Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Landspítali-háskólasjúkrahús Sigurður Björnsson Höfundur er sérfræöingur í almennum lyflækningum og lyflækningum krabbameina, yfirlæknir á blóðsjúkdóma- og krabbameinslækningadeild Landspítala Fossvogi, formaöur Sérfræðingafélags íslenzkra lækna og stjórnar- maður í stjórn Læknafélags íslands. Nokkur ÁR ERU SÍÐAN UÓST VARÐ AÐ NÚVERANDI húsbændur í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu voru staðráðnir í því að sameina sjúkrahúsin tvö, Landspítala og Sjúkrahús Reykjavíkur. Ahugi á slíkri sameiningu var nokkur á fyrrnefnda sjúkrahúsinu en lítill á hinu síðarnefnda. Áhugi á sameiningunni var nokkur í flokki þeim, sem fer með heilbrigðismál í núverandi ríkisstjóm en lítill í samstarfsflokknum. Minna má á að síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti ályktun þess efnis að stóru sjúkrahúsin skyldu ekki sameinuð enda var sú ályktun nokkuð í samræmi við stefnu flokksins, sem sögð er vera að draga úr ríkisrekstri. Yfirlýstur tilgangur heilbrigðisyfirvalda með sam- einingunni var að ná niður kostnaði við rekstur sjúkrahúsanna með „betri nýtingu“ á tækjum og mannafla. Minna hefur farið fyrir umræðum um ókosti sameiningar svo sem fákeppni, einokun, kostnað við breytingar, afnám valfrelsis sjúklinga og starfsfólks og kvíða starfsfólks vegna breytinga á högum. Aðferðir Til að ná settum markmiðum beitti ráðuneytið ýms- um aðferðum og voru þessar helztar: 1. Allmargir stjómendur og starfsmenn Landspítala voru ráðnir í vinnu í ráðuneytinu. 2. Ráðgjafafyrirtæki, innlend og erlend voru (án út- boðs og á kostnað almennings) fengin til að gera viðamikla úttekt á sjúkrahúsunum á höfuðborgar- svæðinu. Niðurstaða þeirrar skoðunar var sú að ástandið væri harla gott, afköst og nýting á fjár- munum væri jafngóð eða betri en á þeim sjúkra- húsum á Norðurlöndum, sem tekin voru til sam- anburðar. Ekkert það kom fram í skýrslu VSO, sem réttlætti að sameina sjúkrahúsin. 3. Ráðuneytið tók að gæla við hugmynd um háskóla- sjúkrahús til að gera hugmyndina um sameinað sjúkrahús áhugaverðari. Hver gæti barizt á móti háskólasjúkrahúsi? Peir sem til þekkja vita að raunveruleg háskólasjúkrahús eru mun dýrari í rekstri en almenn þjónustusjúkrahús. Þá má benda á það að fram til þessa hafa sjúkrahúsin í Reykjavík annazt kennslu og uppeldi fyrir lækna- nema, unglækna, hjúkrunarnema og aðrar heil- brigðisstéttir og staðið sig með prýði, þótt ekkert þeirra hafi getað státað af nafninu háskólasjúkra- hús. 4. Áfram var haldið á þeirri braut að veita minni fjármunum til rekstrar sjúkrahúsa en rekstur þeirra kostaði, einkum bar minna sjúkrahúsið skarðan hlut frá borði. Fyrirmenn í þjóðfélaginu létu hafa eftir sér að engu væri líkara en að verið væri að svelta þann spítala til uppgjafar. 5. Ráðinn var sameiginlegur forstjóri fyrir sjúkra- húsin og hefur ráðherrann lýst því yfir að reynslan af því væri góð, án þess að útlista það nánar. 6. Ráðherrann tók að ræða um nýbyggingu yfir sam- einað sjúkrahús, sem Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur segja í yfirlýsingu sinni frá 8. febrúar síðastliðnum að sé forsenda þess að markmið sameiningar náist. Ný stjórn Um síðustu áramót tók til starfa ný stjóm yfir báðum sjúkrahúsunum. I þá stjórn voru skipaðir einstakling- ar með mjög takmarkaða reynslu í stjórnun heil- brigðisstofnana eða menntun í heilbrigðisgreinum. Ekki er ljóst, hverjar hæfniskröfur ráðamenn gera til einstaklinga, sem eiga að vera æðstu stjórnendur ríkisfyrirtækis með 5000 manns í vinnu þar sem fram fer sérhæfð, nútíma læknisfræði og hjúkrun og vís- indastarfsemi. Að mínu mati á hollusta við ákveðna stjórnmálaflokka ekki að vega þungt við val á fólki í slíkar stjórnunarstöður jafnvel þótt á vegum ríkisins sé. Þrátt fyrir reynsluleysi það sem hér hefur verið rakið tók það hina nýju stjórn ríkisspítalanna einung- is fáeina daga að kynna sér uppbyggingu, innviði, starfsemi, afköst, kosti og galla spítalanna tveggja að því marki að stjórnin gat ákveðið að leggja Landspít- alann og Sjúkrahús Reykjavíkur niður og búa til einn spítala á grunni hinna tveggja. Engar áætlanir voru lagðar fram um það, hvernig vinna skyldi að málinu, hvaða breytingar þyrfti að gera á húsnæði, hvaða starfsemi ætti að vera á hverjum stað, hvar ætti að taka fjármuni til að standa undir hinum mjög svo aukna kostnaði, sem fyrirsjáanlegur er. Hvar voru samningarnir við Háskóla Islands, sem réttlættu nafnið háskólasjúkrahús, hvar voru fjármunir til að kosta uppbyggingu slíkrar stofnunar? Hvað var orðið um ádráttinn um nýbyggingu, sem ráðherrann hafði tæpt á? Sviðaskipting Undanfarið hafa stjómendur hins nýja spítala unnið að skiptingu starfseminnar inn á ákveðin svið. Á sviðum eiga samleið þær greinar læknisfræðinnar, sem beita svipaðri nálgun við greiningu og meðferð sjúkdóma. Nokkrar tillögur hafa verði til umræðu í vor og hefur starfsmönnum sjúkrahússins gefizt kost- ur á að kynna sér þær og koma sjónarmiðum sínum á 520 Læknablaðið 2000/86 á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.