Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
UMRÆÐfl 0 G FRETTIR
520 ^ sjónarhóli stjórnar:
Landspítali-háskólasjúkrahús
Sigurður Björnsson
522 Viðræður Læknafélags íslands
og Islenskrar erfðagreiningar
Sigurbjörn Sveinsson
523 Aðalfundur LÍ 2000
524 Það er leitt...
Högni Óskarssson
Frá Svæfinga- og
gjörgæslulæknafélagi Islands
Sveinn Geir Einarsson
525
Eineygðir Samverjar...
En læknar eru umboðsmenn
sjúklinga og ber að standa á rétti
þeirra
Ólajur Ólafsson
530 Móttaka nýkandídata
Birna Þórðardóttir
531 Broshornið. Frá tá og upp að
eyrum
Bjarni Jónasson
533 íðorðasafn lækna 124.
Meta-analysis
Jóhann Heiðar Jóhannsson
535 Lyfjamál 87
Frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu og landlcekni
536 Ráðstefnur og þing
539 Lausarstöður
542 Okkar á milli
543 Minnisblaðið
526
Það verður aldrei hægt að
aðgreina kennslu og klíník að
fullu
Rætt við Gísla Einarsson
framkvæmdastjóra kennslu og
fræða á Landspítala um
framtíðarsýn háskólasjúkrahúss
Þröstur Haraldsson
Leiðréttingar
Lœknablaðið 6/2000
Röng kynning
í júníhefti Læknablaðsins birtist greinin: Of-
virkniröskun. Yfirlitsgrein. Höfundar: Gísli
Baldursson, Olafur O. Guðmundsson, Páll
Magnússon. Læknablaðið 2000; 86: 413-9.
Við kynningu á greininni í efnisyfirliti var
ranglega getið um ofvirkniröskun sem eina teg-
und persónuleikaröskunar. Rangt er að um per-
sónuleikaröskun sé að ræða, eins og fram kemur
í greininni sjálfri. Rétt er taka fram að höfundar
komu hvergi nærri samsetningu þessarar kynn-
ingar. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mis-
tökum.
Lceknablaðið/Fylgirit 39
I júní síðastliðnum kom út Fylgirit Læknablaðs-
ins með ágripum erinda og veggspjalda sem
kynnt voru á XIV. þingi Félags íslenskra lyflækna
á Egilsstöðum dagana 9.-11. júní.
Fylgirit þetta var ranglega númerað 38 í stað
39. Fylgirit 38 kom út í júní 1999. Bar það heitið:
Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir
og hafði að geyma skýrslu nefndar heilbrigðis-
ráðherra um notkun geðdeyfjarlyfja.
I tilvísunum í ágrip erinda og veggspjalda frá
XIV. þingi Félags íslenskra lyflækna skal Fylgiritið
bera númer 39: Læknablaðið 2000; 86/Fylgirit 39:
bls.
Þingvellir hafa orðið táknmynd fyrir ís-
lendingum, táknmynd iandsins og
þjóðarinnar sjálfrar, þjóðernis hennar
og alls sem talið er sameina íslenskt
fólk i einn hóp. Þegar Alþingi var end-
urreist voru margir sem töldu að það
ætti að sitja á Þingvöllum eins og til
forna, og þegar íslendingar fóru, á
tuttugustu öld, að halda hátíðir til að
undirstrika sjálfstæði sitt, sögu og
sjálfsmynd þótti sjálfsagt að hátiðar-
höldin færu fram á hinum forna þing-
stað. Listmálararnir sem komu fram á
fyrstu áratugum aldarinnar smituðust
líka af Þingvalladýrkun og nutu þess
að þar er líka einstök náttúrufegurð og
mótíf í ótal falleg málverk sem almenn-
ingur sóttist eftir að eignast. Eitt vin-
sælasta mótífið var sólsetrið handan
Almannagjár þegar birtan leysist upp í
ótal liti á vesturhimninum en klettarnir
eru skyggðir, dimmir og hlaðnir minn-
um sögunnar og eilífrar baráttu (slend-
inga fyrir sjálfstæði sínu og stolti. Þetta
mótíf hefur Gylfi Gíslason (f. 1940)
tekið fyrir í einni myndinni úr Þingvalla-
röð sinni sem hann hefur unnið að um
nokkurra ára skeið. Gylfi snýr mótífinu
hins vegar við. Hann málar Morgun-
sinfóníu sína frá sama sjónarhorni og
eldri málararnir máluðu sólarlagið og
dregur ekkert undan í túlkun sinni á
litadýrðinni, hátíðleika klettanna og
fegurð umhverfisins. Niðurstaðan
verður málverk sem er svo sykursætt
og ofhlaðið fegurð og fortíðarþrá að
listamaðurinn hefur þurft að bæta inn
heilli sinfóníuhljómsveit, með hljóð-
færaskipan Sinfóníuhljómsveitar (s-
lands, til að undirstrika heilhrifin. Mál-
verkið hljómar ekki, en umhverfis sól-
ina hefur sætaskipan hljóðfæraleikara í
hljómsveitinni verið teiknuð inn svo
áhorfandinn geti sjálfur ímyndað sér
undirleikinn.
Þessi mynd er gott dæmi um þann
sakleysislega en beitta húmor sem oft
birtist í verkum Gylfa. Hann er þekkt-
astur fyrir teikningar sínar en hefur þó
komið víðar við og fengist við ýmsa
miðla. Gylfi vann á árum áður með
SÚM-hópnum og í verkum hans sést
oft sú kaldhæðna glettni sem gjarnan
var sterk í verkum manna á þeim tíma.
Kaldhæðnin kemur þá oft fram í næst-
um barnslegri einlægni sem þó stingur
undan svo engin kemst hjá því að líta í
eigin barm og velta fyrir sér hug-
myndalegu inntaki verksins og þvi
hvað það segir um sjálfsmynd okkar
og söguskoðun.
Jón Proppé
Læknablaðið 2000/86 481