Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 14
r FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR Figure 1. Tlie Reykjavík Sludy - study plan. Schematic figure ofthe study plan of the Reykja- vík study including number of participants divided into study groups and the time of invitation ofeach study group to examination in five stages. gegn tilkomu þykknunar á vinstri slegli. Áhætta á kransæðadauða var marktækt aukin meðal kvenna (áhættuhlutfal! 3,07; 95% vikmörk 1,50-6,31) en ekki meðal karla. Heildarlifun kvenna fór einnig versnandi eftir því sem lengri tími leið frá greiningu þykknunar á vinstri slegli (áhættuhlutfall 2,17; 95% vikmörk 1,36-3,48). Ályktun: Við teljum að þykknun á vinstri slegli og til- koma þess síðar tengist aldri og háum slagbilsþrýst- ingi meðal beggja kynja. Konur með þykknun á vinstri slegli hafa verri horfur en aðrar konur og eru í þrefaldri hættu á að deyja úr kransæðasjúkdómi. Slík áhætta sást ekki meðal karla. Þetta gæti bent til þess að greining þykknunar á vinstri slegli á hjartarafriti sé ábótavant meðal kvenna og greini því einungis alvar- lega þykknun á hjartaraafriti kvenna á meðan unnt sé að greina bæði væga og alvarlega þykknun vinstri slegils á hjartarafriti karla. Finna þarf næmari aðferð- ir á hjartarafriti til að greina þykknunina og alvar- leika þykknunarinnar fyrir bæði karla og konur. Inngangur Þykknun á vinstri slegli (ÞVS) er lífeðlisfræðileg aðlögun að auknu álagi, til dæmis af völdum hækkaðs blóðþrýstings og heldur niðri spennu (stress) í slegil- veggnum. Lengi hefur verið vitað að þessi svörun hjartavöðvans getur verið dýru verði keypt. Þótt líf- eðlisfræðilegur ávinningur sé að því að halda spenn- unni niðri veldur aukin þykkt því að hjartavöðvinn stífnar, súrefniskröfur hans aukast og hætta verður á blóðþurrð í innsta lagi vöðvans sem lakast er séð fyrir blóðflæði. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir, ýmist fámennar afturskyggnar tilfellarannsóknir eða fjöl- mennar framskyggnar rannsóknir, líkt og Framing- ham rannsóknin, hafa leitt í ljós að þykknun vinstri slegils er sjálfstæður áhættuþáttur dauðsfalla og heilaslags (1-4). Jafnframt er þekkt fylgni slíkrar þykknunar og hjartabilunar en algengi hjartabilunar hefur aukist. Skýring þess er talin bætt og öflugri lyfjameðferð við kransæðasjúkdómum og vegna þess séu fleiri á lífi með skerta hjartastarfsemi (5-7). Við tókumst á hendur að kanna betur þykknun á hjartavöðva í íslenskum efniviði innan hins stóra, framskyggna faraldsfræðilega efniviðs hóprannsókn- ar Hjartaverndar frá árunum 1967-1992. Tilgangur þessarar rannsóknar var fyrst og fremst að meta algengi og nýgengi þykknunar á vinstri slegli og finna áhættuþætti hennar. Einnig voru lifun og dánarorsakir þátttakenda með þykknun á vinstri slegli metnar. Efniviður og aðferðir Notuð voru gögn úr hóprannsókn Hjartaverndar en hún tók til þeirra sem boðið var til hóprannsóknar- innar á tímabilinu 1968-1991 í fyrstu fimm áföngum rannsóknarinnar, fólks búsettu í Reykjavík og ná- grenni. Hópnum var fylgt eftir til ársins 1992. Að- ferðum við framkvæmd hóprannsóknarinnar hefur áður verið lýst (mynd 1) (8). Skilgreining þykknunar á vinstri slegli: Hjartarit var notað til greiningar þykknunarinnar. Þykknun á vinstri slegli var skilgreind eftir Minnesota Code (9). Skilgreiningin er þannig: i) R-takki >26mm í V5 eða V6; eða ii) R-takki >20mm í I, II, III eða aVF; eða iii) R-takki >12mm í aVL Öll hjartarit hóprannsóknar Hjartaverndar sem höfðu fengið kóðann þykknun á vinstri slegli voru lesin sérstaklega á ný (ISÞ,NS) til að staðfesta grein- inguna og einnig voru lesin 200 samanburðarhjartarit til að meta hvort eitthvað væri um vangreinda þykkn- un á vinstri slegli samkvæmt ofannefndum skil- merkjum. Rannsóknarhópar: Allir þátttakendur sem reynd- ust hafa þykknun á vinstri slegli heyrðu til algengis- 490 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.