Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 45
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA sjúkdómsins er hátt á Norðurlöndum og 40% eldri karla hafa ein- hver einkenni sjúkdómsins. Talið er að sjúkdómurinn erfist með ókynbundnum ríkjandi hætti. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi, þróun og faraldsfræðilega þætti lófakreppusjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarstöð Hjartavemdar gerði rann- sókn á lófakreppusjúkdómi á árunum 1981-1982. Nítján árum seinna voru 122 karlar með lófakreppu kallaðir til nýrrar skoðunar og samtímis var einnig kallaður inn samanburðarhópur, sem var paraður fyrri hópnum með tilliti til aldurs og reykinga. Niðurstöður: Af þeim sem voru kallaðir inn komu 193 til skoðunar eða tæp 80%. Þar af voru 92 frá upprunalega lófakreppuhópnum og 101 úr samanburðarhópnum. Af 101 þáttakenda án lófakreppu í fyrri rannsókninni voru samtals 16 (15,8%) með krepptan fingur. Þetta þýðir tæplega 1% nýgengi á ári. Af 75 körlum með minnihátt- ar einkenni, hnút í lófa eða streng með húðfellingum í fyrri rann- sókninni 1981-1982, voru samtals 25 (33,3%) með fingurkreppu eða höfðu farið í aðgerð (P=0,001). Að hafa fengið sjúkdóminn yngri en 40 ára var tengt verri sjúkdómi (P<0,001). Af lófakreppu körlum höfðu 7,3% farið í áfengismeðferð og 6,6% til viðbótar voru of- drykkjumenn, samanborið við 10,7% og 3,6% í hópi þeirra sem ekki voru með sjúkdóminn (N.S.). Ættarsaga um lófakreppu var nátengd sjúkdómnum (P=0,002). Alyktanir: Nýgengi lófakreppu er nálægt 1% á ári hjá miðaldra og eldri karlmönnum. Sjúkdómurinn hefur mikla framþróun (progres- sion) og virðist sterklega tengdur við ættarsögu. Sjúkdómurinn virðist hins vegar ekki tengjast áfengisnotkun. E 09 Skarð í vör og klofinn gómur á íslandi 1993-1999 og með- ferð þeirra Ólafur Einarsson, Andri Konráðsson Frá lýtalækningadeild Landspítalans Fyrirspumir: andrikon@rsp.is A tilgreindu sjö ára tímabili komu 78 ný tilfelli barna (kk/kvk = 39/39) til mats og meðferðar vegna ofannefndra og skyldra ágalla (11,14 á ári). Hjá fimm bamanna var gómurinn stuttur og olli tal- örðugleikum. Eftir standa því 73 eiginleg „skarðabörn“ (kk/kvk = 37/36), það er 10,43 börn á ári að meðaltali, eða 2,43 tilfelli af hverj- um 1.000 lifandi fæddum börnum á tímabilinu. Skipting ágallanna er sýnd í töflu. Öll handlæknismeðferð fer fram á Landspítalanum eftir ákveð- inni aðferðarlýsingu (protocol). Pessi börn geta þurft frá einni og upp í sjö til átta aðgerðir eða fleiri eftir alvarleika fæðingargallans. Fyrrgreindur hópur barna gekkst undir 141 aðgerð í 133 svæfingum á tilgreindu tímabili og skiptust aðgerðirnar á hópana þijá eins og sýnt er í töflu. ICD Ágalll Fjöldi sjúklinga Fjöldi svasfinga Fjöldi aógeröa Q35 Klofinn gómur (þar af þrír meó Pierre Robins) 27 (37,0%) 26 (19,5%) 26(18,4%) Q36 Skarð í vör (17 með defect í tanngarði og sjö án þess) 24 (32,9%) 31 (23,3%) 32 (22,7%) Q37 Skarð í vör og klofinn gómur (þar af báðum megin níu (40,9%)) 22 (30,1%) 76 (57,2%) 83 (58,9%) Alls 73(100%) 133 (100%) 141(100%) Börnum með klofinn góm er hættara við eyrnabólgum og þar með skertri heyrn en öðrum og sum hver þeirra eiga við talörðug- leika að stríða vegna gómgallans. Öll bömin em skráð hjá Heymar- og talmeinastöð íslands (HTÍ) og þar er þeim fylgt eftir hvað tal og heyrn varðar. HNE-Iæknisþjón- usta er veitt af mismunandi sjálfstætt starfandi HNE-læknum, oft þó í samvinnu við HTÍ. Talþjálfun er veitt af fjómm til fimm talkenn- umm sem flestir starfa í Reykjavík. Tannréttingar inna þrír til fjórir tannréttingalæknar af hendi, þar af einn starfandi á Akureyri. Um það bil fjórum til sex sinnum á ári eru haldnir fundir á HTÍ þar sem mæta HNE-læknir, lýtalæknir, talmeinafræðingur, talkenn- arar og tannréttingalæknar. Sjúklingar eru skoðaðir og metnir sam- eiginlega og áframhald meðferðar skipulagt og hún útskýrð fyrir sjúklingi og aðstandendum. E 10 Kviðsjá við enduraðgerðir á þindaropi Margrét Oddsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Jónas Magnússon Frá handlækningadeild Landspítalans Fyrirspurnir: margreto@rsp.is \ Endurteknar aðgerðir við þindaraop geta verið erfiðar og árangur þeirra óviss. Til að athuga útkomu endurtekinna aðgerða við þind- arop um kviðsjá, var árangur skoðaður meðal annars með tilliti til fyrri aðgerðar (opnar vs. lokaðar). Frá febrúar 1996 til september 1999 hafa verið gerðar aðgerðir við þindarop á 13 sjúklingum sem áður höfðu farið í aðgerð á svæð- inu um kviðsjá og á 10 sem áður höfðu farið í opnar aðgerðir. Nítján höfðu áður farið í aðgerð vegna vélindabakflæðis, tveir í hnitrof (HSV), einn fegið sultaról og hnitrof (HSV) og í einum hafði stór blaðra (cyst) sem lá upp að efri hluta maga og vélinda verið fjarlægð úr vinstri lifrarlappa. Hjá þeim 13 sem áður höfðu farið í aðgerð um kviðsjá tók enduraðgerðin að meðaltali 158 mínútur (90-215 mínút- ur), en hjá þeim 10 sem áður höfðu farið í opna aðgerð 210 mínútur (195-315 mínútur). f kviðsjárhópnum þurfti aldrei að breyta yfir í opna aðgerð, í þremur tilfellum hjá hinum. Hjá kviðsjárhópnum voru engir meiriháttar fylgikvillar í eða eftir aðgerð, en í þeim opna var eitt magarof, ein blæðing og eitt dauðsfall á fjórða degi eftir aðgerð. í tveimur tilfellum sem opna þurfti hafði fyrsta aðgerð verið hnitrof. Meðallegutími eftir endurteknar aðgerðir um kviðsjá var 2,5 dagar (tveir til þrír dagar), en hjá þeim þremur sem þurfti að opna sex dagar (fimm til sjö dagar). Árangurinn var mjög góður hjá níu af 13 og góður hjá fjórum af 13 sem áður höfðu farið í kviðsjár- aðgerð. Hjá þeim sem áður höfðu farið í opna aðgerð var árangur- inn mjög góður hjá sjö af 10, góður hjá einum, einn góður eftir út- víkkun á vélindis/magamótum og einn lést. Enduraðgerðir við þindarop um kviðsjá eru mun aðgengilegri ef fyrsta aðgerð var gerð um kviðsjá, þær taka styttri tíma og hafa færri fylgikvillar. Hins vegar er í flestum tilfellum hægt að gera kviðsjár- aðgerð þó fyrsta aðgerð hafi verið gerð opin, en miðað við ofan- greinda reynslu er aðgengið hvað erfiðast eftir opið hnitrof. E 11 Kviðsjáraðgerðir vegna „paraesophageal" þindarhauls Margrét Oddsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Jónas Magnússon Frá handlækningadeild Landspítalans Fyrirspurnir: margreto@rsp.is „Paraesophageal" þindarhaular er fremur sjaldgæft form af þindar- haulum, eða um það bil 5-10% þeirra, og koma aðallega í eldra fólk. Læknablaðið 2000/86 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.