Læknablaðið - 15.04.2000, Side 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LEIÐBEININGAR UM STÖÐUVAL
Matthías Kjeld
Höfundur er sérfræðingur í
meinefnafræði á rannsókna-
stofu Landspítala Hringbraut.
Messías - hinn síðari
„ - og tvö þúsund árum síðar komst þú, komst þú - “
ÍSLENSKUR PRÓFESSOR VIÐ LÆKNADEILD KÍngS Col-
lege í London, Ingvar Bjarnason, vakti upp nokkra
umræðu um stöðuveitingar í læknadeild Háskóla
íslands rétt fyrir síðustu jól. í kjölfarið urðu nokkrar
umræður í rafpósti (e-mail) milli nokkurra helstu
leikara í leikritinu Prófessorsstaða í lífefnafrœði sem
fært var upp fyrir nokkrum árum. Ekki er með vissu
vitað hver er höfundur verksins enda ekki útilokað
að hann hafi verið undir áhrifum æðri máttarvalda og
því erfitt um vik að eigna sér eða hafna stykkinu.
Umsækjendum um stöðuna var ýmist boðið að sækja
um hana ellegar að þeir gerðu það af hollustu við
hefðir samfélagsins, þar á meðal undirritaður.
Var nú skipuð þriggja manna dómnefnd sem
deildarforseti talaði lítið við. Dómnefndin (mats-
nefndin) mun því hafa fengið vitrun og sá strax að
hún gæti ekki notað jarðbundnar leiðbeiningar lækna-
deildar, sem þá giltu, um val í kennarastöður. Sam-
þykkti hún því sínar eigin leiðbeiningar (guidelines)
sem birtust á ensku, en einn nefndarmanna, kapps-
fullur sameindalífefnafræðingur, var Breti, nú starf-
andi í Ástralíu, horfinn frumsýningarströndum.
Guidelines for the evaluation committee
(Lausleg íslensk þýðing)
„Matsnefndin hefur samþykkt eftirfarandi leiðbein-
ingar:
Lífefnafræðideild Háskólans hefur möguleika á
að verða brennipunktur læknisfræðilegra grunnrann-
sókna fyrir allt ísland, ekki aðeins í lífefnafræði held-
ur einnig í sameindaerfðafræði svo og klínískri erfða-
fræði, læknisfræðilegri líftækni og sameindafræði-
legri meinafræði. Það þýðingarmesta kann þó að
vera að svið lífefnafræðinnar er að færast út og með
tilkomu sameindalíffræði og erfðafræði verður það
nú aflmikið fag sem verður að vökva og eiga sam-
skipti við mörg önnur klínísk og meinafræðileg fög.
Með þetta í huga verður auðveldara að ákveða
persónu þá sem ætti að verða ráðin. Hann eða hún
ætti auðvitað að hafa til að bera hinar venjulegu
dyggðir þess sem hefur getið sér mikils orðstírs á
sviði lækna- og lífvísinda, með áhuga á lífefnafræði/
sameindalíffræði/sameindaerfðafræði. Hann eða hún
ætti að vera góður uppfræðari og kennari. Vegna
tengsla við árið 1994 og Háskóla íslands er samt sem
áður um frekari nauðsyn að ræða - ráðningu fram-
sýnnar manneskju sem á auðvelt með tjáskipti og
getur haft forystu fyrir mörgum á öðrum sviðum, án
þess að hóta þeim með því að láta líta svo út sem hún
muni óska eftir að „taka allt yfir til sín“ eða fram-
kvæma hluti án skilnings á heildaráhrifum þess fyrir
Háskólann og þjóðina alla. Þegar besti umsækjandinn
er kosinn verða einstaklingsbundin færni og alhliða
forystuhæfileikar jafn mikilvæg og vísindaleg eða
læknisfræðileg sérkunnátta sem slík.
Líklegt er að persóna sú sem kosin verður hafi
unnið bæði á íslandi og erlendis á sviði sem hefur
framtíðarmöguleika. Bestu umsækjendurnir eru ekki
líklegir til að vera eldri en 45 ára og ekki yngri en 35
ára nema um algera undantekningu sé að ræða. Þeir
ættu að hafa í ritskrá sinni merki um stöðugan fjölda
af árlegum ritrýndum greinum sem birst hafa í góðum
vísindatímaritum. Vænta mætti þess að umsækjendur
hefðu stjómunarreynslu. Ef til vill er þó mikilvægast
af öllu að fram komi vitnisburður um að umsækjand-
inn hafi til að bera sveigjanleg og þróttmikil tök á líf-
og læknisfræðilegum vísindum til þess að tryggja að
sá sem ráðinn verður geti hámarkað forystuhlutverk
sitt á víðum grunni næstu tvo áratugina.“
Eftir lestur þessarar hógværu samþykktar fyrir
næstu tuttugu ár kemur manni í hug kvæði Steins
Steinarrs, Mannkynssaga fyrir byrjendur:
Og sjö þúsund árum síðar
kom Ghagga Ghú.
Um Ghagga Ghú finnst hvergi
nein heimild nú.
Og sjö þúsund árum síðar
komst þú, komst þú.
Á flugi nær sólu hitar mjök svo sem reyna mátti
Ikarus forðum áður en hann féll í sjóinn, eins og pró-
fessorstaðan gerði nú. Sóknarhiti Ieiksins kann að
valda nokkru um að erfitt er að ráða í hvort að baki
framangreindum leiðbeiningum hefur staðið inn-
blástur eða - útblástur, ellegar þá önnur tegund blást-
urs sem líka var þekkt á tímum Sing Sing Hó.
300 Læknablaðið 2000/86