Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Á ÍSLANDI
meta árangur kransæðavíkkana hér á landi á árun-
um 1987-1998. Ennfremur að kanna hugsanlegar
breytingar á ábendingum fyrir kransæðavíkkunum
og á sjúkdómsbakgrunni þeirra sjúklinga sem komu
til aðgerðar og hvort breytingar hefðu orðið á ár-
angri, tíðni fylgikvilla og aðgerðatengdum dauðs-
föllum á tímabilinu.
Efniviður og aðferðir
Frá því fyrsta kransæðavíkkunin var gerð 1987 hefur
nákvæm skrá verið haldin yfir alla sjúklinga. Aðgerð-
irnar hafa allar verið gerðar á æðarannsóknardeild
Landspítalans í náinni samvinnu milli röntgen- og
hjartadeildar. Fyrir núverandi rannsóknaruppgjör
voru eftirfarandi þættir kannaðir í sjúkraskrám: aðal-
atriði úr sjúkrasögu, klínískt ástand sjúklings og aðal-
ábending fyrir aðgerð, upplýsingar um áhættuþætti,
niðurstöður kransæðamyndatöku, tæknileg fram-
kvæmd aðgerðarinnar, árangur, fylgikvillar og að-
gerðartengd dauðsföll. Leitað var eftir samþykki
tölvunefnar og siðanefndar Landspítalans til að
framkvæma rannsóknina.
Á árunum 1987 til 1998 voru gerðar alls 2440
kransæðavíkkanir. Til að auðvelda samanburð er
rannsóknartímabilinu í þessu uppgjöri skipt í þrjú
tímaskeið: 1.1987-1992 (471 aðgerð): Þessi ár voru
bernskuskeið kransæðavíkkana hér á landi þegar
fáar víkkanir voru gerðar árlega og aðferðin var
að festa sig í sessi. II. 1993-1995 (796 aðgerðir): Á
þessum árum fjölgaði árlegum aðgerðum og veru-
lega reynsla var komin á árangur. III. 1996-1998
(1173 aðgerðir): Stoðnet voru tekin í notkun í
vaxandi mæli og fjöldi aðgerða jókst enn frekar. Á
þessum árum voru líka einfaldari blóðflöguhaml-
andi lyf tekin í notkun eftir stoðnetsísetningu,
tíklópidín (Ticlid®) og asetýlsalisýlsýra (Magnýl®)
notuð saman, í stað flóknari blóðþynningar áður
með asetýlsalisýlsýru, heparíni, warfaríni og
Rheomacrodex®.
I þessu uppgjöri er fullnægjandi víkkunarárang-
ur skilgreindur sem minni en 50% þvermáls-
þrengsli eftir aðgerð. Víkkun telst heppnuð að
hluta ef fullnægjandi árangur náðist á einum
þrengslum, en 50% eða meiri þvermálsþrengsli
eru til staðar eftir víkkun á öðrum stað í sömu eða
annarri æð. Ofullnægjandi víkkun telst aðgerð þar
sem eftir eru 50% eða meiri þvermálsþrengsli.
Endurþrengsli eru skilgreind sem 50% eða meiri
þvermálsþrengsli við endurmat á æð sem áður
hefur verið fullnægjandi víkkuð. Eftir víkkunar-
aðgerð er klínískt hjartadrep staðfest ef sjúklingur
fær brjóstverki, hjartaensím eru marktækt hækkuð
og nýjar ST-breytingar koma fram í hjartalínuriti.
Tölfrœðilegur samanburður milli hópa var
gerður með kíkvaðratsprófi eða Fishers prófi, eftir
því sem við átti. Marktækur munur var skilgreind-
ur sem tvíhliða p<0,05.
Table I. Baseline characteristics ofpatients undergoing percutaneous coronary inter-
vention (PCI) in lceland during 1987-98.
Total study 1987-92 Period 1 1993-95 Period II 1996-98 Period III
Number of patients 2440 471 796 1173
Men (n (%)) 1878(77) 383(81) 617(78) 878(75) *
Age 70 years or older (n (%)) 509(21) 33 (7) 159 (20) 317(27) ***
History of smoking (n (%))
Never 531 (22) 84 (18) 179 (22) 268 (23) +
Current 580 (24) 108 (23) 181 (23) 291 (25)
Previous 1327 (54) 278 (59) 435 (55) 614 (52)
Hypertension (n (%)) 948 (39) 158 (34) 285 (36) 505(43) ***
Hypercholesterolemia (n (%)) 758 (31) 100 (21) 210 (26) 448(38) ***
Diabetes (n (%)) 172 (7) 27 (6) 53 (7) 92 (8)
Previous myocardial
infarct (n (%)) 1053 (43) 178 (38) 341 (43) 534 (46) *
Prior coronary bypass
surgery (n (%)) 295 (12) 39 (8) 98 (12) 158 (13) *
Repeated PCI (n (%)) 637 (26) 81 (17) 237 (30) 319 (27) ***
- due to restenosis (n (%)) 301 (12) 44 (9) 118 (15) 139 (12) +
Unstable angina
pectoris (n (%)) 737 (30) 72(15) 241 (30) 424(36) ***
Prior thrombolytic
therapy (n (%)) 330 (14) 50 (11) 121 (15) 159 (14) +
Coronary anatomy (n (%))
1-vessel disease 995 (41) 210 (45) 343 (43) 442 (38)
2-vessel disease 939 (38) 193 (41) 308 (39) 438 (37)
3-vessel disease 497 (20) 60 (13) 145 (18) 292 (25) ***
Statisatical comparison isfor changes over the three periods, exept for restenosis between period II and III.
+p<0.10; * p<0.05; **p<0.01; ***p<0.001
Niðurstöður
Fjöldi kransæaðvíkkana jókst jafnt og þétt á rann-
sóknartímabilinu og árið 1998 voru alls framkvæmd-
ar 453 slíkar aðgerðir (mynd 1). Kransæðaviðgerð er
unnt að gera bæði með opinni kransæðaaðgerðir
(hjáveituaðgerð), eða með kransæðavíkkun og varð
veruleg breyting á aðgerðarvali á rannsóknartímabil-
inu. Árið 1993 var þannig ríflega helmingur allra
kransæðaviðgerða gerður með víkkunartækni en árið
1998 var þetta hlutfall komið í 75% (mynd 2). Grunn-
upplýsingar um þá sjúklinga er komu til kransæða-
víkkunar, bæði fyrrir hópinn í heild, og á þeim þrem-
ur tímaskeiðum sem samanburður rannsóknarinnar
nær til eru sýndar í töflu I.
Breytingar á klínískum þáttum frá tímaskeiði I
til III: FTlutfall karla er komu til kransæðavíkkunar
lækkaði úr 81% í 75% (p<0,05), en hlutfall sjúk-
linga 70 ára og eldri jókst úr 7% í 27% (p<0,001).
I heildina voru núverandi og fyrrverandi reyktó-
baksnotendur 24% og 54%. Hlutfall sjúklinga
með háþrýsting jókst úr 34% í 43% (p<0,001),
tíðni hækkaðs kólesteróls jókst úr 21% í 38%
p<0,001), en hlutfall sykursjúkra hélst svipað og
var í heildina 7% (tafla I). Hlutfall sjúklinga sem
áður höfðu fengið hjartadrep jókst úr 38% í 46%
(p<0,05), þeim sem áður höfðu farið í hjáveituað-
gerð fjölgaði úr 8% í 13% (p<0,05), og sjúklingum
sem áður höfðu farið í kransæðavíkkun fjölgaði úr
17% í 27% (p<0,001). Hins vegar varð hlutfalls-
lega nokkur lækkun milli tímabils II og III á sjúk-
Læknablaðið 2000/86 243