Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NIÐURSKURÐUR daga deild. Pað gerði okkur kleift að endurskipuleggja svolítið hér innanhúss. Sumarlokanirnar hafa þau áhrif að við þurfum að hefja undirbúning þeirra að áliðnum marsmánuði en þær hefjast svo í lok maí. Pessar lokanir hafa því áhrif á starfsemi okkar stóran hluta af árinu. Pað má minna á að fyrir allmörgum árum þegar við vorum enn hluti af Land- spítalanum þá gerði BSRB hagfræðilega úttekt á sumarlokunum hjá okkur. Sú út- tekt sýndi að allur sparnaður sem náðist fram hjá Ríkisspítölum var uppétinn annars staðar í kerfinu. Lokanirnar höfðu í för með sér aukið álag á heimahjúkrun, fjölgun inn- lagna á bráðasjúkrahús og aukinn kostnað við lyf og hjálpartæki sem lenti á Trygginga- stofnun. Af 10 milljóna króna sparnaði stóð eftir um hálf milljón og þá var ótalinn auk- inn kostnaður heimilanna og álag á ætt- ingja.“ Getum veitt meiri þjónustu - Því hefur jafnvel heyrst haldið fram að niðurskurðurinn á sjúkrahúsunum leiði til þess að lögin um réttindi sjúklinga séu brotin á hverjum degi. Er það rétt? „Það sem menn eiga væntanlega við er það ákvæði laganna að sjúklingar eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. En það eru einmitt þessi fjögur síðustu orð - sem völ er á - sem veita stjórnvöldum þann sveigjanleika sem þau þurfa. Pað er greinilegt að löggjafinn hefur hlustað á framkvæmdavaldið þegar þessi lög voru samin. Elins vegar sýnist mér liggja ljóst fyr- ir að lög um málefni aldraðra séu brotin því þar er kveðið á um að aldraðir skuli fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Það er ljóst að við veitum ekki fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem mannafli, húsnæði og þekking gera okkur kleift að veita.“ - Hefur það ekki áhrif á ykkur að geta ekki veitt fólki fullkomna þjónustu? „Jú, því fylgir töluverð vanmetakennd að geta ekki veitt alla þá þjónustu sem hægt væri að veita og þurfa að fleyta fólki áfram á loforðum um úrlausn seinna sem við vit- um ekki hvort eða hvenær við getum staðið við. Ovissan sem fylgir þessum tilskipunum um sparnað getur líka leitt til trúnaðar- brests milli okkar og skjólstæðinga okkar.“ Kerfið gleypir ábyrgðina - Hver hafa afskipti Læknafélags Islands og annarra stéttarfélaga verið af niðurskurðin- um? Gæti félagið ekki beitt sér meira? „Læknafélagið hefur átt í vissum erfið- leikum með því að blanda sér í deilur sem oft snúast um það hvernig kökunni er skipt innan heilbigðiskerfisins. Við höfum hins vegar reynt að beita okkur gagnvart stjórn- völdum í þá veru að kakan þurfi að vera stærri og lagt á það áherslu að vaxtarbrodd- urinn í þekkingu, nýrri meðferð og nýjum úrræðum sem alltaf miðast við það að gera hlutina á einfaldari hátt, skemmri tíma og með minna álagi, sé á forræði lækna þótt aðrar stéttir hafi vissulega lagt fram sinn skerf." - En hafa stjórnmálamenn ekki komist nógu lengi upp með það að gefa út tilskip- anir um sparnað sem þið eigið að fram- kvæma þannig að það komi sér ekki illa fyrir ráðherrann í næstu kosningum? „Pað má segja að í heilbrigðiskerfinu hafi tíðkast í allt of ríkum mæli að stjórna með rússneskum tilskipunum. Þær felast í því að menn taka ákvarðanir um sparnað út frá hagkvæmni sem reiknuð er út við skrif- borðið en á sér litla stoð í veruleikanum. Stjórnmálamenn eru kallaðir til ábyrgð- ar í kosningum en margir þeirra eru ekki mjög nálægt vandanum þegar kemur að kosningum. í kerfinu sem við búum við er mjög erfitt að kalla einstaka menn til ábyrgðar. Kerfið getur tekið á sig mikla ábyrgð og gleypt hana eins og svampur án þess að nokkur sæti ábyrgð. Stjórnmálamenn guma af því að þeir hafi aukið mjög fjárveitingar til heilbrigðis- kerfisins en að við séum samt að kvarta. Pað er alveg rétt en á sama tíma hafa orðið miklar launahækkanir hjá starfsfólki heil- brigðisstofnana og vegna þess að laun eru 70-80% af kostnaði við kerfið. Niðurstaðan er sú að auknar fjárveitingar hafa varla gert meira en að standa undir þeim launahækk- unum sem stjórnin samdi um. Auknar fjár- veitingar hafa því ekki leitt til aukinna af- kasta heldur hafa afköstin aukist í krafti þess að starfsfólk hefur aukið þekkingu sína og meðferð sjúkdóma," sagði Jón Snædal. -ÞH PULMICORT TURBUHALER Draco, 880157 INNÚÐADUFT; R 03 B A 02 R B Hver úðastaukur inniheldur 200 úðaskammta. Hver úðaskammtur inniheldur: Budesonidum INN 100 míkróg, 200 míkróg eða 400 míkróg. Eiginleikar: Lyf- ið er afbrigði af prednisólóni (sykursteri). U.þ.b. 20- 40% af gefnum skammti kemst til lungna eftir inn- öndun. Af því magni, sem kyngt er, verður u.þ.b. 90% óvirkt eftir fyrstu umferð um lifur. Lyfið hefur því litlar almennar steraverkanir. Hámarksþéttni í plasma eftir innöndun á 1 mg af búdesóníði er u.þ.b. 3,5 nmól/1 og næst eftir um 20 mínútur. Ábendingar: Asthma bronchiale. Frábendingar: Ofnæmi fyrir ein- hverju innihaldsefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast ber að gefa lyfið meðan á meðgöngu stendur nema brýna nauðsyn beri til. Ef ekki er hægt að komast hjá gjöf sykurstera á meðgöngu, er mælt með notkun innúðalyfs vegna lítilla almennra áhrifa þess miðað við sykurstera til inntöku. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki. Erting í hálsi. Hósti, hæsi. Mjög sjaldgœfar (<0,1%): Húð: Ofsakláði, útbrot, húðbólgur svo og aukin tíðni marbletta. öndunar- vegur: Berkjukrampi. í einstaka tilvikum hafa taugaveiklun, órói og þung- lyndi komið fram við notkun á búdesoníði sem og öðrum sykursterum. Til að draga úr hættu á sveppa- sýkingum og almennum steraverkunum er ráðlagt að skola lyfið vel úr munni og koki með vatni strax eftir notkun. Milliverkanir: Samtímis gjöf címetidíns veldur vægri hækkun á blóðgildum búdesóníðs og aðgengi þess. Líklega hefur þetta þó ekki klíníska þýðingu. Varúö: Varúð þegar sjúklingar með lungnaberkla og sveppa- og veirusýkingar í öndunarvegi eru með- höndlaðir. Skammtastærðir handa fullorðnum: í byrj- un meðferðar á astma eða þegar verið er að reyna að ná astma-sjúklingi af barksterum gefnum til inntöku, er skammtur 200-1.600 míkróg á sólarhring, skipt í 2-4 skammta. Viðhaldsskammtur er einstaklingsbundinn og reynt að finna þann skammt, sem heldur einkenn- um alveg niðri. Oftast er þó nóg að gefa lyfið kvölds og morgna, en ef dagsskammtur er lágur (200-400 míkróg) er mögulegt að gefa lyfið einu sinni á sólar- hring. Ef astmi versnar má auka skammtatíðnina. Nokkrar vikur geta liðið þar til full verkun fæst. Sé mikil slímsöfnun í berkjum kann að vera, að lyfið nái ekki til berkju-slímhúðar og er þá ráðlagt að gefa sterakúr til inntöku í stuttan tíma (ca. 2 vikur) sam- hliða notkun lyfsins. Athugiö: Par sem nýting búdes- óníðs er betri með Turbuhalerúðatæki en með þrýst- ingsinnúða, kann að vera unnt að lækka skammta, þegar skipt er um lyfjaform. Skamnitastærðir handa börnum: Börn 6-12 ára: 200- 800 míkróg daglega, skipt í 2-4 skammta. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Pakkningar og verð: Innúðaduft 100 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 5.796- kr. Innúðaduft 200 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 7.776- kr. Innúðaduft 400 míkróg/úðaskammt: 200 skammta úðastaukur. - 12.310- kr. 50 skammta úðastaukur (sjúkrahúspakkning)- 4.043- kr. Hverri pakkningu lyfsins skal fylgja leiðarvísir á ís- lensku með leiðbeiningum um notkun úðatækisins og varnaðarorð. Greiðslufyrirkomulag: B Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár 1999 Umboö á íslandi: Pharmaco hf., AstraZeneca, Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Sími: 535-7151 Fax: 565-7366. 286 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.