskoki og vélindasvæði vegna krabbameins eru vegna flókinnar starfsemi þessara líffæra vanda- samar aðgerðir. Fimm ára lifun sjúklinga sem einungis fá geisla- meðferð við þessum sjúkdómi er um 20%. Með aðgerð eins og að ofan er lýst má búast við mun betri lífslíkum, eða allt að 50%. Vel heppnuð endursköpun koks og vélinda eykur mjög lífsgæði þessara sjúklinga og er mikilvægt við aðgerðir af þessum toga að til sé sam- hæft teymi háls-, nef og eyrnaskurðlækna og lýtalækna. Sjúklingar með flöguþekjukrabbamein á þessu svæði hafa í öll- um tilfellum fengið fulla geislameðferð fyrir aðgerð. Með flutningi frís flipa til endursköpunar fer vel gegnumblæddur vefur á svæði þar sem fyrir er geislaður vefur með lélega blóðræsingu. Inngripið Læknablaðið 2000/86 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.