Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 44
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA
eldri sem gengust undir hálskirtlatöku á háls-, nef- og eyrnadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur á tímabilinu frá mars til október 1998. Einn
höfunda (HP) framkvæmdi allar aðgerðirnar, og í öllum tilvikum lá
fyrir upplýst samþykki sjúklinga til þátttöku í rannsókninni.
Sjúklingum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fékk ísvatns-
kælingu, en hinn hópurinn fékk venjulega saltvatnsmeðferð. Verkja-
lyfjanotkun eftir aðgerðina var skráð, auk þess sem verkir, kynging,
ógleði og bólgutilfinning fyrstu fimm klukkustundir eftir aðgerðina
voru skráð og voru þessir þættir metnir á ákveðnum verkjaskala frá
0 til 10. Einnig voru skráðar allar endurkomur sjúklinga sem þátt
tóku í rannsókninni vegna verkja og eða annarra fylgikvilla aðgerð-
ar sem upp geta komið, svo sem blæðinga og sýkinga.
Niðurstöður: í rannsóknarhópnum var alls 51 sjúklingur. Þar af
fengu 25 sjúklingar ísvatnskælingu, en 26 sjúklingar í samanburðar-
hópi fengu saltvatnsmeðferð.
Verkjaskor sjúklinga í ísvatnshópi fyrstu fimm klukkustundirnar
eftir aðgerð var að meðaltali 3,2, en í samanburðarhópnum var
verkjaskor sjúklinga 4,0. Bólgutilfinning fyrstu fimm klukkustund-
irnar eftir aðgerð var 3,7 hjá sjúklingum í ísvatnshópi á móti 3,8 hjá
sjúklingum í samanburðarhópi. Kyngingaróþægindi fyrstu fimm
klukkustundirnar eftir aðgerð voru 3,9 hjá sjúklingum í ísvatnshópi,
en 4,6 hjá sjúklingum í samanburðarhópi.
Alis komu sex sjúklingar úr rannsóknarhópnum á göngudeild
vegna verkja. Þar af voru þrír í ísvatnshópi, en þrír úr samanburðar-
hópi komu á göngudeild vegna verkja. Innlagnir úr rannsóknar-
hópnum vegna verkja og þurrkunar (dehydration) voru tvær. Eng-
inn sjúklingur í ísvatnshópi þurfti innlagnar við, en tveir sjúklingar
úr samanburðarhópi voru lagðir inn vegna þessa.
Þrír sjúklingar úr rannsóknarhópnum voru lagðir inn vegna
blæðinga, en auk þess komu þrír sjúklingar á göngudeild vegna
blæðinga. Af þeim sem lagðir voru inn voru þrír sjúklingar í ísvatns-
hópi, en enginn í samanburðarhópi var lagður inn vegna blæðinga.
Af þeim sjúklingum sem komu á göngudeild vegna blæðinga voru
tveir í ísvatnshópi, en einn í samanburðarhópi.
Úr rannsóknarhópnum fengu þrír sjúklingar sýkingu eftir aðgerð.
Af þeim var einn úr ísvatnshópnum, en tveir úr samanburðarhópi.
Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast verkir
og önnur óþægindi sjúklinga sem fengu ísvatnsmeðferð minni en
samanburðarhópsins, en tíðni fylgikvilla var svipuð í báðum hópun-
um. Nú er unnið að frekari úrvinnslu tölfræðilegra niðurstaðna og
verða endanlegar niðurstöður kynntar og ræddar á skurðlækna-
þingi í apríl næstkomandi.
E 06 Tvískauta rafsnörun kverkeitla
Eiríkur Páll Sveinsson
Frá háls-, nef- og eymadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Fyrirspurnir: eirikur@mail.fsa.is
Inngangur: Kverkeitlanám er ein af algengustu aðgerðum háls-, nef-
og eymalækna vítt um jarðir. Sá fyrsti, sem lýsti kverkeitlanámi, var
Aulus Comelius Celsus, sem var uppi á fyrsta árhundraði e. Kr.
Notkun rafbrennslu við kverkeitlanám var fyrst lýst af Goycoolea og
félögum (1982). Andrea (1993) lýsti fyrst notkun tvískauta rafsnör-
unar á 265 sjúklingum frá 1989-1992. Tvískauta rafsnörun kverkeitla
var tekin upp á háls-, nef- og eyrnadeild FSA árið 1997.
Efniviður og aðferðir: Frá byrjun september 1997 til mafloka 1998
voru 84 sjúklingar af biðlista E-deildar og einn sjúklingur með
kverkakýli, alls 85 sjúklingar, teknir í kverkeitlanám og eingöngu
var notuð tvískauta rafsnörun við aðgerðirnar. Ákveðið var að
kanna afdrif þeirra eftir aðgerðina. Aldur þeirra var frá þremur ár-
um til 52 ára, 47 karlar og 38 konur. Allar aðgerðimar voru gerðar í
svæfingu með barkaþræðingu. Sjúklingarnir lágu á skurðborðinu án
hangandi höfuðs og höfundur við höfðalagið. Allir sjúklingar voru
boðaðir í endurskoðun fjórum vikum eftir aðgerðina og þá var
gengið úr skugga um verki, blæðingar, sýklalyf, leifar og/eða bjúg á
skurðsvæðinu.
Niðurstöður: Engar leifar af kverkeitlavef fundust við eftirskoðun.
Bjúgur á skurðsvæðum fannst hjá 13 sjúklingum eða 13% eftir
fjórar vikur. Átta sjúklingar eða rúm 9% fengu sýklalyf nokkrum
dögum eftir aðgerðina. Notaður var verkjakvarði 1-10 við verkja-
matið. Tuttugu og þrír sjúklingar, eða 27%, greindu frá blæðingu úr
hálsi eftir aðgerðina. Fjórtán blæðinganna voru smávægilegar og
gengu yfir heima. Níu sjúklingar, eða rúm 10%, komu á slysavarð-
stofuna. Þrír sjúklinganna, eða rúm 3%, voru með meiri blæðingu
sem leiddi til enduraðgerðar á skurðstofu og innlagnar.
Ályktanir: Það er engin almenn samstaða um bestu aðferðina við
kverkeitlanám. Á flestum stöðum er snörum (dissection) kverkeitla
samt notuð í dag og aflagðar gömlu aðferðirnar. Ef við tökum þessa
85 sjúklinga, sem hér er greint frá og fóru í tvískauta rafsnörun
kverkeitla, og veltum fyrir okkur árangri, verður niðurstaðan eftir-
farandi:
Engar leifar fundust af kverkeitlavef í eitilbeðum við endurskoð-
un. Sýkingar voru sjaldgæfar eftir aðgerð. Verkir voru litlir fyrst eftir
aðgerðina og leið sjúklingunum vel fyrsta sólarhringinn. Sjúkling-
amir greindu frá verkjum síðar og trúlega nokkru lengur en við eldri
aðferðir. Eftirblæðingar virðast koma seinna. Aðferðin er þægilegri,
þegar tökum er náð á henni, nær engin blæðing er og hún tekur
styttri tíma. Tvískauta rafsnörun kverkeitla gerir því bæði gagn fyrir
sjúklinginn og lækninn og er unnt að mæla með aðferðinni.
E 07 Leysiburtnám á Zenkers sarpi
Hannes Hjartarson, Hannes Petersen
Frá háls-, nef og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Fyrirspurnir: hpet@shr.is
Zenkers sarpur, stundum kallað „hypopharyngeal diverticulum"
eða kok-poki, er svokallaður þan-sarpur (pulsions diverticle) er
myndast ofan við efri hringvöðva vélinda (m. cricopharyngeus) og
því ranglega flokkaður sem sarpur í vélinda.
Helstu einkenni eru tilfinning eins og um aðskotahlut í koki væri
að ræða ásamt ertingu sem síðar, þegar pokinn stækkar, veldur
bakflæði á ómeltum mat í munn og kyngingartruflun. Vandamálið
er algengara meðal karlmanna og eldri einstaklinga. Meðferð felst í
skurðaðgerð sem hingað til hefur verið gerð með ytri aðkomu um
hálsskurð og burtnámi á poka.
Kynnt er holsjár (endoskopic-) CO2 leysimeðferð á Zenkers
sarpi, kostir og gallar ræddir.
E 08 Um faraldsfræði lófakreppusjúkdóms
Kristján G. Guðmundsson’, Reynir Arngrimsson2, Þorbjörn Jónsson3
Frá 'Heilsugæslunni Blönduós, !Urði, Verðandi, Skuld, 'Ónæmisfræðistofnuninni
(IMMI), Rikshospitalet, Osló
Fyrirspurnir: kristgud@isholf.is
Inngangur: Lófakreppa (Dupuytren's contracture) einkennist af
hnútamyndun í lófa sem síðar veldur kreppu á fingrum. Algengi
270 Læknablaðið 2000/86