Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 44

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 44
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA eldri sem gengust undir hálskirtlatöku á háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á tímabilinu frá mars til október 1998. Einn höfunda (HP) framkvæmdi allar aðgerðirnar, og í öllum tilvikum lá fyrir upplýst samþykki sjúklinga til þátttöku í rannsókninni. Sjúklingum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fékk ísvatns- kælingu, en hinn hópurinn fékk venjulega saltvatnsmeðferð. Verkja- lyfjanotkun eftir aðgerðina var skráð, auk þess sem verkir, kynging, ógleði og bólgutilfinning fyrstu fimm klukkustundir eftir aðgerðina voru skráð og voru þessir þættir metnir á ákveðnum verkjaskala frá 0 til 10. Einnig voru skráðar allar endurkomur sjúklinga sem þátt tóku í rannsókninni vegna verkja og eða annarra fylgikvilla aðgerð- ar sem upp geta komið, svo sem blæðinga og sýkinga. Niðurstöður: í rannsóknarhópnum var alls 51 sjúklingur. Þar af fengu 25 sjúklingar ísvatnskælingu, en 26 sjúklingar í samanburðar- hópi fengu saltvatnsmeðferð. Verkjaskor sjúklinga í ísvatnshópi fyrstu fimm klukkustundirnar eftir aðgerð var að meðaltali 3,2, en í samanburðarhópnum var verkjaskor sjúklinga 4,0. Bólgutilfinning fyrstu fimm klukkustund- irnar eftir aðgerð var 3,7 hjá sjúklingum í ísvatnshópi á móti 3,8 hjá sjúklingum í samanburðarhópi. Kyngingaróþægindi fyrstu fimm klukkustundirnar eftir aðgerð voru 3,9 hjá sjúklingum í ísvatnshópi, en 4,6 hjá sjúklingum í samanburðarhópi. Alis komu sex sjúklingar úr rannsóknarhópnum á göngudeild vegna verkja. Þar af voru þrír í ísvatnshópi, en þrír úr samanburðar- hópi komu á göngudeild vegna verkja. Innlagnir úr rannsóknar- hópnum vegna verkja og þurrkunar (dehydration) voru tvær. Eng- inn sjúklingur í ísvatnshópi þurfti innlagnar við, en tveir sjúklingar úr samanburðarhópi voru lagðir inn vegna þessa. Þrír sjúklingar úr rannsóknarhópnum voru lagðir inn vegna blæðinga, en auk þess komu þrír sjúklingar á göngudeild vegna blæðinga. Af þeim sem lagðir voru inn voru þrír sjúklingar í ísvatns- hópi, en enginn í samanburðarhópi var lagður inn vegna blæðinga. Af þeim sjúklingum sem komu á göngudeild vegna blæðinga voru tveir í ísvatnshópi, en einn í samanburðarhópi. Úr rannsóknarhópnum fengu þrír sjúklingar sýkingu eftir aðgerð. Af þeim var einn úr ísvatnshópnum, en tveir úr samanburðarhópi. Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast verkir og önnur óþægindi sjúklinga sem fengu ísvatnsmeðferð minni en samanburðarhópsins, en tíðni fylgikvilla var svipuð í báðum hópun- um. Nú er unnið að frekari úrvinnslu tölfræðilegra niðurstaðna og verða endanlegar niðurstöður kynntar og ræddar á skurðlækna- þingi í apríl næstkomandi. E 06 Tvískauta rafsnörun kverkeitla Eiríkur Páll Sveinsson Frá háls-, nef- og eymadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Fyrirspurnir: eirikur@mail.fsa.is Inngangur: Kverkeitlanám er ein af algengustu aðgerðum háls-, nef- og eymalækna vítt um jarðir. Sá fyrsti, sem lýsti kverkeitlanámi, var Aulus Comelius Celsus, sem var uppi á fyrsta árhundraði e. Kr. Notkun rafbrennslu við kverkeitlanám var fyrst lýst af Goycoolea og félögum (1982). Andrea (1993) lýsti fyrst notkun tvískauta rafsnör- unar á 265 sjúklingum frá 1989-1992. Tvískauta rafsnörun kverkeitla var tekin upp á háls-, nef- og eyrnadeild FSA árið 1997. Efniviður og aðferðir: Frá byrjun september 1997 til mafloka 1998 voru 84 sjúklingar af biðlista E-deildar og einn sjúklingur með kverkakýli, alls 85 sjúklingar, teknir í kverkeitlanám og eingöngu var notuð tvískauta rafsnörun við aðgerðirnar. Ákveðið var að kanna afdrif þeirra eftir aðgerðina. Aldur þeirra var frá þremur ár- um til 52 ára, 47 karlar og 38 konur. Allar aðgerðimar voru gerðar í svæfingu með barkaþræðingu. Sjúklingarnir lágu á skurðborðinu án hangandi höfuðs og höfundur við höfðalagið. Allir sjúklingar voru boðaðir í endurskoðun fjórum vikum eftir aðgerðina og þá var gengið úr skugga um verki, blæðingar, sýklalyf, leifar og/eða bjúg á skurðsvæðinu. Niðurstöður: Engar leifar af kverkeitlavef fundust við eftirskoðun. Bjúgur á skurðsvæðum fannst hjá 13 sjúklingum eða 13% eftir fjórar vikur. Átta sjúklingar eða rúm 9% fengu sýklalyf nokkrum dögum eftir aðgerðina. Notaður var verkjakvarði 1-10 við verkja- matið. Tuttugu og þrír sjúklingar, eða 27%, greindu frá blæðingu úr hálsi eftir aðgerðina. Fjórtán blæðinganna voru smávægilegar og gengu yfir heima. Níu sjúklingar, eða rúm 10%, komu á slysavarð- stofuna. Þrír sjúklinganna, eða rúm 3%, voru með meiri blæðingu sem leiddi til enduraðgerðar á skurðstofu og innlagnar. Ályktanir: Það er engin almenn samstaða um bestu aðferðina við kverkeitlanám. Á flestum stöðum er snörum (dissection) kverkeitla samt notuð í dag og aflagðar gömlu aðferðirnar. Ef við tökum þessa 85 sjúklinga, sem hér er greint frá og fóru í tvískauta rafsnörun kverkeitla, og veltum fyrir okkur árangri, verður niðurstaðan eftir- farandi: Engar leifar fundust af kverkeitlavef í eitilbeðum við endurskoð- un. Sýkingar voru sjaldgæfar eftir aðgerð. Verkir voru litlir fyrst eftir aðgerðina og leið sjúklingunum vel fyrsta sólarhringinn. Sjúkling- amir greindu frá verkjum síðar og trúlega nokkru lengur en við eldri aðferðir. Eftirblæðingar virðast koma seinna. Aðferðin er þægilegri, þegar tökum er náð á henni, nær engin blæðing er og hún tekur styttri tíma. Tvískauta rafsnörun kverkeitla gerir því bæði gagn fyrir sjúklinginn og lækninn og er unnt að mæla með aðferðinni. E 07 Leysiburtnám á Zenkers sarpi Hannes Hjartarson, Hannes Petersen Frá háls-, nef og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: hpet@shr.is Zenkers sarpur, stundum kallað „hypopharyngeal diverticulum" eða kok-poki, er svokallaður þan-sarpur (pulsions diverticle) er myndast ofan við efri hringvöðva vélinda (m. cricopharyngeus) og því ranglega flokkaður sem sarpur í vélinda. Helstu einkenni eru tilfinning eins og um aðskotahlut í koki væri að ræða ásamt ertingu sem síðar, þegar pokinn stækkar, veldur bakflæði á ómeltum mat í munn og kyngingartruflun. Vandamálið er algengara meðal karlmanna og eldri einstaklinga. Meðferð felst í skurðaðgerð sem hingað til hefur verið gerð með ytri aðkomu um hálsskurð og burtnámi á poka. Kynnt er holsjár (endoskopic-) CO2 leysimeðferð á Zenkers sarpi, kostir og gallar ræddir. E 08 Um faraldsfræði lófakreppusjúkdóms Kristján G. Guðmundsson’, Reynir Arngrimsson2, Þorbjörn Jónsson3 Frá 'Heilsugæslunni Blönduós, !Urði, Verðandi, Skuld, 'Ónæmisfræðistofnuninni (IMMI), Rikshospitalet, Osló Fyrirspurnir: kristgud@isholf.is Inngangur: Lófakreppa (Dupuytren's contracture) einkennist af hnútamyndun í lófa sem síðar veldur kreppu á fingrum. Algengi 270 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.