Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆÐfl 0 G FRETTIR 520 ^ sjónarhóli stjórnar: Landspítali-háskólasjúkrahús Sigurður Björnsson 522 Viðræður Læknafélags íslands og Islenskrar erfðagreiningar Sigurbjörn Sveinsson 523 Aðalfundur LÍ 2000 524 Það er leitt... Högni Óskarssson Frá Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Islands Sveinn Geir Einarsson 525 Eineygðir Samverjar... En læknar eru umboðsmenn sjúklinga og ber að standa á rétti þeirra Ólajur Ólafsson 530 Móttaka nýkandídata Birna Þórðardóttir 531 Broshornið. Frá tá og upp að eyrum Bjarni Jónasson 533 íðorðasafn lækna 124. Meta-analysis Jóhann Heiðar Jóhannsson 535 Lyfjamál 87 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlcekni 536 Ráðstefnur og þing 539 Lausarstöður 542 Okkar á milli 543 Minnisblaðið 526 Það verður aldrei hægt að aðgreina kennslu og klíník að fullu Rætt við Gísla Einarsson framkvæmdastjóra kennslu og fræða á Landspítala um framtíðarsýn háskólasjúkrahúss Þröstur Haraldsson Leiðréttingar Lœknablaðið 6/2000 Röng kynning í júníhefti Læknablaðsins birtist greinin: Of- virkniröskun. Yfirlitsgrein. Höfundar: Gísli Baldursson, Olafur O. Guðmundsson, Páll Magnússon. Læknablaðið 2000; 86: 413-9. Við kynningu á greininni í efnisyfirliti var ranglega getið um ofvirkniröskun sem eina teg- und persónuleikaröskunar. Rangt er að um per- sónuleikaröskun sé að ræða, eins og fram kemur í greininni sjálfri. Rétt er taka fram að höfundar komu hvergi nærri samsetningu þessarar kynn- ingar. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. Lceknablaðið/Fylgirit 39 I júní síðastliðnum kom út Fylgirit Læknablaðs- ins með ágripum erinda og veggspjalda sem kynnt voru á XIV. þingi Félags íslenskra lyflækna á Egilsstöðum dagana 9.-11. júní. Fylgirit þetta var ranglega númerað 38 í stað 39. Fylgirit 38 kom út í júní 1999. Bar það heitið: Notkun geðdeyfðarlyfja og þunglyndisraskanir og hafði að geyma skýrslu nefndar heilbrigðis- ráðherra um notkun geðdeyfjarlyfja. I tilvísunum í ágrip erinda og veggspjalda frá XIV. þingi Félags íslenskra lyflækna skal Fylgiritið bera númer 39: Læknablaðið 2000; 86/Fylgirit 39: bls. Þingvellir hafa orðið táknmynd fyrir ís- lendingum, táknmynd iandsins og þjóðarinnar sjálfrar, þjóðernis hennar og alls sem talið er sameina íslenskt fólk i einn hóp. Þegar Alþingi var end- urreist voru margir sem töldu að það ætti að sitja á Þingvöllum eins og til forna, og þegar íslendingar fóru, á tuttugustu öld, að halda hátíðir til að undirstrika sjálfstæði sitt, sögu og sjálfsmynd þótti sjálfsagt að hátiðar- höldin færu fram á hinum forna þing- stað. Listmálararnir sem komu fram á fyrstu áratugum aldarinnar smituðust líka af Þingvalladýrkun og nutu þess að þar er líka einstök náttúrufegurð og mótíf í ótal falleg málverk sem almenn- ingur sóttist eftir að eignast. Eitt vin- sælasta mótífið var sólsetrið handan Almannagjár þegar birtan leysist upp í ótal liti á vesturhimninum en klettarnir eru skyggðir, dimmir og hlaðnir minn- um sögunnar og eilífrar baráttu (slend- inga fyrir sjálfstæði sínu og stolti. Þetta mótíf hefur Gylfi Gíslason (f. 1940) tekið fyrir í einni myndinni úr Þingvalla- röð sinni sem hann hefur unnið að um nokkurra ára skeið. Gylfi snýr mótífinu hins vegar við. Hann málar Morgun- sinfóníu sína frá sama sjónarhorni og eldri málararnir máluðu sólarlagið og dregur ekkert undan í túlkun sinni á litadýrðinni, hátíðleika klettanna og fegurð umhverfisins. Niðurstaðan verður málverk sem er svo sykursætt og ofhlaðið fegurð og fortíðarþrá að listamaðurinn hefur þurft að bæta inn heilli sinfóníuhljómsveit, með hljóð- færaskipan Sinfóníuhljómsveitar (s- lands, til að undirstrika heilhrifin. Mál- verkið hljómar ekki, en umhverfis sól- ina hefur sætaskipan hljóðfæraleikara í hljómsveitinni verið teiknuð inn svo áhorfandinn geti sjálfur ímyndað sér undirleikinn. Þessi mynd er gott dæmi um þann sakleysislega en beitta húmor sem oft birtist í verkum Gylfa. Hann er þekkt- astur fyrir teikningar sínar en hefur þó komið víðar við og fengist við ýmsa miðla. Gylfi vann á árum áður með SÚM-hópnum og í verkum hans sést oft sú kaldhæðna glettni sem gjarnan var sterk í verkum manna á þeim tíma. Kaldhæðnin kemur þá oft fram í næst- um barnslegri einlægni sem þó stingur undan svo engin kemst hjá því að líta í eigin barm og velta fyrir sér hug- myndalegu inntaki verksins og þvi hvað það segir um sjálfsmynd okkar og söguskoðun. Jón Proppé Læknablaðið 2000/86 481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.