Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Á ÍSLANDI meta árangur kransæðavíkkana hér á landi á árun- um 1987-1998. Ennfremur að kanna hugsanlegar breytingar á ábendingum fyrir kransæðavíkkunum og á sjúkdómsbakgrunni þeirra sjúklinga sem komu til aðgerðar og hvort breytingar hefðu orðið á ár- angri, tíðni fylgikvilla og aðgerðatengdum dauðs- föllum á tímabilinu. Efniviður og aðferðir Frá því fyrsta kransæðavíkkunin var gerð 1987 hefur nákvæm skrá verið haldin yfir alla sjúklinga. Aðgerð- irnar hafa allar verið gerðar á æðarannsóknardeild Landspítalans í náinni samvinnu milli röntgen- og hjartadeildar. Fyrir núverandi rannsóknaruppgjör voru eftirfarandi þættir kannaðir í sjúkraskrám: aðal- atriði úr sjúkrasögu, klínískt ástand sjúklings og aðal- ábending fyrir aðgerð, upplýsingar um áhættuþætti, niðurstöður kransæðamyndatöku, tæknileg fram- kvæmd aðgerðarinnar, árangur, fylgikvillar og að- gerðartengd dauðsföll. Leitað var eftir samþykki tölvunefnar og siðanefndar Landspítalans til að framkvæma rannsóknina. Á árunum 1987 til 1998 voru gerðar alls 2440 kransæðavíkkanir. Til að auðvelda samanburð er rannsóknartímabilinu í þessu uppgjöri skipt í þrjú tímaskeið: 1.1987-1992 (471 aðgerð): Þessi ár voru bernskuskeið kransæðavíkkana hér á landi þegar fáar víkkanir voru gerðar árlega og aðferðin var að festa sig í sessi. II. 1993-1995 (796 aðgerðir): Á þessum árum fjölgaði árlegum aðgerðum og veru- lega reynsla var komin á árangur. III. 1996-1998 (1173 aðgerðir): Stoðnet voru tekin í notkun í vaxandi mæli og fjöldi aðgerða jókst enn frekar. Á þessum árum voru líka einfaldari blóðflöguhaml- andi lyf tekin í notkun eftir stoðnetsísetningu, tíklópidín (Ticlid®) og asetýlsalisýlsýra (Magnýl®) notuð saman, í stað flóknari blóðþynningar áður með asetýlsalisýlsýru, heparíni, warfaríni og Rheomacrodex®. I þessu uppgjöri er fullnægjandi víkkunarárang- ur skilgreindur sem minni en 50% þvermáls- þrengsli eftir aðgerð. Víkkun telst heppnuð að hluta ef fullnægjandi árangur náðist á einum þrengslum, en 50% eða meiri þvermálsþrengsli eru til staðar eftir víkkun á öðrum stað í sömu eða annarri æð. Ofullnægjandi víkkun telst aðgerð þar sem eftir eru 50% eða meiri þvermálsþrengsli. Endurþrengsli eru skilgreind sem 50% eða meiri þvermálsþrengsli við endurmat á æð sem áður hefur verið fullnægjandi víkkuð. Eftir víkkunar- aðgerð er klínískt hjartadrep staðfest ef sjúklingur fær brjóstverki, hjartaensím eru marktækt hækkuð og nýjar ST-breytingar koma fram í hjartalínuriti. Tölfrœðilegur samanburður milli hópa var gerður með kíkvaðratsprófi eða Fishers prófi, eftir því sem við átti. Marktækur munur var skilgreind- ur sem tvíhliða p<0,05. Table I. Baseline characteristics ofpatients undergoing percutaneous coronary inter- vention (PCI) in lceland during 1987-98. Total study 1987-92 Period 1 1993-95 Period II 1996-98 Period III Number of patients 2440 471 796 1173 Men (n (%)) 1878(77) 383(81) 617(78) 878(75) * Age 70 years or older (n (%)) 509(21) 33 (7) 159 (20) 317(27) *** History of smoking (n (%)) Never 531 (22) 84 (18) 179 (22) 268 (23) + Current 580 (24) 108 (23) 181 (23) 291 (25) Previous 1327 (54) 278 (59) 435 (55) 614 (52) Hypertension (n (%)) 948 (39) 158 (34) 285 (36) 505(43) *** Hypercholesterolemia (n (%)) 758 (31) 100 (21) 210 (26) 448(38) *** Diabetes (n (%)) 172 (7) 27 (6) 53 (7) 92 (8) Previous myocardial infarct (n (%)) 1053 (43) 178 (38) 341 (43) 534 (46) * Prior coronary bypass surgery (n (%)) 295 (12) 39 (8) 98 (12) 158 (13) * Repeated PCI (n (%)) 637 (26) 81 (17) 237 (30) 319 (27) *** - due to restenosis (n (%)) 301 (12) 44 (9) 118 (15) 139 (12) + Unstable angina pectoris (n (%)) 737 (30) 72(15) 241 (30) 424(36) *** Prior thrombolytic therapy (n (%)) 330 (14) 50 (11) 121 (15) 159 (14) + Coronary anatomy (n (%)) 1-vessel disease 995 (41) 210 (45) 343 (43) 442 (38) 2-vessel disease 939 (38) 193 (41) 308 (39) 438 (37) 3-vessel disease 497 (20) 60 (13) 145 (18) 292 (25) *** Statisatical comparison isfor changes over the three periods, exept for restenosis between period II and III. +p<0.10; * p<0.05; **p<0.01; ***p<0.001 Niðurstöður Fjöldi kransæaðvíkkana jókst jafnt og þétt á rann- sóknartímabilinu og árið 1998 voru alls framkvæmd- ar 453 slíkar aðgerðir (mynd 1). Kransæðaviðgerð er unnt að gera bæði með opinni kransæðaaðgerðir (hjáveituaðgerð), eða með kransæðavíkkun og varð veruleg breyting á aðgerðarvali á rannsóknartímabil- inu. Árið 1993 var þannig ríflega helmingur allra kransæðaviðgerða gerður með víkkunartækni en árið 1998 var þetta hlutfall komið í 75% (mynd 2). Grunn- upplýsingar um þá sjúklinga er komu til kransæða- víkkunar, bæði fyrrir hópinn í heild, og á þeim þrem- ur tímaskeiðum sem samanburður rannsóknarinnar nær til eru sýndar í töflu I. Breytingar á klínískum þáttum frá tímaskeiði I til III: FTlutfall karla er komu til kransæðavíkkunar lækkaði úr 81% í 75% (p<0,05), en hlutfall sjúk- linga 70 ára og eldri jókst úr 7% í 27% (p<0,001). I heildina voru núverandi og fyrrverandi reyktó- baksnotendur 24% og 54%. Hlutfall sjúklinga með háþrýsting jókst úr 34% í 43% (p<0,001), tíðni hækkaðs kólesteróls jókst úr 21% í 38% p<0,001), en hlutfall sykursjúkra hélst svipað og var í heildina 7% (tafla I). Hlutfall sjúklinga sem áður höfðu fengið hjartadrep jókst úr 38% í 46% (p<0,05), þeim sem áður höfðu farið í hjáveituað- gerð fjölgaði úr 8% í 13% (p<0,05), og sjúklingum sem áður höfðu farið í kransæðavíkkun fjölgaði úr 17% í 27% (p<0,001). Hins vegar varð hlutfalls- lega nokkur lækkun milli tímabils II og III á sjúk- Læknablaðið 2000/86 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.